Samvinnan - 01.02.1976, Qupperneq 11
ið myndar venjulega geira með
eldstöðina nærri odda hans og
er geirahornið að jafnaði þvi
breiðara þvi lengur sem
gjóskufallið hefur varað, en ás
mestrar þykktar gjóskulagsins
í geiranum sýnir vindáttina á
meðan á gjóskufallinu stóð.
Fram til þessa hefur gjósku-
tímatalið aðallega byggst á
ljósu gjóskulögunum, þar eð
þau eru bæði útbreiddust og
einnig auðveldara að rekja
þau í dökkum jarðveginum.
Samanlagt er vitað um milli
15 og 20 ljós öskulög i jarðvegi
hérlendis og verður nú vikið
nánar að nokkrum þeirra.
Við skulum byrja með þvi
að líta á bakka mógrafar nærri
Fossá á Skagaströnd, en sömu
lög má víða sjá í skurðum með-
fram akvegum í Austur-Húna-
vatnssýslu. Þar blasa við þrjú
Ijós lög, meðalsöndug eða
fínni. (1. mynd).
Hið efsta þessara iaga, svo
sem fet undir yfirborði í mó-
grafarveggnum, en mun dýpra
víða í fokjarðvegi, er úr fyrsta
gosi Heklu eftir að ísland
byggðist, gosinu árið 1104, því
gosi sem eyddi Þjórsárdal.
Þykktarás þessa lags sem ýmist
er nefnt H1 eða H1104, liggur
einmitt um Austur-Húnavatns-
sýslu, og í þessari mógröf er
það um 2 sm, en hægt er að
rekja það i jarðvegi vestur i
Hrútafjörð og austur á bóginn
til Fljótsdalshéraðs, en austan
Eyjafjarðar er þykkt þess að-
eins brot úr sentimetra og þarf
aðgát til að finna það, en alls
þekur það rúmlega helming
landsins, og áætlað hefur ver-
ið, að rúmmál gjóskunnar ný-
fallinnar hafi verið um 2500
milljónir rúmmetra, eða þús-
undfalt það er féll á Vest-
manneyjakaupstað i gosinu
1973.
Þetta gjóskulag er mjög
gagnlegt við könnun á aldri
fornra bæjarrústa á þeim
svæðum, sem það nær til. T. d.
þurftí ekki nema litla holu í
aðalrúst hins margumtalaða
og nokkuð dularfulla Hraun-
þúfuklausturs til þess að sanna
að sú rúst er eldri en 1104, því
þetta lag er þar rétt ofaná
gólfskáninni.
Næsta ljósa lagið er talsvert
neðar i jarðveginum og næst-
um efst í því lurkalagi, sem
svo viða er að finna í mýrum.
Eins og Þorleifur Einarsson
rakti í erindi sínu i þessum
erindaflokki, hvarf skógur að
mestu úr raklendi í byrjun síð-
ara mýraskeiðs, fyrir um 2500
árum, og þetta ljósa lag er auð-
sæilega ekki miklu eldra og
samkvæmt geislakolstímatali
er það um 2800 ára, en raun-
verulegur aldur líklega um
2900 ár, vegna mismunar á
geislakolsaldri og raunveruleg-
um aldri sem hér er ei timi til
að gera grein fyrir. Þetta
gjóskulag er einnig úr Heklu
komið og gengur undir nafninu
Hekla 3. Hekla þrjú er mesta
gjóskulagið i íslenzkum jarð-
vegi, þekur um þrjá fjórðu
landsins, og rúmmál þess ný-
fallins hefur verið a. m. k. 12
þúsund milljónir rúmmetra, að
þvi meðtöldu, er fallið hefur í
sjó. Það hefur fundizt í mýr-
um bæði í Noregi og Svíþjóð.
Hér má rekja það í jarðvegs-
sniðum með þjóðvegi frá
Holtavörðuheiði austur i Breið-
dal. Þykkast er það norðan-
lands um Eyjafjörð, 8—10 sm,
og mjög áberandi i nýjum
skurðum með vegunum bæði
þar og í Þingeyjarsýslum og
þar víða nefnt efra Ijósa lagið.
Er kemur austur á Mývatnsör-
æfi og Hólsfjöll er það orðið
fínkornaðra en fokjarðvegur-
5. mynd: Þykkt og útbreiðsla H3.
HÚNAfLÖ,
HÚNAFLÓ)
HEKLA^
HEKLA 4(H4)
ÍAbout4000 dyears B.P)
• » THICKNESS of LAfER.Icm]
+ HtJUST VISBLE
O Ht NOT FOUND
-2— ISOOACH.lcml
iHEKLA*
JELFOSS
THICKNESS of LAYER. [cm]
h5 just visible
h5 not found
•ISOPACH. [cm]
®. mynd: Þykkt og útbreiösla H4.
7. mynd: Þykkt og útbreiðsla H5.
7