Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1976, Síða 24

Samvinnan - 01.02.1976, Síða 24
Benoní hlaut í þessum miklu bágindum sínum að verða guðhræddur eða drykkfelldur. Hér var um að velja líf og dauða. En hann var ekki hneigður til lasta, hann var miðlungsmaður og góður maður. Hann gat líka farið á sjóinn ... D < ITf D 1T" ö jc iil JLlJU • v Benoní átti erfiða daga, hann gerðist magur og fölur, hesta- heilsan hans var biluð. Hann leit niður i allar skúffurnar og hólfin i rósaviðar-saumaborð- inu og sagði: hvað á ég að gera við þetta? Hann nuddaði silfurborðbúnaðinn og nuddaði hljóðfærið og sagði jafnniður- dreginn: hvaða gagn hef ég af þessu? Hann reyndi sjálfur að spila, hann lét vinnukonuna sína koma og styðja á nóturn- ar með allri gát. En úr því varð engin tónlist, og hann sagði: Þei-þei, það getur einhver kom- ið og heyrt til okkar! Hann lá lika vakandi á nótt- unni og hafði ótal margt í kollinum: hvað um það, ég get fengið mér aðra stúlku! Hann leit i huganum yfir all- ar ungu stúlkurnar í sveitinni og taldi sig fullboðlegan hverri þeirra sem var. Það var ekki hætt við því, að Benoni Hart- vigsen yrði hryggbrotinn, haha. Þær vissu sem var, að það var bæði til fyrir grautarvætu og sómasamlegu manúfaktúri, haha. Það hafði hann nú séð í hvert skipti, sem hann var að heiman i ástarhugleiðingum og i jóladansi og við kirkju, að honum hafði ekki verið vísað á bug í ástarmálum. En hérna voru nú stóru stofurnar hans, og þarna spilverkið, og þarna saumaborðið og kassinn með borðsilfrinu i. Og eitt þótti honum mestu varða: það mundi heldur en ekki hlakka í fólki, ef hann færi svo langt niður á við að lenda á stúlku af lágum stigum. Þá mundi sjálfsagt Rósa líka kinka kolli og segja: það hæfir honum! Henni skyldi ekki verða kápan úr þvi klæðinu . . . Benoní hlaut i þessum miklu bágindum sínum að verða guð- hræddur eða drykkfelldur. Hér var um að velja líf og dauða. En hann var ekki hneigður til lasta, hann var miðlungsmaður og góður mað- ur. Hann gat líka farið á sjó- inn. Og það gat verið rétt mátulegt á hana, á Rósu, þessa bölvaða kaldlyndu frauku . . . Þungur á svipinn sagði hann við vinnukonuna: Þú skalt ekkert hugsa um mat í kvöld. Þér eruð þá víst að fara aft- ur i veizlu að Sælundi? Nei. Hm. En ég verð ekki svangur. Það er eitthvað skrýtið! seg- ir stúlkan hissa. Ég get ekki verið svangur sí og æ á öllum tímum, segir Benoni ergilegur. Það er mér engin leið. Jæja. Einhvern tíma er okkur öll- um ætlað að deyja, segir hann síðan. Deyja? Já, þér er líka ætlað að deyja. En það hugsar þú ekki um. Stúlkan játar, að hún hugsi því miður ekki nógu mikið um dauðann, en hún vonaði að verða einhvern tima hvit sem mjöll i blóði lambsins. — Já, það á nú við, þegar á heildina er litið, svarar Benoní. En nú er ég að hugsa um sjáv- arháska og að deyja á sjónum. Jú, henni er það líka ljóst, hún átti mág. — Svo þú skalt ekki vera að hugsa um kvöldmat, segir Benoní. Hann leggur leið sína að Sælundi. Hvaða erindi átti hann þangað? Sjórinn var beint undan stofudyrunum hjá honum, ef það var það, sem hann var að leita að. Hann lit- aðist um, leit á bryggjurnar, Sælundarbæinn, þerrireitina, þar sem skipin lágu, og vissi, að hann átti hlut í öllum þess- um eignum, var meðeigandi Macks. Hann fór heim á bæ- inn og spurði eftir Sveini vakt- ara. Sveinn vaktari var enn á Sæ- lundi. Þegar hann kom frá Lófót á Fúntusi og var búinn að fá kaupið sitt borgað, gat hann ekki fengið af sér að fara þaðan, vegna þess að honum var farið að þykja svo vænt um Ellen stofustúlku. Hann hefði strax getað tekið póstskipið á suðurleið og siglt burt frá henni. En þess i stað gekk hann aftur inn i skrifstofu Macks og stóð frammi fyrir Mack sjálfum með beiðni um að mega vera kyrr. Til hvers get ég notað þig? sagði Mack og hugsaði málið. Til hvers sem vera skal, í alls konar dútl, svaraði Sveinn vaktari og hneigði sig af kunnáttu. Hér þarf sitt hvað að gera á þessu mikla höfuðbóli yðar, bætti hann við, það þarf að ljúka við garðinn, ýmislegt að mála, og kannski þarf að skera og setja rúðu í glugga við og við. Mack féll vel við piltinn, þótti hann glaðlegur og kurteis, og þess vegna hugsaði hann sig um. Svo eru nú þessi gamal- menni, hélt Sveinn vaktari á- fram, þeir eru sama sem dauð- ir, ekki geta þeir séð um eldi- viðinn. Mons er kominn í rúm- ið, i þrjár vikur hefur hann ekki gert annað en liggja og éta, heyri ég sagt, hann fer ekki á fætur framar. Og Friö- rik Mensa situr hjá honum sem fastast og bölvar því, að hann skuli ekki fara á fætur. En ekki getur hann neitt átt við eldiviðinn heldur. Það var 20

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.