Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1976, Page 16

Samvinnan - 01.02.1976, Page 16
Fyrr á tímum var al- gengt að flokka skapgerð manna út frá líkamsvessum. Menn tðluðu um hinn blóðríka bjartsýnis- mann, hinn gallríka skapofsamann, hinn miltissjúka þung- lyndismann og hinn sljóa rólyndis- mann ... Skapgerö, greind, þekking og nám Nýlega kom út hjá Almenna bókafélaprinu bókin Nú- tímastjórnun eftir Peter Gorpe, og er hún gefin út að frumkvæði Stjórnunarfélags íslands. Þýðingu önnuðust Hörður Sigurgrestsson, Júlíus Sæberg Ól- afsson, Sigurður Haraldsson, Sigurður Helgason og Þórir Einarsson, sem jafnframt samræmdi handritið og vann að frágangi þess. í bókinni leggur höfundur áherzlu á að lýsa starfsemi skipulagsheilda, þ. e. fyrirtækja og stofnana, og dregur fram sameiginleg cinkcnni stjórnunar og þá þætti, sem stjórnendur þurfa að kunna skil á. Samvinnan vill kynna þessa gagnlegu bók með því að tirta úr hcnni örstuttan kafla. Sá sem hefur störf hjá fyrir- tæki (skipulagsheild) flytur ekki einungis með sér þá þekk- ingu og hæfni, sem hann hef- ur tileinkað sér. Hver maður hefur til að bera sérstaka skapgerð og gildismat auk sundurleitra skapgerðarein- kenna og viðhorfa. Allt þetta mótar atferli hans innan skipulagsheildarinnar. Sum hugtök hafa svo marg- slungna merkingu, að erfitt er að skilgreina þau með fáum orðum. Þetta á við um hugtök- in persónuleiki — og skapgerð, en þau má leggja að jöfnu. Persónuleika manna er al- mennt lýst með ýmsum lýs- ingarorðum eins og góður, dug- legur og bjartsýnn. Segja má, að hverju þessara orða sé ætl- að að endurspegla ákveðinn hluta persónuleikans eða skap- gerðarþátt. Flestum lýsingar- orðum er það gefið að eiga sér andstæður: góður — vondur, duglegur — latur, bjarsýnn — bölsýnn og það fer ekki hjá því, að okkur hætti til að flokka fólk í samræmi við þetta í tvo andstæða flokka. Þegar sálfræðingar fjalla um skapgerðarþætti eru vinnu- brögð þeirra á þann veg, að þeir stilla að visu upp andstæð- um, en á eins konar mæli- kvarða eða vídd, svo að notað sé algengt sérfræðihugtak. Staðsetja má síðar eðli skap- gerðarþáttar ákveðins einstakl- ings á mælikvarðann eða vídd- ina. Vert er að leggja á það áherslu, að mun óalengara er að skapgerð manna sé fundinn staður á endapunktum mæli- kvarðans en um miðju hans. Hvernig er gerlegt að afla sér þekkingar og skilnings á skapgerðarþáttum ákveðins einstaklings? Algengast er að skoða hvernig viðkomandi hegðar sér við ólikustu aðstæð- ur, hvaða tilfinningar hann lætur í Ijósi hverju sinni. Á grundvelli þessarar skoðunar gerum við okkur grein fyrir ákveðnum eiginleikum i fari hans — skapgerðarþáttum — sem liggja að baki og skýra viðbrögð hans og tilfinningar. Þegar við teljum okkur hafa vissu um skapgerðarþætti á- kveðins einstaklings, höfum við einnig hugmynd um hvernig viðkomandi mun hegða sér i framtíðinni. Álitið er, að skapgerðarþættirnir séu tiltölulega stöðugir og breytist ekki með timanum. „Hann er svo duglegur, að óhætt er að treysta því að hann taki þetta verkefni að sér". Það sem við köllum skap- gerðarþætti, er nokkuð, sem við „höldum“ að sé til og geti útskýrt atferli viðkomandi ein- staklings. Skapgerðarþættir til- heyra ekki heimi skynfæranna og verða þvi ekki skynjaðir með augum eða höndum. Hvers vegna leitast menn við að kanna og flokka einstakl- inga á þennan hátt? ímyndið ykkur, að þið kynnist manni án þess að þið vitið fyrirfram hvernig viðbrögðum eða atferli hans sé háttað: Göngum síðan út frá, að hann virðist eina stundina glaðlyndur og aðra þunglyndur, eða eina stundina duglegur og aðra latur. Þið munið ósjálfrátt leita skýring- ar eða samhengis i hegðun hans. Þið komist hugsanlega að þeirri niðurstöðu, að ill- mögulegt sé að segja fyrir um atferli hans, eða hann hafi óstöðuga skapgerð (labil). Þá hafið þið a. m. k. eitthvað til þess að byggja á — þið hafið fengið skýringu. Það er mann- legt að forðast óvissuna. Við reynum að vera fær um að segja fyrir um flest eða vera við þvi búin, sem verða kann. Segja má, að þessi viðleitni sé nátengd áhuga mannsins á þvi að kunna skil á orsök og afleiðingu flestra hluta. Við leitum sifellt skýringar á þvi, sem við sjáum. Án þeirrar við- leitni væri maðurinn án efa enn við upphaf sinnar löngu þróunarbrautar. Maðurinn hefur því ekki að ófyrirsynju frá örófi alda leit- ast við að skilja og skýra mannlega skapgerð. Nefnt var áður, að ómögulegt væri að festa hendur á skapgerð manna. Fyrr á tímum var hald manna annað. Þá var algengt að flokka skapgerð manna út frá likamsvessum. Menn töl- uðu um hinn blóðríka bjart- sýnismann, hinn gallríka skap- ofsamann, hinn miltissjúka þunglyndismann og hinn sljóa rólyndismann. Talsvert langt fram á nitjándu öld var fjöldi manna, sem viða þóttust sjá 12

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.