Samvinnan - 01.02.1976, Qupperneq 19
uðu. Handiðn og landbúnaðar-
störf drógust saman og meira
eða minna sjálfvirk iðnaðar-
framleiðsla kom i staðinn.
Samtímis var krafizt meiri
þekkingar af tiltölulega fá-
mennum hópi — stjórnendum
og tæknimönnum. Með aukinni
tækni og vélakosti hafa kröfur
til þekkingar farið vaxandi og
leitað i fleiri farvegi. í mörg-
um öðrum atvinnugreinum —
verzlun, þjónustu, og jafnvel
landbúnaði — eru gerðar vax-
andi kröfur til þekkingar hins
starfandi fólks. Þannig hefur
hin hraða útbreiðsla sjálfvirkr-
ar gagnavinnslu leitt til þess
að starfsfólk á öllum stigum
hefur orðið að afla sér nýrrar
þekkingar og leikni.
Þegar einhver hefur aukið
við þekkingu sina eða leikni
hefur nám farið fram. Nám
er ákveðið ferli, sem við getum
ekki fylgt með berum augum
og verðum ekki vör við nema
sem breytingu á atferli t. d.
með fjölda réttra svara við
þekkingarprófi. Grundvallar-
forsenda námsins er, að sá er
nemur, geti fylgzt með breyt-
ingunni á atferli sínu. Sál-
fræðingar segja ósjaldan að
nemandinn verði að fá svörun.
Oft er einnig slett enska orð-
inu „feed-back“ (endurgjöf) í
þessu tilviki. Heyrnarlaus mað-
ur fær ekki svörun (feed back),
þegar hann myndar ákveðin
hljóð. Hann megnar ekki að
leiðrétta atferli sitt og því get-
ur hann ekki talað.
Með æfingu eða þjálfun er
yfirleitt átt við þá námsað-
ferð, sem felst í þvi að endur-
taka ákveðna athöfn til þess
að öðlast leikni (æfingin skap-
ar meistarann).
Námsfræðingar hafa gert til-
raunir með ólíkar námsaðferð-
ir og komizt að eftirfarandi
niðurstöðum:
★ Endurteknar smáæfingar
með hléum á milli gefa betri
arangur á tímaeiningum en
stöðug æfing á lengra timabili.
★ Þvi fyrr, sem nemandinn
fær upplýsingar um árangur
sinn i prófi (feed-back), því
betur festist hið lærða í minni.
Hið versta er að fá aldrei upp-
lýsingar um árangur.
★ Það er heppilegt að skipta
löngu verki, sem læra skal, á
skemmri tímabil, en þó ekki
svo stuttu, að þau myndi ekki
eðlilega einingu.
★ Þegar læra skal ákveðna
leikni er heppilegast að læra
af eigin reynslu. Þetta hefur
þó ekki i för með sér, að óeðli-
fegt sé að fá munnleg fyrir-
mæli fyrst eða sýnikennslu.
ir Leikni eykst ekki jöfnum
skrefum með æfingunni. Það
virðast myndast eins konar
námsþrep, þegar framfarirnar
standa i stað eða aukast hægt.
Þegar numið er enn um skeið
er eins og þekking nemandans
færist skyndilega skör hærra.
★ Sumt fólk á auðveldara
með að muna það sem það
heyrir (heyrnarminni), aðrir
það sem þeir sjá (sjónminni)
og enn aðrir það sem þeir end-
urtaka (vélrænt minni). Allir
menn hafa einhvers konar
blöndu þessara eiginleika. Því
er það, að nám gengur betur
sé lögð áherzla á alla þættina
meira eða minna samtimis s. s.
með fyrirléstrum, heimalestri
og umræðum.
★ Rætt er um að nám geti
beinzt að lausn vandamála,
sérstaklega þegar námið krefst
skilnings (i stað fræðslu).
★ í mörgum tilvikum at-
vinnulífsins og reyndar einka-
lífsins einnig, er erfitt að nota
þekkingu sina fyrirhafnarlaust.
Óljóst kann að vera hvar
vandamálið leynist eða hvernig
verði bezt á það ráðizt. Ljóst er
það eitt, að hlutirnir eru ekki
eins og þeir eiga að vera. Til
þess að búa menn betur undir
slíkar aðstæður, er ósjaldan
beitt dæmum úr raunveruleik-
anum.
Enda þótt samfélagið sjái
fyrir fjölbreyttri menntun á
síðari árum og áratugum, hafa
vaxandi kröfur til þekkingar
starfsfólks leitt til þess að
fjöldi fyrirtækja gengst fyrir
umfangsmikilli menntun inn-
an eigin veggja. Markmiðið
með menntunarstarfsemi inn-
an fyrirtækjanna (skipulags-
heildanna) er í fyrsta lagi að
skapa leikni t. d. til þess að
nota vélar fyrirtækisins. En
mörg stórfyrirtæki hafa einnig
menntunarstarfsemi, sem mið-
ar fremur að aukinni þekkingu
t. d. til þess að auðvelda mönn-
um aukinn frama. Nefna má
í þessu sambandi annars konar
menntunarstarfsemi t. d. nám-
skeið í rekstrarhagfræðum,
sem miða að því að auka al-
mennan áhuga á rekstrar-
fræðum og áhuga starfsfólks á
stjórnun. Með slíkri fræðslu-
starfsemi gera atvinnurekend-
ur sér vonir um að vinnan
verði starfsmönnum áhuga-
verðari, þegar hún verður séð
í samhengi og frá sjónarhóli
starfsfólks er unnt að leggja
meiri áherzlu á kröfu um að
fá upplýsingar um og aukin
áhrif á rekstur fyrirtækis-
ins. +
í Möðrudal
„Margt hefur gerst í Möðrudal"
milli blárra fjalla.
Þar ég gisti háran hal
og hestamanninn snjalla.
Kostuleg er kirkja hans
með klukku fögru spili,
tónlist þessa merka manns
og málverk uppá þili.
Ef kjósa ættu höldar hal
sem hæfði tignu landi
myndi Jón í Möðrudal
mikill frambjóðandi.
Sá hefur aldrei lotið lýð
sem lítilþægur biður,
en fákum reið hann fljótin stríð
þó freyddi upp á siður.
Hann er niðji fjallafróns
hvar fuglar veiða grimmir,
og máni og stjarna munu Jóns
minnast þegar dimmir.