Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1976, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.02.1976, Blaðsíða 15
skóla þegar stúlkan lagði af stað og stefndi beint á svolitil öræfi sem verða þarna á nes- inu. Nú gat ég ekki verið þekkt- ur fyrir að labba strax í hum- átt á eftir henni, það væri ein- um of gróft, ég ætlaði að bíða Þangaðtil hún væri komin í hvarf. Þá rann uppfyrir mér að i rauninni vissi ég ekki hvar Mýrarhúsaskóli er, þvi þó svo aetti að heita að ég færi þessa leið i og úr vinnu í strætis- vagni, var þetta í fyrsta skipti sem ég leit þennan part heims- ins i dagsljósi. Stúlkan gat ver- iS að labba heimtilsín bess- vegna, ég myndi missa af tannlækninum og ekki fá aft- ur tíma fyrren i lok sjöunda áratugsins og þá til að láta smíða i mig gerfitennur. í næstu andrá var ég kominn á eftir stúlkunni og þegar ég hafði hlaupið hana uppi, spurði ég hvert hún væri að fara. Hún leit á mig undrandi: Á stoppustöðina. Ég líka, svar- aði ég og byrjaði að labba við hliðina á henni og fattaði ekki fyrren nokkrum skrefum of seint hvað það var pínlegt. Hún stefndi beint á hrjóst- ugt holtið. Öðruhverju hröpuð- um við oní yfirfenntar lautir og gjótur, aðallega hún, enda ekki nokkur hemja hvernig hún var klædd, ég var þó á stígvélum. Fyrren varði var ég byrjaður að styðja hana, þótt ég þekkti hana ekki neitt, en uppá holtinu var hún orðin svo móð að hún settist og bað mig að halda áfram, hún ætlaði að blása mæðinni. Nokkrir smið- ir voru i pásu í hálfkláruðu húsi og horfðu á okkur útum stofuglugga. í stólnum hjá tannlækninum greip mig einsog venjulega þessi tilfinning sem á íslensku hefur verið nefnd hönskun, á útlensku manípúlasjón: fyrst er stungið uppi mann, svo er maður plokkaður. Þegar sárs- aukinn bætist við, byrjar Hel- víti að fölna. Hvernig hefði ég afborið það, hefði ekki upp- hafist konurödd í næsta her- bergi og sagt tannsmiðnum eftirfarandi sögu: Hún hafði legið nokkra daga á sjúkrahúsi. Á sama gangi og hún lá maður sem fyrrmeir hafði komist til mannvirðinga í þjóðfélaginu, mér heyrðist hún segja skattstjóri frekar en skömmtunarnefndarmaður. Nema hvað eitt kvöld þegar allir eru sofnaðir, gengur hann í allar stofurnar, tekur fölsku tennurnar af náttborðunum, setur í bala og hrærir í. Dag- inn eftir varð auðvitað uppi fótur og fit og allan morgun- inn verið að máta tennur. Nema þegar allir eru búnir að troða uppí sig, kemur í ljós að tennurnar ganga ekki upp, eitt stell situr eftir í balanum. Auð- vitað var ekki um annað rætt i setustofunni og ótrúlegustu skýringar héldu áfram að visna andspænis stellinu sem glotti framani fólk, áþreifanlegra en steypubill. Um það bil sem biskupsskrifstofan var byrjuð að útbúa skýrslu til austur- ríkismannsins sem heldur skrá yfir Pottþétt Dularfull Fyrir- bæri, upplýsti einhver jarð- hlekkjaður sjúkraliði að á sama sjúkrahúsi, sömu nótt, hefði andast maður sem nú var grafinn, tannlaus. Til að forða hneyksli lét sjúkrahúsið miðil flytja tennurnar yfirum til hins látna, hvað hann gerði á reikning skömmtunarnefndar- mannsins, eða hvað hann nú var. Nú var í rauninni kominn happí endi og konan hætti að segja frá, en sársaukinn nísti aftur mig. Upphefst þá konan öðru sinni og segir dramatískt: En nú er komið í ljós, að það var eftir alltsaman ég sem hafði fengið hans tennur, ég mátaði þær aldrei afþví það var verið að taka úr mér háls- kirtlana. Ég er búin að grát- biðja miðilinn að útvega mér mínar tennur aftur, en hann fullyrðir að þær séu komnar yfirum til hins framliðna sem neiti að skila þeim. Þegar ég var aftur staddur útí bylnum, taldist mér til að tannlæknirinn ynni sér á hálf- tima tvöfalt dagkaupið mitt. Þannig að ef við byrjuðum báðir að vinna kl. 9, gæti hann stimplað sig út kl. 9.15, en ég er laus kl. 19. í þessum svifum bar að tvo unga menn sem smelltu af mér mynd og spurðu hvort ég ætlaði að baka smá- kökur fyrir jólin. 4 o 71 1\V7 W T - UU uu yy L — Mamma hvar er Snorri Sturluson? spurði lítill drengur biömmu sina. Hann var rauð- hærður og fimmára en *amma hans anskoti eitthvað glaðbeitt i sjálflýsandi græn- uni buxum með risastór gler- augu sem gerðu hana ekki ó- svipaða flugu, skoðaðri gegn- um smásjá. Hún hélt áfram að Sanga og drengurinn að hlaupa kringum hana með Þessa spurningu: Mamma hvar er þessi Snorri Sturluson? Ha? Ha? harna! sagði mamma hans, Þreif i öxlina á honum og benti a uiyndastyttuna sem stendur a hlaðinu: harna er hann. Þetta er hann. Hann er þetta. Já var hann svona assgoti uiyndarlegur kallinn, sagði uiiðaldra kona með hönd und- lr kinn. Hjá lauginni voru nokkrir uristar, greinilega íslenskir: Þeir voru að henda peningum 1 Mugina. Sv° á maður að óska sér, sagði konan við manninn sinn. Já, mér er sem ég sjái að ein- hver óski sér fyrir fimmkall, svaraði maðurinn, fór i vasana og fleygði einhverju kraðaki af smápeningum i laugina. Hvers hann óskaði sér veit enginn, en konan hans kollsteyptist alltieinu á sléttu túninu. Afhverju ekki að gera vax- steypu af Snorra Sturlusyni og setja hana í laugina, til að gera okkur þetta tilkvæmara. Eða kannski lifandi mann, helst peningamann eða söngv- ara, tildæmis Laxness eða Guðmund Jónsson og þá til að sitja oni lauginni og vera Snorri fyrir okkur sem stönd- um á bakkanum. Þeir gætu gefið upplýsingar um hitastig- ið i lauginni og siðast en ekki síst fleygt i okkur peningunum aftur. Konan og sonur hennar si- spyrjandi skunduðu uppað kirkjunni og þarna kom dótt- ir hennar flögrandi, ábyggilega tíu ára. Hvar í andskotanum varstu! æpti mamma hennar. Útí skóg að míga! æpti stúlkan á móti. Konan tók i snerilinn og það ótrúlega gerðist: kirkjan opn- aðist. Kaþólikkar hafa sinar kirkjur opnar allan sólarhring- inn en hjá okkur er Guð bara við á skrifstofutimum. Konan signdi sig, eða var kusk milli brjóstanna? sló á hendi sonar sins sem var að bora uppi nefið. Hver á heima hérna? spurði hann stundarhátt og itrekaði í moderato eftir að mamma hans hafði hastað á hann: hver á heima hérna? Guð, hvæsti mamma hans, skimaði einusinni um borð og bekki en tók síðan á rás með afkvæmi sin út. Mamma hver er þessi Snorri Sturluson? spurði dóttir henn- ar þegar þau löbbuðu niður stíginn og hélt spurningunni til streitu þráttfyrir slæm mót- tökuskilyrði móður sinnar, sem stirnaði upp i miðri karamellu, sennilega dottin úr fylling. Hann er myndastytta, svar- aði drengurinn í tóni móður sinnar. 4 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.