Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1976, Page 23

Samvinnan - 01.02.1976, Page 23
Tæplega fimmtugur kvæntist Knut Hamsun leikkonunni Marie Hamsun, sem var tuttugu árum yngri en hann. Þau bjuggu saman í farsælu hjónabandi til æviloka. Ein skemmtilegasta myndin sem til er af Hamsun. Hann er að spóka sig í blíðviðri á Karl Johan sumarið 1936. Þessi mynd af Knut Hamsun er tekin árið 1929. Hann er þá orð- inn sjötugur, en er enn í fullu fjöri. Hann hélt starfskröftum sinum furðu lengi; skrifaði síðustu bók sina „Grónar götur“ á tíræðisaldri. okkur öllum með handabandi og bauð hvern og einn velkom- inn. Ég hélt fyrst, að þetta væri meðhjálparinn, en það mun hafa verið grafarinn, sem gerður var út af örkinni i þessu tilefni, þvi að innan við dyrn- ar stóð meðhjálparinn og end- urtók kveðjuna með þeim eina mun, að hann bauð hvern fyrir sig hjartanlega velkominn. Og þegar við svo gengum úr skrúð- húsinu inn i sjálfa kirkjuna, kom hringjarinn hlaupandi, opnaði dyrnar fyrir okkur og heilsaði okkur öllum með handabandi og sama formála, að breyttu einu orði: innilega velkomin! Og þó var ekki allt þar með búið. Inni í kórnum stóð að- stoðarpresturinn og virtist ekki kvíða því, að taka þennan beiska kaleik frá embættis- bróður sínum. Hann brosti út að eyrum, breiddi út armanna oins og hann ætlaði að faðma allan hópinn og sagði: „Verið velkomin í guðs hús, stórir og smáir." Og það var engin upp- Serð hjá honum. Við þurftum sannarlega ekki a® kvarta undan viðtökunum, °g þar með hófst helgiathöfn- in. Veizlan um kvöldið var hald- in í tvöföldum tilgangi. Við Voru að vígja nýja húsið okk- ar- Þegar tvíburarnir fæddust, var gamla húsið orðið allt of þröngt fyrir okkur, og ég fór á stúfana í leit að öðru stærra. Mörgu var úr að velja, ég valdi mér einbýlishús í Slemdal, þar sem ég bjó siðan i mörg ár. Þessu vali réð ekki hvað sízt nafnið á húsinu. Það hét Siri- lund. Það var ævintýralegt að eiga hús með sama nafni og þorpið fræga í sögu Hamsuns. í Sirilund bjó hinn voldugi Mack, þar ólst Edvarda upp, og þar var lautinant Glahn. Þetta sögulega nafn varð að nokkru leyti uppistaðan í vel- komandaminni minu um kvöldið. Ég óskaði þess, að gestum okkar liði eins vel hér á Sirilund okkar og gestum Macks á Sirilund í sögu Ham- suns. Eitt var það þó, sem ég gat ekki boðið upp á. En það var dúnsæng í baðkerinu, sem Mack hafði sér til ágætis. Allir bjuggust við, að Ham- sun, sem var elztur skirnar- vottanna, myndi svara ræðu minni. En það beið og lét sig. Og þegar hann gerði sig ekki líklegan til þess, töluðu hinir skírnarvottarnir hver á fætur öðrum. Það var ekki fyrr en komið var að því að standa upp frá borðum, að Hamsun rankaði við sér og stóð upp. Hann setti á sig nefgleraugun, tók örlítið nafnspjald úr vasa sínum, þar sem hann hafði krotað eitthvað. En hann tók strax af sér gleraugun aftur og stakk nafnspjaldinu í vasann. Svo hélt hann stutta en fallega ræðu fyrir minni guðssonar síns. „Pétur, það er fallegt nafn,“ sagði hann. „Það hefði ég sjálfur viljað heita, en ég hét bara Pedersen.“ Svo talaði hann um unga fólkið, sem ekki vildi framar yrkja jörðina. „Ég þekkti einu sinni dreng,“ sagði hann. „Faðir hans vildi gera hann að bónda, en móðirin vildi, að hann yrði stúdent. Samkomulag náðist að lokum: Hann varð stúdent.” Að síðustu skálaði Hamsun fyrir Sirilund. Honum þótti nafnið gott. Við höfðum gert ráð fyrir, að samkvæmið stæði eitthvað fram eftir nóttu, enda fór það svo. Hamsun var hrókur alls fagnaðar og naut sín vel i hópi fagurra kvenna. Þegar gestun- um var boðið inn í borðstofu til náttverðar, þar sem smurt brauð var á borðum og öl og snaps, þótti Hamsun fyrir þvi að vera truflaður. Hann kom samt með okkur. Þarna voru sömu siðir viðhafðir og venju- lega. Fyrst var sungið „Helan gár“, „Suparedag” og fleiri drykkjuvísur. Síðan tóku við einsöngvarar. Halvdan Christ- ensen söng vísur eftir Drach- mann. Hoel söng uppáhalds- lag sitt „Krúsemúsedús, báts- mannshús." Og ég lét tilleiðast að syngja „Á hlaðinu stendur fákurinn frár.“ Yfirleitt var þessi skírnarveizla búin að fá á sig helzt til veraldlegan blæ. Ég var feginn, að sóknarprest- urinn var ekki með í hópnum. Allir sungu, hver með sínu nefi, nema Hamsun. Hann sat steinþegjandi og allþungbúinn á svip. Að lokum stóð hann upp og labbaði út. Þegar við komum síðar inn í skrifstof- una, þar sem sett voru fram glös og drykkir, sat Hamsun þar einsamall í sóffanum og reykti pípu sina. „Þið sunguð svo rnikið," sagði hann. „Og hann Hoel syngur nú ekki sérlega vel að minnsta kosti.“ Glaðværðin komst á aftur, og samkvæmið stóð fram und- ir morgun og endaði með því, að hinn aldni riddari krafðist þess að drekka minni húsfreyj- unnar í kampavíni úr skónum hennar. Hamsun gisti svo hjá okkur. Ég lét hann sofa í mínu rúmi. Þegar hann fór, var hann enn í samkvæmisfötum, en með svarta slaufu, sem hann fékk lánaða hjá mér. Um leið og hann kvaddi, sagði hann. „Hún var ekki mýkri, sængin hans Macks í Sirilund." ♦ 19

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.