Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1976, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.02.1976, Blaðsíða 12
inn og loðir þvi betur saman, svo að það stendur viða dálit- ið út úr rofabörðum, og sum- staðar, t. d. með veginum frá Dettifossi norður í Axarfjörð, má sjá meðfram veginum ljós- ar skellur, þar sem moldin er fokin burt niður að þessu ljósa lagi. Þá er það þriðja ljósa lagið. Það lag nefnist Hekla 4 og er bæði þarna og víðast annar- staðar 10—15 sm neðar i jarð- vegi en H3 og hefur mjög svip- aða útbreiðslu, en þykktarás þess er nokkru vestar. (6. mynd). Það er litlu þynnra en H3, heildarrúmál þess nýfaliins hefur verið nálægt 10 milljörð- um rúmmetra. í Húnavatns- sýslum er það svipað á lit og H3, en þegar austar dregur er efri hluti þess dökkur og sá hluti verður æ þykkari, eftir þvi sem austar dregur. Á Norð- austur- og Austurlandi er ljósi hlutinn ekki nema um fjórð- ungur heildarþykktar, eða þar um bil. Þetta lag er þvi auð- þekkt þar frá H:i. Aldur þess er skv. geislakolsákvörðun um 4000 ár, raunverulegur aldur líklega um 4500 ár. Jarðvegs- þykknun hefur því verið mjög hæg á milli þess, er þessi Heklulög, H:i og H4 féllu, enda veðursælasta skeið eftir ísöld, og landið þá verið meira gróið en nokkru sinni fyrr eða síðar eftir ísöld, og áfok því í lág- marki. Auk þessara þriggja áberandi ljósu laga, má sumstaðar á þessum slóðum finna hið fjórða, ef vel er að gáð. Það er mjög djúpt i jarðvegi, næstum niður undir botnurð. Þetta lag er einnig að finna um allt Norður- og Norðausturland (7. mynd), en það er mun þynnra en H3 og H.| og svo fínkorna, að i moldarjarðvegi er það ekki eins vel aðgreint frá moldinni og hin og kemur fram aðallega sem gulbrúnn litur i 1—3 sm þykku moldarlagi. Þetta er elzta ljósa Heklulagið, líklega um 7000 ára. Öll þykkna þessi fjögur lög í átt til Heklu. í Rangárbotnum skiptir þykkt þeirra metrum. Ekki ná þau til syðsta hluta Suðurlandsundiriendisins, en H:j er hægt að rekja vestur til Reykjavíkur, þó þar sé það orðið mjög þunnt. En hvað um fimmta Ijósa lagið úr Heklu? Það er það lag, sem gengur undir nafninu Selsundsvikur, enda mjög þykkt í kringum Selsund. Það hefur aðallega borizt til suð- suðvesturs, en hefur mjög tak- markaða og sérkennilega út- breiðslu og virðist litið hafa dreifzt loftleiðina, en aðallega borizt fram með vatnshlaupi frá Heklu, sem farið hefur aðra leið en hlaup samfara Heklugosum á seinni öldum, enda þau hraun þá enn ekki runnin, sem lokuðu þeirri leið. Þetta um ljós Heklulög. Austanlands eru tvö ljós gjóskulög ofarlega i jarðvegi, enda yngri en Heklulögin ljósu. Hið efra er vikurlagið úr Öskjugosinu 1875, sem mynd- ar geira i nær háaustur frá Öskju, og þekur um tíunda hluta íslands. Ás mestu þykkt- ar er um innri hluta Jökuldals og þaðan í stefnu á Loðmund- arfjörð. Neðra lagsins fer að verða vart í suðurhluta Suð- ur-Þingeyj arsýslu, þar sem það er örþunnt og auðvelt að vill- ast á því og Heklu 1104, ef þau er ekki bæði að finna i sama sniði. Það smáþykknar suður eftir Austfjörðum og þegar kemur suður fyrir Breiðdal, er það orðið eina áberandi ljósa lagið i jarðvegi og orðið um 2 sm þykkt. í Hornafirði er það 5—7 sm þykkt og þykknar í átt til þeirrar eldstöðvar, sem framleiddi það, Öræfajökuls, og er upp í 40 sm þykkt sunn- an til i Öræfum. Er kemur vest- ur fyrir Skeiðarársand er þykktin aftur komin niður i um 2 sm, en þó er hægt að rekja það óslitið vestur að Hólmsárbrú, þar sem þykkt þess er komin niður í um einn millimetra. Þetta ljósa gjósku- lag 8. mynd) er úr Öræfa- jökulgosinu mikla í fardögum 1362, því gosi er aleyddi Litla hérað, það sem nú heitir Ör- æfasveit, mesta gjóskugos á íslandi og raunar í Evrópu allri siðan Vesúvius eyddi Pompeii árið 79 e. Kr. Á landi þekur gjcskan um 40 þúsund km-, en meiri hluti hennar hefur fall- ið i sjó. Heildarrúmmál hefur getað verið allt að 10 milljarð- ar rúmmetra og það hefur bor- izt til meginlandsins. Mest á- berandi er þetta vikurlag með- fram þjóðveginum milli Hofs og Hnappavalla i Öræfum, þar sem sumsstaðar eru gráhvítir skaflar af því. Um gjörvallt Suðvesturland og Miðvesturland norður í Dali er að finna í jarðvegi gjóskulag, sem nefnt hefur verið landnámslagið (8. mynd). Það er víðast þunnt, y2—1 sm. Það er ljóst neðantil en dökkt ofantil. Það er kennt við land- námið vegna þess, að það virð- ist hafa fallið á landnámsöld. í Þjórsárdal er það eldra en allar þær bæjarrústir, sem kannaðar hafa verið í dalnum. Það er einnig eldra en fornar bæjarrústir að Hvítárholti og hefi ég i einhverjum ritum tal- ið það frá 850. Þorleifur Einars- son telur það eitthvað yngra en elztu byggð í Skálholti, og sé svo, ætti það að hafa fallið undir lok 9. aldar. Þykktar- dreifing þess bendir til að upp- tök þess séu á Hrafntinnu- hraunasvæðinu og þar hefur Kristján Sæmundsson fundið eldstöðvar, sem hann telur lag- ið hafa komið úr. Nýlegar at- huganir Guðrúnar Larsen, jarðfræðinema, sem vinnur nú með mér að gjóskulagarann- sóknum og einnig sjálfstætt, benda mjög til þess, að mó- brúnt lag (,Mósi‘), sem við höf- um rakið um austurhluta Mýr- dals og norður um Skaftár- tungu, sé raunverulega dökki hluti landnámslagsins. Land- námslagið er sérstaklega gagn- iegt við rannsóknir á elztu fornleifum hérlendis, eins og bezt hefur sýnt sig i sambandi við könnun á elztu mannvist- arleifum i Reykjavik. Það er einnig mikilsvert fyrir könnun á þeim breytingum á gróður- fari, sem verða i sambandi við landnámið. Á Snæfellsnesi er að finna tvö ljós vikurlög, sem rekja má frá Snæfellsjökli austur fyrir Stykkishólm norðan á nesinu, Á sunnanverðu nesinu eru austurmörk hins neðra nálægt Lýsuhóli, en hins efra tals- vert austar. Bæði eru úr Snæ- fellsjökli og skv. geislakols- mælingum er aldur hins yngra í geislakolsárum um 1750 ár, en hins eldra um 4000 ár. Á öræfunum norðaustur af Heklu er að finna ljóst gjósku- lag frá ofanverðri 12. öld. Það er efst i jarðvegi undir Lauga- hrauninu við Landmannalaug- ar og það hraun er því örugg- lega frá sögulegum tima og þar með einnig Námshraun og Ljótipollur. Að lokum skal drepið á nokk- ur dökk gjóskulög, sem öll hafa merka sögu að segja, þótt litið sem ekkert sé um þau i skráð- um heimildum. Ef skoðuð eru jarðvegssnið á Reykjavikur- svæðinu, getur að lita, ofar- lega i jarðvegi, alllangt fyrir ofan landnámslagið, svart lag, sem er yfirleitt þykkasta gjóskulagið í jarðvegssniðun- um. Þetta lag er auðrakið aust- ur yfir Hellisheiði og austur um Suðurlandsundirlendið (8. mynd) og upptök þess eru i Kötlu. Hvergi er neinn stafur i heimildum um það gos, sem myndaði þetta mikla gjósku- lag, en þegar kemur austur i Holt og á Rangárvelli, reynist það vera rétt undir grófu, brúnu vikurlagi, sem er úr Heklugosinu 1510. Hefur svarta lagið því myndazt nálægt 1490, og hafi það verið að sumarlagi, hlýtur það að hafa valdið veru- legu tjóni á Suðurlandsundir- lendinu. Frá 15. öld er og að öllum líkindum annað svart lag, sem vikið skal að. Það er að finna i jarðvegi allt frá Eyjafirði austur og suður um til Hornafjarðar og er yfirleitt langþykkasta lagið frá sögu- legum tíma á þessu svæði, þar sem Öskjuvikursins gætir ekki. Aðeins á suðausturhorni lands- ins er Öræfajökulsgjóskan frá 1362 þykkari. Þetta þykka, svarta lag er skammt ofan við þetta Öræfajökulslag, og þvi yngra en það. Mælingar á fjölda jarðvegssniða, í þvi skyni að ákvarða aldur þessa iags út frá þykknunarhraða jarðvegs, benda eindregið til þess, að það hafi fallið á 15. öld, og útbreiðsla og efnasam- setning benda eindregið til þess, að það sé úr Kverkfjöll- um. Hugsanlegt er, samkvæmt nýlegri könnun Jóns Benja- mínssonar, jarðfræðinema, á kornastærðardreifingu lagsins, að hér sé um gjósku úr tveim- 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.