Samvinnan - 01.02.1976, Side 27
Mundi hún taka við þeim?
Hann gat að minnsta kosti
sent borðsilfrið til hennar. Af
volgurslegri viðkvæmni gerði
hann sér í hugarlund, að Rósu
mundi vökna um augun, þegar
henni bærist þessi stórmann-
lega gjöf: Ó, Benoní, ég sé eft-
ir því, að ég tók þig ekki held-
ur! Sjáið þið til, ekki hafði
hún sent honum aftur hring-
inn og krossinn, eins og hún
hafði sagzt ætla að gera, þá
mundi hún kannski eiga þá
áfram af ást til hans. Gat
hann ekki að minnsta kosti
sent henni skeiðina og gaffal-
inn, sem hann hafði tekið frá
handa henni og búið um sér-
staklega?
Hún mundi víst ekki taka við
neinu.
Benoní ranglaði yfir að Sæ-
lundi, hryggur og i uppnámi,
hellt í sig heilmiklu af brenni-
víni í búðinni og hafði það
að yfirvarpi, að einhver veiki
væri kominn í sig. Siðan sneri
hann heim aftur. Þéttfullur
náði hann nú í sálmabókina til
þess að iðka guðrækni. En
hann hafði sterka söngrödd og
var hræddur um, að Sveinn
vaktari mundi heyra til sin, og
því varð hann bara að lesa
sálmana, en það leiddist hon-
um. Hann stóð um stund úti
á lokuðum svölunum og horfði
fram fyrir sig. En það stóð á
sama, hvort hann horfði út
um gulu, bláu eða rauðu rúð-
Urnar, alstaðar voru dúfurnar
fyrir og dritu niður um allan
naustvegginn. Einu sinni var
sannarlega til annars ætlazt,
bæði með lituðu rúðurnar og
úúfurnar handa Rósu . . .
Hann gekk út á klappir. Rétt
á undan honum er Schöning
vitavörður á gangi, útslitinn og
kyrkingslegur og þvi likast, sem
örbirgðin hefði tálgað af hon-
Um öll hold. Hann var eitt-
hvað að reika þarna um á
klöppunum og hlusta á sjó-
fuglana og athuga það lítið,
Sem þarna var af gróðri. Gagn-
stætt venju kastaði hann
kveðju á Benoní og fór að
skeggræða við hann:
Þér, Hartvigsen, sem hafið
til þess efnin, þér ættuð að
kaupa þessar klappir, sagði
hann.
Eg að kaupa? Ég á nógar
klappir fyrir, svaraði Benoní.
Nei, þér eigið ekki nógu langt.
bér ættuð að kaupa allt svæð-
upp að Almenningsmörkum.
Hvað ætti ég að gera við það?
Það er mikils virði.
Er það mikils virði?
Það er fullt af blýmálmi að
ihnan.
Hvað um það? Málmi! segir
Benoni með lítilsvirðingu.
Já, málmi. Málmi fyrir
milljón. En annars er málmur-
inn fullur af silfri.
Benoní horfir á vitavörðinn
og trúir honum ekki.
Af hverju kaupið þér það
ekki sjálfur?
Vitavörðurinn brosir vesald-
arlega og horfir beint fram fyr-
ir sig.
Ég hef í fyrsta lagi ekki efni
á því, í öðru lagi hef ég ekkert
við þetta að gera. En þér ættuð
að gera það, sem eigið lífið
framundan.
Þér eruð nú ekki heldur svo
gamall.
Onei. En hvað ætti ég að gera
við meira, en ég hef? Ég er
orðinn vitavörður í fjórða
flokks vita, og það er nákvæm-
lega nóg til þess að halda í
okkur líftórunni, við erum ekki
meiri átvögl en svo.
Allt i einu spyr Benoní:
Hafið þér talað um þetta við
hann Mack?
Og vitavörðurinn svaraði
þessu ekki nema með tveim
orðum, en fyrirlitningin leyndi
sér ekki i hreimnum:
Við Mack!
Um leið og Benoní heldur í
gagnstæða átt, hugsar hann
með sjálfum sér: það er svei
mér gott, að klappirnar skuli
vera fullar af silfri að innan.
Það er Arnor i Hópinu, sem á
þær, hann á í máli við sjó-
mann úti í útverum út af bát-
töku í leyfisleysi, og það er dýrt
að eiga í máli: nú nýlega
teymdi hann aðra kúna sína
til málflutningsmannsins i
Hringjarabæ. Jájá, hann Niku-
lás er að gifta sig í dag, og þá
þarf hann sjálfsagt á kúnni að
halda, og þau Rósa bæði.
Benoní verður gagntekinn af
endurminningunni um Rósu.
Hann er kominn inn á Al-
menningsveg, honum vöknar
um augu, hann gætir sín ekki
og fleygir sér snögglega niður
á vegarbrúnina . . . Hef ég ekki
verið eins og ég átti að vera,
segðu mér það? Hef ég ekki
yfirleitt handfjallað þig mjúk-
lega og með varúð, þegar ég hef
tekið á þér, til þess að gera þér
ekki mein? Ó, guð, vertu mér
líknsamur!
Þröstur Magnússon
Víð höflim
eiðarfærin og
verkunar-
vörurnar
itr
t±_j
Viö erum umboösmenn fyrir:
Þorskanet frá:
MORISHITA FISHING NET LTD.
"Islandshringinn” og aörar plastvörur frá
A/S PANCO
Víra frá:
FIRTH CLEVELAND ROPES LTD.
Saltfiskþurrkunarsamstæöur frá
A/S RAUFOSS og PYROFABRIKKEN
Slægingarvélar frá:
A/S ATLAS
Loönuflokkunarvélar frá
KRONBORG
Fiskþvottavélar frá:
SKEIDES MEK. FABRIKKER A/S
Pökkunarvélar fyrir saltfisk frá
A/S MASKINTEKNIKK
F/V Kassaþvottavélar frá:
FREDRIKSONS
Bindivélar frá
SIGNODE
Umboössala fyrir:
HAMPIÐJUNA H.F
Innflytjendur á salti, striga og
öllum helstu útgeróarvörum.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
@ Sjávarafurðadeild
SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200
23