Samvinnan - 01.02.1976, Page 25
Sögur Hamsuns vekja athygli á ný
vegna sjónvarpskvikmyndar
hérna á dögunum, að Ellen
stofustúlka varð að fara sjálf
út í skála. En drottinn minn
sæll, hvað getur hún afrekað
með sínum blessuðu barns-
höndum! Mack spurði: Hvað
gera þá piltarnir? Þeir aka út
áburðinum. Allt verður að gera
á þessu mikla höfuðbóli yðar.
Þá sagði Mack: Þú mátt vera.
Nú tók Sveinn vaktari til við
alls konar vinnu á bænum.
Stúlkurnar þurftu oft á að-
stoð að halda í stafbúrinu eða
mjólkurhúsinu, og oft varð
Ellen stofustúlka fyrir því, þeg-
ar hún var að taka til í her-
bergjum, að gluggatjald fór úr
lagi, eða þá að smyrja þurfti
hurðarskrá. Þá leitaði hún til
Sveins vaktara í mesta sak-
leysi og fékk hann til að hlálpa
sér. Og hún var í sannleika ást-
fangin af þessum káta pilti sin-
um, eða svo var að sjá.
Menn skyldu ætla, að vinnu-
mennirnir og Óli maður og
Marteinn búðarmaður hefðu
hrósað happi yfir þvi að hafa
þennan laghenta mann á bæn-
um. En það var nú eitthvað
annað, þeir ofsóttu hann með
afbrýðisemi sinni og gerðu
honum allt til bölvunar, sem
þeir gátu. Þegar Bramapútra
var að þvo þvott í eldhúsinu og
bað Svein vaktara um að bera
með sér balana upp á þurrk-
Mft, þá laumaðist Óli maður
á eftir þeim og smáskríkti:
Öjöfullinn hafi það, stendurðu
ekki þarna og leggur undir þig
konuna mína! Og á sama hátt
hélt ráðsmaðurinn nákvæman
feikning út af Ellen stofu-
stúlku, að hún hefði aldrei
skemmt eins mörg rennitjöld
°g siðan þessi Sveinn vaktari
var til taks við minnstu hreyf-
ÍÞgu að laga þau aftur. Það
skyldi hann Mack sjálfur svei
mér fá að vita bráðlega . . .
Benoní leitaði á fund Sveins
vaktara til þess að heyra eitt-
hvað gott og skemmtilegt í ein-
stæðingsskap sínum. Hann
sagði:
Ég skal ekki tefja þig. Ég
er bara að ganga á milli góð-
búanna þessa dagana. Ég á
erindi við þig.
Það er einmitt það, sem mað-
Ur eins og þú hefur efni á, að
Sanga milli góðbúanna, svar-
aði Sveinn vaktari. Þakka þér
ika fyrir siðast á Fúntusi.
Nú, á Fúntusi . . . Hérna sérðu
hringinn minn. Ég hef ekki
skap i mér til þess að taka
hann ofan.
Sveinn vaktari leit upp og
skildi víst, hvernig i öllu lá.
Hann fór að hughreysta skip-
stjórann sinn eftir beztu getu:
Nei, taktu hann ekki ofan,
sagði hann. Það eru svo marg-
ir, sem sjá eftir því, að hafa
verið of fljótir á sér og hafa
ekki beðið einhvern tíma.
Segirðu það? Það má vel
vera, að þetta sé rétt hjá þér.
Ég hef ekki heldur skap í mér
til þess að strika út merki, sem
ég setti í almanakið. Hvað
segirðu um það?
Slíkt og þvílíkt á aldrei að
gera! segir Sveinn vaktari. Það,
sem þér hafið sett þar, það
stendur þar.
Segirðu það? En kvenfólk og
þess konar, það er nú svo for-
skilegt.
Einmitt. Ég veit ekki, hvernig
er með þær, ekki eru þær stöð-
uglyndar. Það er eins og að
leysa vind og standa eftir með
tvær hendur tómar.
Nei, þar skjátlast þér, þvi er
ekki þannig varið, svarar Ben-
oni. Það er nú svo um Rósu, að
hún er stöðuglynd, ekki get ég
annað sagt.
Sveinn vaktari fer að skilja,
hve illa er komið fyrir skip-
stjóranum hans: Rósa hefur
sjálfsagt sagt honum upp, en
samt er hún vammlaus. Rósa
er stöðuglynd. Rósa er trygg.
Þér skuluð taka eftir þvi, að
þetta lagast, sagði hann. Ann-
ars er mér sjálfum þungt i
skapi sem stendur. Ég væri ekki
að hafa orð á því, ef þetta væri
i bænum. Þar var nóg af stúlk-
um, að minnsta kosti þrjár eða
fjórar. En hér er ekki nema
ein.
Er það Ellen stofustúlka?
Sveinn vaktari kinkaði kolli
til sannindamerkis um, að það
væri hún. Og hann játaði um
leið, að hann hefði ekki þrek i
sér til þess að taka póstskipið
og fara frá henni.
Þá skaltu bara vera, sagði
Benoni. Þvi að þá færðu hana
sjálfsagt.
Sveinn vaktari sagðist nú geta
svarað þvi bæði með jái og
neii. Ef hann fengi hana ekki
einn, þá vildi hann hana ekki.
Sig grunaði, að Mack væri
sjálfur að leggja sig eftir
henni.
Benoni hristi höfuðið og
sagði, að það væri nú ekki ó-
venjulegt á Sælundi og óþarfi
að vera að finna sér það til.
Sveinn vaktari var fölur og
varir hans titruðu, þegar hann
fór að segja frá grun sinum:
Það var einn morgun, sem
hann var að vinna i garðinum,
Ellen stofustúlka var eitthvað
að gera uppi, á ganginum, og
hún söng og trallaði. Þá hring-
ir Mack úr herberginu sinu . . .
Ég var þarna að vinna i garð-
inum og hugsaði með mér: til
hvers skyldi hún vera að
syngja? Það var sama sem að
segja: hér er ég! Ég heyri Ell-
en fara inn til Mack, og hún
var þar i marga klukkutíma.
f marga klukkutíma? Nei,
það er nú ekki trúlegt.
Sveinn vaktari þagnar. Hann
fer sjálfur að hugsa um að
þetta sé óliklegt og leitast við
að vera nákvæmari: Ja, hálf-
tími var það eða kortér að
minnsta kosti, sagði hann. Það
má nú einu gilda. En þegar
hún kom út, var hún þreytu-
leg og dauf til augnanna. Ég
kallaði til hennar og spurði:
hvað varstu að gera þarna
inni? Ég var að nudda á hon-
um bakið með votu handklæði,
sagði hún og var móð. Þú
þurftir ekki marga klukkutíma
til þess, sagði ég. Eða kannski
ég hafi sagt hálftima, en það
má nú einu gilda. Hún svaraði
þvi engu, hún stóð bara þarna
þegjandi og þreytuleg.
Benoni hugsaði snöggvast
málið og sagði siðan:
Nú skal ég segja þér eitt,
Sveinn vaktari: þú ert vitlaus-
ari en ég hélt. Hún var búin
að strita þarna við bakið á hon-
um, og þess vegna hefur hún
verið þreytuleg, aumingja Ell-
en.
Benoní talaði höstulega, þvi
Hann gat að minnsta kosti sent borðsilfrið til henn-
ar. Af volgurslegri viðkvæmni gerði hann sér í hug-
arlund, að Rósu mundi vökna um augun, þegar
henni bærist þessi stórmannlega gjöf: Ó, Benoní,
ég sé eftir því, að ég tók þig ekki heldur ...
Sjónvarpskvikmyndin Benoní og Rósa, ssm gerð cr eftir skáldsögum Knuts Hamsuns,
er að margra dómi eitt allra bezta sjónvarpsefni, sem sýnt hefur verið hér á landi,
og jafnast fyllilega á við Hcimeyinga Strindbergs. Myndin fékk einstaklega góða
dóma í Norcgi. Aldrci þcssu vant voru blöðin sammála og töldu Benoní og Rósu
bcztu kvikmyndina, sem norska sjónvarpið hcfur gert. Myndin vakti athygli á sögum
Hamsuns, cnda var metsölubókin í Noregi fyrir síðustu jól ný útgáfa af Benoní og
Rósu með myndskreytingum eftir Karl Erik Harr. Aðeins fyrra bindi sögunnar
„Benoní“ hefur verið þýtt á íslenzku af Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi og
Andrési Björnssyni. Hér birtast tveir stuttir kaflar úr bókinni.
21