Samvinnan - 01.02.1976, Side 20
Svipir samtíðarmanna
Margir Bandaríkjamenn telja
að Bandaríkin gætu ekki fagn-
að 200 ára afmæli sínu í ár
með heillavænlegri hætti en
að tilnefna og kjósa neytenda-
lögmanninn Ralph Nader for-
seta rikjanna. En sjálfur telur
hann það skipta meiru, hver
sé forseti bilaframleiðslufyrir-
tækisins General Motors en
hver sitji á forsetastóli i Hvíta
húsinu. Þess vegna hefur hann
enn sem komið er neitað þess-
ari uppástungu. Hann kýs
heldur að flytja mál neytenda
við yfirvöld og dómstóla. Ef sá
dagur rynni upp, að við völdum
tæki ríkisstjórn, sem ætti hags-
muni neytenda að sameigin-
legu baráttumáli, snerist hon-
um kannski hugur svo hann
þæði forsetastólinn. Þá væri
tryggður sá mannlegi þáttur,
sem hann leitar bæði í banda-
rískum stjórnmálum og dag-
legu lífi. Og um leið hefði hann
náð því takmarki, sem hann
hefur unnið að undanfarinn
áratug og rúmlega það.
Upphafið má rekja til bókar
hans Unsafe At Any Speed —
Óöryggi á öllum hraðastigum
— sem kom út árið 1964, en
þar benti hann á ýmsa galla
á bifreiðum General Motors.
Bók þessi fjallaði ekki einvörð-
ungu um gallaðar bifreiðar,
heldur var hún óvægin gagn-
rýni á alla bandaríska stóriðju-
hölda, sem hafa nægileg völd
til þess að stjórna háskólum og
bönkum, og hafa auk þess
áhrif á stjórnina, og hann tel-
ur framleiðslu þeirra lélega,
enda miðist hún einungis við
arð en ekki hagsmuni neyt-
enda.
General Motors svaraði með
þvi að senda á hann einka-
leynilögreglumenn i von um að
finna á honum höggstað. Reynt
var að egna fyrir hann með
skækjum og fíknilyfjum, menn
á snærum bílaframleiðend-
anna reyndu að fá hann til að
drekka sig fullan, og hringdu
til hans, án þess að láta nafn
síns getið. En þeir höfðu ekki
búizt við því, að músin sýndi
kettinum klærnar. Ralph Nad-
er höfðaði mál á hendur fyrir-
tækinu fyrir rógburð og trufl-
un á einkalífi. Hann vann mál-
ið og fékk sem svarar mörgum
milljónum króna í miskabæt-
ur.
Bakgrunnurinn
Ralph Nader er sonur Líban-
onsmanns, sem fluttist til
Bandaríkjanna og settist að i
Connecticut, og rannsókn sína
á bilum framkvæmdi hann án
aðstoðar annarra en tveggja
systra sinna. Hann lauk lög-
fræðiprófi frá Harvardháskóla
i Boston, en hann stóð sjálfur
straum af námskostnaði sin-
um með því að reka keiluspila-
stofu og starfa á bókasafni.
Meðan hann stundaði lög-
fræðinámið, og eins áður en
hann hóf það, ferðaðist hann
um Afríku, Miðausturlönd,
Evrópu og Suður-Ameriku.
Bókin varð metsölubók og
fyrir hana varð hann frægur
um öll Bandaríkin. Fyrst sem
einfari, baráttumaður fyrir
hagsmunum neytenda í Banda-
rikjunum, músin, sem þorði að
hengja bjölluna á köttinn, og
vekja með þvi einu svo mikla
athygli, að kettirnir neyddust
til að taka hana alvarlega. Sið-
ar, þegar fólk sem var hlynnt
málstað hans lagði bæði fé og
aðra aðstoð, varð hann að
stofnun. Árið 1969 var skrif-
stofa hans i Washington opn-
uð — Center for Study of
Responsible Law — Miðstöð
rannsókna á ábyrgðarlögum.
Nú starfa þar milli þrjú og
fjögur hundruð manns, en af
þeim fá aðeins í kringum
fimmtiu laun, sem þar á ofan
eru svo lág, að þau rétt
hrökkva til framfærslu, og er
þó vinnutíminn sem næst 75
stundir á viku, en við það bæt-
ist, að Nader getur átt það til
að hringja til starfsmanna
sinna um miðja nótt af ein-
hverjum flugvelli, hafi hann
allt i einu fengið hugmynd,
sem hann vill hrinda í fram-
kvæmd. Flestir starfsmennirn-
ir hætta að vinna á skrifstof-
unni eftir eins árs starf þar,
en margir þeirra fá á eftir
þýðingarmikil embætti í ráðu-
neytum, eða á viðlika stöðum,
og með því eykur Nader stöð-
ugt sambönd sín. Launalausu
starfsmennirnir eru sjálfboða-
liðar, sem Nader velur úr beztu
háskólunum, því að mjög
margir eru áfjáðir í að vinna
málefninu lið. Nader hefur
þetta skipulag á starfseminni,
því að hann telur það afar
mikilvægt, að enginn gegni
störfum svo lengi, að hætta sé
á að hann vinni starfið af vana
og skrifræði komist á, en það
er einmitt ein þeirra veilna,
sem Nader og menn hans ráð-
ast gegn.
Maðurinn
Sjálfur er hann nægjusam-
ur. Hann er grænmetisæta og
neitar sér um margt. Hann
hefur ekki stofnað fjölskyldu,
býr í ódýru leiguhúsnæði og
vinnur hundrað stundir á viku
að hugðarefni sínu, en ein-
staklingar leggja fram fé til
starfsins. Hann hefur ekki átt
eða ekið bifreið í meira en
tuttugu ár, og hann fer ekki
ótilneyddur til New York,
vegna mengunarinnar í borg-
inni.
Síðasta verk hans sem vakti
alheimsathygli, var nákvæm
skilgreining á Bandaríkjaþingi,
sem hann lauk við í upphafi
þessa áratugs. Rúmlega þúsund
sjálfboðaliðar unnu i átján
mánuði að rannsóknum á
þinginu, og niöurstöður rann-
sóknarinnar voru birtar í mörg
þúsund síðna skýrslu þess
efnis, að sérhagsmunir iðnað-
arins réðu gerðum þingsins,
sem væri ekki annað en „yfir-
borðsleg samkunda sléttstrok-
inna drengja, sem að nafninu
til settu landinu lög, en létu í
rauninni Hvíta húsið stjórna,
og gegndu ekki lengur hlut-
verki sínu sem hluti hins þrí-
eina stjórnarfars löggjafar-
valds, dómsvalds og fram-
kvæmdavalds.“
Honum stendur ekki minnsti
stuggur af yfirvöldum. Á und-
anförnum árum hefur hann og
aðstoðarmenn hans ráðizt
miskunnarlaust á næstum alla
þætti framleiðslugreina. Hann
hefur ákært næstum alla bila-
framleiðendur fyrir einhvers
konar misferli, i auglýsingum,
í sjálfri framleiðslunni, og í
viðgerðum. Hann hefur sagt,
að bankar og sparisjóðir stundi
spákaupmennsku og ættu að
vera í ríkiseign. Hann hefur
samið verðskrá og meðferðar-
lista yfir tannlækna og lækna
á vissum svæðum til þess að
neytendur geti fundið þann
bezta og ódýrasta. Hann vann
mál gegn flugfélagi, sem rak
„yfirbókunar“-pólitík, hann
tekur þátt i umræðum um
orkumál og fíkniefnalöggjöf.
Hann hefur bent á gífurlegan
hagnað tryggingafélaga, á
veikleika greindarprófa, í
hverju öryggis er vant i eldhús-
um og baðherbergjum, og eld-
vörnum í háhýsum. Hann hef-
ur sannað skort á eftirliti með
lyfjasölu og lyfseðlaútgáfu,
sömuleiðis hvað sé ábótavant í
meðferð kjöts og alifugla í
matvöruverzlunum. Hann
krefst eftirlits með röntgen-
tækjum og litsjónvarpstækjum,
hann krefst þess, að bann sé
lagt við sölu á vissum tegund-
um matvæla. Nýlega hefur
hann sakað Ford forseta um
að hafa haldið leyndri skýrslu,
sem staðfestir, að enginn bíll
framleiddur í Bandarikjunum
standist kröfur um varnir gegn
mengun af útblæstri. Hann
segir blátt áfram, að forsetinn
Málsvari
neytenda
16