Neisti - 23.04.1978, Qupperneq 2

Neisti - 23.04.1978, Qupperneq 2
4. tbl 1978 /2 X75Í\ RAGNAR STEFÁNSSON Í1. SÆTI R-LISTANS TEK/NN TAL! FBK Ritnefnd Neista lagði fyrir Ragnar Stef- ánsson nokkrar spurningar sem al- gengt e r að vinstri- sinnar spyrji þegar framboS Fylkingar- innar til -Alþingis ber á góma, Neisti: Hvers vegna býður Fylkingin fram? Ragnar: Þetta er spurning sem t. d. -Alþýðubandalags- og .Alþýðuflokksmenn eru aldrei spurðir. Kannski er það af þvi að menn þykjast vita að tilvist þessara verka- lýðsflokka sé háð þvf að þeir eigi menn á þingi, og nú orðið að þeir eigi menn öðru hverju í ríkisstjórn. Fylkingin býður fram ein- faldlega vegna þess að hún vill grípa inn 1 þá pólitísku umræðu, þá pólitisku ólgu sem felst í kosningabarátt- unni. Áhrifamesta aðgerð- in til þess að grípa þarna inn 1 er að bjóða fram. Ekki bara að bjóða fram, heldur einnig að berjast hatramm- lega fyrir þvi að fá sem flest atkvæði. Sérhvert atkvæði sem Fylkingin fær vegna stefnu sinnar er stuðningur við baráttu ísl. verkalýðsstéttar, er stríðs- yfirlýsing gegn íslensku auðvald sstéttinni, grefur undan hægriþróuninni 1 A lþýðubandalaginu og A lþýðuflokki. Menn halda að þar sem Fylkingin er byltingarsam- tök, þá hafi hún ekki áhuga á að fá kosna menn á þing. Það er nú eitthvað annað. Fylkingarfélagi á þingi mundi vissulega raska þeirri ró og stéttasam- vinnustefnu og helminga- skiptamakk auðvalds- og verkalýðsflokka sem ein- kennir ástandið þar. Fylk- ingarfélagi á þingi mundi nýta stöðu sina til hins ýtrasta til að spilla sam- vinnu auðvalds- og verka- lyðsflokka með afhjúpunum og málflutningi frammi fyr ir alþjóð, hann mundi opin- bera fyrir verkalýðsstét inni sérhvert leyniplagg sem hann kæmist yfir, hann mundi nýta þá stöðu sem þingmaður augljóslega hefur til að láta alþjóð heyra í sér til styrktar baráttu verkalýðsstéttarinn- ar. Úrslit stéttabaráttunnar verða ekki ráðin á Alþingi. Hins vegar geta verkalýðs- öflin nýtt sér sæti á Al- þingi til styrktar verkalýðs- baráttunni um gjörvallt þjóðfélagið. Þetta gera þingsetar verkalyðsflokk- anna bara ekki. Þvert á móti er reynslan sú, að þeir reyna að beina óánægju verkalýðsstéttarinnar frá sjálfstæðum skipulögðum aðgerðum hennar. f stað- inn segja þeir beint, eða óbeint, með því að leiða baráttuna f blindgötu: Eina ráðið er að kjósa okkur og Og atkvæðin nota þeir svo 1 stéttasamvinnumakki við auðvaldsflokkana. Neisti: Nú segja sumir sem stutt hafa stefnu Fylkingar- innar í verkalýðshreyfing- unni, Samtökum herstöðva- andstæðinga, Rauðsokka- hreyfingunni og viðar, - að ekkert þýði að kjósa Fylk- inguna því hún fái ábyggi- lega ekki mann á þing, þá sé atkvæðinu kastað á glæ. Hverju svarar þú Ragnar: Ég skora á alla þá sem styöja stefnu Fylk- ingarinnar, að kjósa hana þar sem þeir hafa tækifæri til þess. Slíku atkvæði er aldrei kastað á glæ sbr. það sem ég hef sagt hér áður. Það er vissulega rétt að fólk hefur tilhneig- ingu til að kjósa fremur þá sem hafa mörg atkvæði í rassvasanum frá fyrri kosningum, þrátt fyrir skoð- anir sfnar. Þetta er auð- vitað vitahringur. Það komu til okkar stuðnings- menn á kosningadaginn fyrir fjórum árum, létu okkur hafa peninga 1 baráttustjóð inn og sögðu um leið, að þeir hefðu ekki getað fengið annað af sér en að kjósa Alþýðubandalagið. Mikið virðum við heiðarleika og einlægni slíkra manna. En þeir gerðu pólitiska skissu með þvi að kjósa okkur ekki Gerið ekki slíka skissu oftai Sigur Alþýðubandalagsins á kostnað Fylkingarinnar hér 1 Reykjavík er sigur hægriaflanna sem ráðskast með "bandalagið" og verð- ur eingöngu notað til að herða gönguna löngu til hægri. Atkvæðasókn Fylk- ingarinnar er sigu'r þeirra sem efla vilja stéttarbar- áttu 1 stað stéttasamvinnu. Atkvæðafjöldi Fylkingar- innar mun fara mikið eftir þvi hversu vel okkur tekst til að koma stefnu okkar á framfæri 1 kosningabarátt- unni. Ég skora á alla þá sem styðja stefnu og starf Fylkingarinnar að biða ekki fram á kjördag með stuðn- ing sinn. Veruleg fylgis- aukning Fylkingarinnar mundi t. d. geraAlb. erfitt fyrir að nýta sér stöðu sína á þingi og 1 verkalýðshreyf- ingunni til að skáka sér inn 1 ríkisstjórn með öðr- um hvorum borgaraflokk- anna. Margir halda að ástæða þess að Fylkingin býður ekki fram 1 fleiri kjör- dæmum en 1 Reykjavík sé hræðsla við að slíkt gæti fellt Alþýðubandalagsþing- mann. Þetta er víðsfjarri. Við mundum bjóða fram 1 öllum kjördæmum ef við hefðum bolmagn til þess, án þess að það kæmi nið- ur á öðrum pólitískum verk- efnum sem við þurfum stöð- ugt að vinna að. Þingmenn Alb. eða Alþfl. gera verka- lýðsstéttinni ekkert gagn á þingi eins og nú er háttað Hins vegar er mikið at. kvæðamagn verkalýðsflokk- anna f heild sinni mótmæla- yfirlýsingin gegn ríkis stjorninni og arásum henn- ar á kjör verkalýðsins. Ahrifaríkust verður slík mótmælayfirlýsing með því” að kjósa Fylkinguna. En þar sem Fylkingin er ekki til sem valkostur veið ur slík yfirlýsing sterkust með því að kjósa Alþýðu- bandalagið. Þess vegna hvetjum við menn til að <jósa það annars staðar en C Reykjavík og eingöngu þess vegna. Frumkrafan er auðvitað að sngin verkamaður eða -kona kjósi borgaraflokk- ana. Mat Fylkingarinnar á pólitisku ástandi hefur reynst rétt íhverju málinu á fætur öðru á undanförnum árum. Staða verkalýðsstétt- arinnar væri betri ef stefna Fylkingarinnar um verkefni hreyfingarinnar hefði fengið öflugri stuðn- ing. Svo dæmi sé nefnt bendi ég á að allt frá siðustu kjarasamningum ASr hefur Fylkingin bent á að ríkisvaldið mundi rjúfa þá og framkvæma þá kjaraskerðingu sem nú er orðin raunin. Við bentum líka á beinar aðgerðir til að búa verkalýðshreyfing- una undir að brjóta slíkt samningsrof á bak aftur. Staða verkalýðsstéttarinnar nú væri vissulega betri ef slíkar kröfur okkar hefðu fengið meiri stuðning. Enginn getur haldið því fram að Fylkingin sé bara hópur reynslulítiHa unglinga vissulega með fagrar hug- sjónir. Sjálfur er ég búinn að standa i þessu siðan ég gekk í Æskulyðsfylkinguna þegar ég var 15 ára gam- all, innan Sósíalistaflokks- ins, þar til unnið var á honum, og Alþýðubandalags ins þar til spjaldið mitt var tekið út úr skránni. Varla verð ég talinn reynslu lausneftir 24 ára starf inn- an verkalýðshreyfingarinnar Asgeir Danielsson annar maður á lista okkar, hefur hlotið verðskuldaða virð- ingu innan vinstrihreyfing- arinnar fyrir skrif síh und- anfarin ár og málflutning um efnahagsástandið og !I •• ’ ^ '•• horfur íslenska auðvalds- þjóðfélagsins, ekki síst innan vinstriandstöðuhóps- ins í verkalýðssamtökunum sem hann hefur starfað ötul- lega með. Þriðji maður á listanum, Guðmundur Hall- varðsson hefur verið mjög virkur baráttumaður innan verkalýðs samtakanna í ára- tug. Sumir Alþýðubandalags - menn hafa haft orð á þvi við mann, að Guðmundur yrði næsti formaður bara ef hann gerði þá "litlu" breyt- ingu, að láta af skoðunum sinum og hætta íFylkingunni Berið þetta saman við ýmsa þá, reynslulausu kjúbbalinga sem bornir eru á borð af öðrum verkalýðsflokkum. Sumir þeirra komu við 1 Fylkingunni, en þreyttust á að hafa storminn í fangið og kusu heldur að leggjast 1 kjöltu einhverrar valdaklík- unnar í Alþýðubandalaginu. Listi Fylkingarinnar i kosn- ingunum er út 1 gegn listi yfir baráttufólk, Neisti: Viltu reifa 1 örstuttu máli það sem Fylkingin leggur mesta áherslu á í kosningunum. Ragnar: Fylkingin mun í kosningabaráttunni kynna og reka áróður fyrir stefnu sinni 1 heild, ekki b'ara eins og hún hefur birst í skrifum í Neista undan farin ár, heldur eins og hún hefur birst f starfi innan verkalýðt- lýðshreytingarinnar, andheims valdahreyfingar- innar, kvenfrelsishreyfing arinnar, eins og hún hefur birst íþjóðfélagsbarattunni yfirleitt. Við setjum ekki upp neina serstaka kosninga- grímu en kynnum þá stefnu sem við höfum barist fyrir og munum berjast fyrir áfram. Fylkingin er eini flokkur-- inn sem í hinni daglegu baráttu tekur mið af heild- arhagsmunum verkalýðs- stéttarinnar, eflingu henn- ar til sóknar og fullnaðar- sigurs með sósfaliskri umbyltingu þjóðfélag sins. Fylkingin er eini verkalýðs- flokkurinn sem ekki setur sjálfan sig sem verkalýðs- frelsara í stað verkalýðs- hreyfingarinnar. Þvert á móti mun Fylkingin í kosn- ingabaráttunni leggja áherslu á að efla vitund verkalýðsins um sjálfstæða skipulagningu sina til lausnar eigin vandamálum og til fullnaðarsigurs. Slík verkefni leysir enginn fyrir verkalýðsstéttina, hvorki á þingi né annars staðar. Fylkingin mun berjast af alefli gegn þvi að hinum verkalýðsflokkunum haldist það uppi að tefja fyrir sókn verkalýðsstéttarinnar með stéttasamvinnubrölti og samfylkingu me ð borgara- flokkum, hvort sem er í ríkisstjórn eða innan verka- lýðshreyfingarinnar. Fylkingin er eini flokkur- inn f þessari kosningabar- áttu, sem getur sagt satt um þjóðfélagsástandið, sem getur í reynd bent á leiðir f samræmi við hagsmuni verkalýðsins til skamms og langs tima, af þvi að Fylkingin er eini flokkurinn sem ekki miðar við að sætta andstæður auð- valds og verkalýðs, heldur að þvi að kollvarpa auð- valds skipulaginu. Það er vegna þess að Fylkingin hefur enga ábyrgð- artilfinningu gagnvart auðvaldinu, það er vegna þess að Fylkingin reynir að færa sér f nyt baráttu- reynslu verkalýðsstéttar- innar fyrr og sfðar um heimsbyggð alla, sem hún getur bent á raunhæfar leið- ir á grundvelli verkalýðs- hagsmuna f kjaramálum, f uppbyggingu verkalýðs- hreyfingarinnar, f skatta- málum, f dagvistunarmál- um o. sv. fr. o. sv. fr. Við munum leitast við að kynna stefnu okkar á næst- unni, við erum reiðubúin til að koma á fundi á vinn u- stöðum, f skólum, við erum reiðubúin að koma á umræðufundi með öðrum flokkum hvar sem er. Við biðjum fólk að hafa frumkvæði að slíkum fund- um þar sem tök eru á. Við biðjum fólk að krefjast þess að við verðum ekki útilokaðir frá þeinum um- ræðum við aðra flokka eins og gerðist t. d. f sfðustu kosningum. . . EiÞ FRAMBOÐSLISTI FYLKINGARINNAR R-LISTINN l.Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur 13.Einar Albertsson iðnnemi 2.Asgeir Danfelsson kennari 14. Tómas Einarsson sagnfræðinemi 3. Guðmundur Hallvarðsson ve rkamaður 15.Sólveig Hauksdóttir leikari 4.Guðrún ögmundsdóttir uppeldisfulltrúi ló.Kristján jónsson háskólanemi 5.Pétur Tyrfingsson stjórnmálaf ræðine mi 17.Erlingur Hansson gæslumaður ó.Birna Þórðardóttir skrifstof umaður 18.Stefán Hjálmarsson kennari 7. Rúnar Sveinbjörnsson rafvirki 19.Haraldur S Blöndal prentmyndasmiður 8.Halldór Guðmundsson háskólanemi 20.Skafti Þ Halldórsson kennari 9.Arni Sverrisson stjórnmálafræðinemi 21.Sigurjón Helgason s júkraliði lO.Arni Hjartarson jarðfræðingur 22.Gylfi Páll Hersir jarðeðlisfræðinemi 11. Jósep Kristjánsson s jómaður 23. Róska, kvikmyndagerðarmaður 12.Svava Guðmundsdóttir sagnfræðinemi 24. Vernharður Linnet barnakennari Frá fjölmennum fundi Rauðrar verkalýðseiningar "kosningaárið" 1974.

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.