Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1976, Side 14

Samvinnan - 01.02.1976, Side 14
Tvær sögur eftir Pétur Gunnarsson Teikningar: ÁRNI ELFAR o o m n jinnn nm ölili Jiu' IXJclI UJlU Jii Það var þegar ég ætlaði að verða poppsöngvari og stunda fimmbíó og sýna þarmeð líf- inu það virðingarleysi sem það verðskuldar. Afturámóti gerði ég mér fljótlega grein fyrir að fimmbíó eitt og sér er bara sj álfsfróun. Einusinni eftir að hafa gengið út af fimmsýningu á 7 hetjur, helltist yfir mig svo svört angist, að ég hljóp í næstu sjoppu og át upp úr fullum ópalpakka. Á meðan ég beið eftir strætisvagninum og skýjatjása rifnaði svo skein i bert tunglið, en vísirinn á sjómannaskólaklukkunni hrap- aði um set — greip mig þessi hugmynd: einstaklingurinn er ekki til. Það er af þvi við erum i einstaklingsstellingum án þess að vera einstaklingar, að þessi angist nístir okkur. Hvað er til dæmis klukkuvísirinn burtséð frá úrverkinu, snún- ingi jarðarinnar og strætis- vagnakerfinu? Mörgum árum seinna var ég farinn að vinna í pakkhúsi og beið eftir strætó yst útá Sel- tjarnarnesi, hafandi fengið fri í vinnunni til að fara til tann- læknis. Hefði ég vitað þá að ég ætti i vændum klukku- stundar bið, hefði ég frosið umsvifalaust í hel, en af því ég trúði að vagninn væri væntanlegur innan þriggja mínútna, tórði ég. Á íslandi getur orðið svo kalt að mað- ur verður að gleyma umhverf- inu, slá striki yfir það. Fyrir bragðið verður til tómarúm milli okkar og umhverfisins sem fyllist af allrahanda hér- villu og andatrú. Þarsem veð- ur eru skikkanlegri er fólkið í umhverfi sínu einsog hanska, jarðsambandið svo gott að framliðið kemur það ekki einu- sinni fram á miðilsfundum. Nú liðu þrjármínúturnar í kippum útí bláinn og ég var hættur að finna fyrir mér nema efst í hvirflinum. Nokk- ur útigangshross ultu framhjá einsog drullugir snjóboltar hnoðaðir samanvið strá. Ef til vill hefði mín saga endað þarna, hefði ekki birst stúlka sem kom labbandi í stefnu á strætisvagnaskýlið og hún var eitthvað svo strúttandi að nokkrar alþekktar hugsanir flögruðu að mér. Sannaðist ef- tilvill það sem margir hrakn- ingsmenn hafa sagt: að þegar þeir voru búnir að fara með bænirnar sem þeir kunnu tvisv- ar, datt þeim jafnan í hug klámvísa. En auðvitað bjarg- aði stúlkan mér ekki bara sem slik, heldur var hughreysting að vita aðra manneskju trúa þvi að hér væri stoppustöð og strætisvagnar væru raunveru- legir. Gatan framanvið skýlið var ósköp sakleysisleg en einmitt þennan spotta höfðu strætis- vagnarnir þjappað í glerhált svell og lá yfir þunn snjóblæja. Þegar nú stúlkan kemur á þennan kafla var einsog hún gæfi sig á vald hamslausum ballett: óteljandi útlimir skáru loftið líktog beittir hnífar án þess samt að hún missti jafn- vægið alveg. Þegar hún hafði fundið aftur hversdagslegri hreyfingar, roðnuðum við bæði, því óneitanlega hafði ég orðið áhorfandi að meiru en ég átti aðgang að, samkvæmt ríkjandi lögmálum. Eða hvað skyldi piltur þurfa að fara oft í leik- hús með stúlku og gefa henni rós á afmælinu, áðuren hún sleppir svo fullkomlega fram- af sér beislinu. Nú stóðum við þarna tvö og biðum eftir vagn- inum í mínus 10 stiga þögn. Miðaldra hjón komu labbandi niður götuna hönd i hönd — mikið sem æfikvöldið getur verið fallegt þegar fólk er þrátt fyrir allt ekki búið að fá við- bjóð hvort á öðru, getur að minnsta kosti stutt hvort ann- að í hálku. Alltíeinu rann upp fyrir mér að þau myndu líka lenda í glerkaflanum fyrir framan skýlið, ég opnaði munninn en ópið fraus í kok- inu, maður er helfrosinn í ein- hverri einstaklingsrullu, þorir ekki að opna munninn nema eftir opinberum samskiptaleið- um, það er einsog peningaöflin einoki ekki bara útvarps- og sjónvarpsbylgjurnar heldur einnig venjulegar samskipta- bylgjur, sem þegar öllu er á botninn hvolft, gætu borið ó- trúlegustu skilaboð á milli okk- ar. Fyrir bragðið dönsuðu hjón- in svelldansinn og ég braust ekki útúr einangruninni nema til að sækja hattinn mannsins. Þau voru svo sjokkeruð að þau sneru við aftur heim. Afsakið frögen, en ætti ekki vagninn að vera kominn fyrir löngu? Ég skil ekkert i þessu, sagði hún, það hlýtur að hafa fallið úr ferð. Hálftima seinna labbaði framhjá maður sem var í meiralagi málgefinn, því hann spurði okkur hvort við værum að bíða eftir vagninum, hann hefði nefnilega ekki gengið hingað útá tánna í allan dag, en sneri við hjá Mýrarhúsa- skóla. Við létum auðvitað þetta sem vind um eyrun þjóta og héldum áfram að trúa á stræt- isvagnakerfið einsog það er. Samt viðurkenni ég að þessi skilaboð smugu inní mig og grófu undan viðnámi mínu og ég var kominn á fremsta hlunn með að labba útað Mýrarhúsa- 10 J

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.