Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1976, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.02.1976, Blaðsíða 10
SIGVALDI HJÁLMARSSON: m Að vaxa einsog blóm Að berja lítið barn þótt ekki sjáist á því er meiri glæpur en lemja fullorðinn mann til óbóta. Það er ósjálfbjarga og umkomulaust og finnst áreiðanlega heimurinn vera að ganga úr augnaköllunum ef mamma og pabbi eru reið. Þarað auki ber það líklega göfugri kenndir í brjósti en fullorðnir, fyrirgefur á stundinni, enda ekki búið að læra að erfa misgerðir, þv> klafi hins tilfinningalega minnis sem við köllum minningar hefur ekki verið á það lagður. Síst er betra annað ofbeldi. Viðurkennt er að barn á heimtingu á góðri umönnun, en það á ekki síður rétt á frelsi til að vaxa og þroskast einsog því er eðlilegt — frelsi frá þeirri plágu sem kallast innræting af hvaða tæi sem er. Foreldrum ætti ekki að leyfast að troða trúarskoðunum sínum eða stjórnmálaviðhorfum uppá böm sín — eða öðrum slíkum andlegum bakpokum sem þeir draslast með sjálfir ævilangt. Kannski geta þeir eins mikið lært af því og það af þeim? Aðeins eitt boðorð nægir: að elska allt sem lifir og forð- ast að vinna mein og særa. Þekkt eru þau viðhorf að ala upp hæfa einstaklinga fyrir samfélagið, þ. e. tálga barnið til svo það falli inní „kerfið“: smíða fyrst skóinn og höggva svo fótinn til fyrir hann. Náttúrlegra væri þó að sníða samfélagið eftir einstakl- ingunum og leyfa barninu að vaxa einsog blóm. Smábörn innanvið fjögurra ára geta vafalaust státað af náttúrlegum vitsmunum sem fullorðnum sést yfir, hæpið að telja það fávíst fyrir það eitt að því er ósýnt um að tjá sig, enda með ólíkindum ef hin skólaða útreiknings- og mælinga árátta fullorðinna er eina mannvitið. Trúlega slævir uppeldið eða kefjar ýmsa náttúrlega kosti barnsins og gerir það að ýmsu leyti heimskara með árunum. Uppeldi byggist á valdi. Allt vald er vont. Fyrir því er uppeldi í eðli sínu fjarri því að vera gott. Uppalendur kenna barni óviljandi ýmsa heimsku afþví þeir eru sjálfir nauðasljóir á beina mannlega upplifun, dá- leiddir af vana kynslóðanna. Þeir sýna því það sem þeir sjá, kenna því að skynja einsog þeir skynja, kynna því sína túlkun á umhverfinu og því sjálfu. En ef það minnist á eitthvað sem þeir ekki sjá eða skilja (sem oft hendir) þá er barið inní það að það sé imyndun ein; m. ö. o.: allt er rangt sem „ég“ ekki skil, vitið metið eftir líkamsþyngd! Samt er núorðið vitað að skynjanir barns eru öðruvísi en fullorðinna — óþroskaðar að vísu og þarfnast þjálfunar, en hver segir að best sé að sjá einsog foreldrarnir sjá? Er ekki til í dæminu að barni megi hjálpa til að öðlast full- komnari skynjun ef það losnar við stöðuga innrætingu um hvað ER og hvað ER EKKI? Hvernig skynjar Iistamaður? Vafalaust öðruvísi en þræl- ar vanans. Enginn veit hvað gerist í huga ómálga barns. Mikið má vera ef þar ríkir eintómur doði. En líka það að hugsa lærir barnið eftir troðnum slóðum. Það gerist um leið og það Iærir málið — sem verður síðan mælikvarði þess á alla hluti ytra og innra. Þyrfti ekki að gaumgæfa hvernig best er fyrir barnið að læra að tala, hvort ekki megi t. a. m. viðhalda eitt- hvað ef rétt er að staðið hinu gífurlega næmi barns- hugans og þeim ferskleika hans að allt er nýtt hversu oft sem það er endurtekið? Nú læra foreldrar hversu best er að hirða barnið og næra líkamlega. En i framtíðinni hygg ég að þeir gangi í skóla til að fá tilsögn í hversu það fær heilsusamlegust skilyrði til að læra að tala — og þarmeð að hugsa. T & U JJ LU_ ' eldrásinni. Hverfjall við Mý- vatn er dæmi hér um, svo og Surtsey fyrsta gosveturinn. Dyngjur og gígaraðir fram- leiða sem sagt nær einvörð- ungu basísk gosefni. En svo er önnur gerð eldstöðva, svo- nefndar megineldstöðvar, sem gjósa mismunandi kísilsýru- auðugum gosefnum allt frá andesíti til dasits og líparíts og fer kísilsýrumagnið þá oft að verulegu leyti eftir lengd und- anfarandi goshlés. Gott dæmi er Askja, sem gaus líparitvikri 1875 eftir margra alda hlé, en hefur síðan oft gosið basalti. Hekla gýs venjulega ísúru and- esíti, en fari goshléð yfir tvær aldir eða svo, gýs hún líparíti. Talið er, að kvikan sem upp kemur í þessum eldgosum komi af miklu minna dýpi en sú, sem myndar dyngjur og gíga- raðir, og sé að finna í aðgreind- um þróm ofarlega í jarðskorp- unni, þar sem breyting verði á efnasamsetningunni milli gosa. Mörg súru gosanna eru ein- vörðungu sprengigos og hafa þau myndað mestu gjóskulög- in sem fyrirfinnast hérlendis. ísúru gosin eru blandgos, þ. e. þau mynda bæði gjósku og hraun, og i upphafshrinu þeirra myndast oft mikil gjóska. Heklugosið 1947 er nær- tækt dæmi. Það er sameiginlegt flestum eldgosum, að aðalgjóskumynd- un er í upphafi goss og varir ekki sérlega lengi. Gjóskufall- ið i Öskjugosinu 1875 varaði um 8 klukkustundir. Þótt Heklugosið 1947/48 varaði í 13 mánuði, féllu um 80% gjósk- unnar á rúmri klukkustund. í síðasta Heklugosi féll öll gjósk- an að heita mátti á 2 klukku- stundum. Sakir þessa verður útbreiðsla og þykktardreifing gjóskulag- anna yfirleitt nokkuð regluleg, þar eð vindátt nær ekki að breytast verulega meðan á gjóskufalli stendur. Gjóskulag- 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.