Samvinnan - 01.02.1976, Side 29
yfir því, að sumt fólk skuli
ekki vilja eiga heima í annarri
eins stofu, þar sem alls konar
auðæfi blasi við. Benoní svarar
því til, að það sé ekki við
betra að búast hjá manngarmi
eins og sér. Og hann sýnir Gil-
bert hljóðfærið og segir, að
það sé spilverk, hann sýnir
honum saumaborðið, greypt
silfri og tinnuviði, og síðan
tekur hann upp sjálft borð-
silfrið. Fyrir þetta hef ég borg-
að hundrað dali, segir hann.
Gilbert hristir höfuðið og
botnar enn ekkert i því, að
sumt fólk skuli vilja fleygja
sliku frá sér. Að lokum segir
hann:
Hún var ekki hamingjusöm
á svipinn í kirkjunni.
Rósa? Var hún það ekki?
Nei. Það var alveg eins og
hún iðraðist.
Benoní reis á fætur, stóð
uppréttur frammi fyrir Gilbert
og sagði:
Hérna sérðu hringinn. Nú
á hann ekki lengur að vera
á hendinni á mér til ásteyting-
ar í lífinu . . . Hann tekur
hringitm af hægri hendinni og
flytur hann yfir á þá vinstri
nieð þessum orðum: Sástu,
hvað ég gerði?
Gilbert svarar þvi hátiðlega
játandi.
Siðan sækir Benoní alman-
akið og segir:
Þú sérð þetta merki? Nú
strika ég það út. Það er syl-
veríusmessa, sem ég strika út.
Sylveríusmessa, hefur Gil-
ber upp eftir honum.
Þú hefur verið sjónarvottur
að þessu, segir Benoní.
Þegar þessu er lokið, hug-
kvæmist honum ekki fleira,
sem hann geti látið Lappan-
um finnast til um, og hann
gerist þögull . . .
Gilbert fer inn í búð á Sæ-
lundi og segir frá hjónavigsl-
unni, að önnur eins fínheit
hafi enginn maður séð, að
hvita slæðan hafi dregizt með
íörðu, að brúðurin hafi fengið
hann, sem hún vildi, og væri
hamingjusöm að sjá. Og hann
Mack hafi sjálfur verið i kirkj-
unni.
Þegar Gilbert Lappi hafði
lokið sér af á Sælundi, rangl-
aði hann nokkra stund um á
Veginum heim að Hringjara-
bæ. Brúðhjónin komu, þegar á
kvöldið leið, Rósa var enn ríð-
andi, en Arentsen yngri var
orðinn rasssár i hnakknum, og
Það var aumkunarverð sjón að
sjá hann þramma fótgangandi
uieð hestinn í taumi. Kvöldið
var bjart og hlýtt í veðri, sól
Var enn á lofti, en sjófuglarn-
ir höfðu tekið á sig náðir.
Gilbert tók ofan húfuna fyr-
ir brúðhjónunum. Rósa reið á-
fram, en Arentsen yngri stanz-
aði og lét Gilbert taka við hest-
inum. Hann var þreyttur og
bálvondur.
Hana, taktu við bikkjunni
og tjóðraðu hana einhvers
staðar. Ég er búinn að draga
hana nógu lengi á eftir mér.
Ég var í kirkjunni og sá yður,
segir Gilbert.
Arentsen yngri svaraði og
var argur:
Ég var líka i kirkjunni og
horfði á hjónavígsluna. Ég
hafði ekki tækifæri til þess að
koma mér undan.
Síðan héldu þau Rósa og
Arentsen yngri innreið sína í
Hringjarabæ, þar sem þeim
var ætlað heimili . . .
Nokkrum dögum seinna fór
Benoní út með stórnótina og
fulla skipshöfn. Menn treystu
svo á aflasæld hans, að hon-
um buðust fleiri menn en hann
þurfti á að halda. Sveinn vakt-
ari var einn í hópnum og var
útgerðarmaður hjá nóteigand-
anum sjálfum. ♦
ERTU ANÆGÐUR?
með
með
með
með
meö
meö
með
með
með
meö
með
reksturinn?
ágóðann?
söluna?
framleiðsluna?
bókhaldið?
forstjórann?
starfsfólkið?
stjórnarfundina?
andrúmsloftið á vinnustað?
þjóöarbúskapinn?
lifið yfirleitt?
Ef svarið er já.
— Til hamingju
Ef þú vilt hins vegar gera betur — hvernig væri þá að kynna sér
stjórnunarfræðslu Stjórnunarfélagsins. Við sendum ókeypis
bækling með upplýsingum um 26 mismunandi námskeið, sem
eru sniðin fyrir þig.
Nánari upplvsingar á skrifstofu Stjórnunarfélagsins, Skipholti
37, sími 82930.
STJORNUNARFÉLAG ÍSLANDS
HAFNIR SEM SKIP EIMSKIPAFELAGSINS SIGLA TIL
—O Feróir vikulega
—O Feróir á tíu daga til hálfsmánaóar fresti
o Feróir á hálfsmánaóar til þriggja vikna fresti
• Feróir eftir flutningsþörf
VIKULEGAR HRAÐFERÐIR
Frá ANTWERPEN mánodaga
- FELIXSTOWE þriájudoga
- KAUPMANNAHOFN ------••---
- ROTTERDAM ---••---
- GAUTABORG miávikudoga
- HAMBORG fimmtudoga
EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR
Frá NORFOLK
WESTON POINT
KRISTIANSAND
HELSINGBORG
GDYNIA
VENTSPILS
VALKOM
FEROIR FRÁ ÖORUM HÖFNUM EFTIR
FLUTNINGSÞÖRF