Neisti - 23.04.1978, Blaðsíða 4

Neisti - 23.04.1978, Blaðsíða 4
NEISTI 4. tbl 1978 /4 ÁLYKTUN PÓLITÍSKRAR FRAMKVÆMDANEFNDAR FYLKINGARINNAR KJOSUM ALÞÝÐUBANDALA6IÐ I BORGARSTJORNARKOSNINGUNUM Fylking Byltingarsinnaöra Kommúnista (FBK) býður ekki fram 1 borgar- og sveita stjórnakosningunum 1978. ÞaG er full ástæða til þess að lita á það sem skaða, og ber aö gera grein fyrir ástæðum þess og skoöun Fylkingarinn- ar á þvi hvernig haga ber atkvæði í þessum kosningum. FBK eru lítil samtök sem hafa takmarkaða möguleika til þess að standa undir öflug- um áróðursherferðum. Við höfum ekki launaða starfs- krafta og útbreidda fjölmiðla á okkar vegum. Þvi er það svo að Fylkingin má hafa sig alla við, ef hún á að geta komið sjálfri sér á framfæri í öðrum kosningunum. Hvað pólitíska stefnu varð- ar stenst FBK ekki þær kröf- ur sem hún gerir til sjálf sin, til þess að taka þátt í borgar- og sveitastjórnakosn- ingunum. Við getum að sjálf- sögðu sett fram stefnu í borgarmálum út frá okkar almennu sjónarmiðum og - stefnu. En sú stefna væri ekki eins mótuð og skýr eins og sú stefna sem við höfum þegar litið er á heildarpóli- tíkina. Þar höfum við hamr- að fram fjölmörg grundvall- aratriði, sem gefa pólitík okkar ákveðna heildarmynd. Sömu sögu er ekki að segja, þegar við athugum stefnumál á staðbundinn mælikvarða. Ástæður þessa eru augljósar hverjum manni: samtök með litla krafta verða að setja sér forgangsverkefni í þessu hvorn verkalýðsflokkinn hef- ur aftur á móti við þau rök að styðjast, - þótt viökom- andi fulltrúar séu sjálfir ekki álitlegir, - að verið er að velja fulltrúa flokks/flokka sem hafa þann hóp fólks a bakvið sig, sem mögulega gæti þrýst á þessa fulltrúa eða haft í frammieinhverja starfsemi, sem þessir full- trúar neyddust til að taka tillit til og þar meö hafa jákvæð áhrif. Það eru þess- ir flokkar sem neyöast til þess að taka tillit til mögu- legrar hreyfingar sem vaxa kynni upp t. d. f verkalýðs- félögunum um einhver fél- agsleg verkefni f borgarmál- um, hreyfing varðandi hús- næðismál, skipulagsmál o.fl. Hér f Reykjavik liggur valið milli A lþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins ljóst fyrir. Við skulum gæta þess að f kringum Alb. er það fólk sem helst hefur eitthvað fram að færa f málefnum aldraöra, barna og hvað um- hverfisvernd og bæjarskipu- lag snertir yfirleitt. Þetta fólk erum við að styðja í þessum kosningum með þvi að kjósa Alb. f Reykjavík, fólk sem hefur e.t.v. ein- hverja möguleika til að koma einhverju jákvæðu til leiðar. En við skulum gera okkur það ljóst strax, að fjölgun fulltrúa Alþýðubandalagsins breytir engu f sjálfu sér. Breytir engu meðan ekki er virkileg hreyfing sem það neyðist til að taka tillit til. f Þegar kjararánslögin komu fram f febrúar, þá var strax ljóst aö verkalýðshreyfingin yrði aö beita öllu þvi afli, sem hún hefur yfir að ráða, til aö ná aftur kjaraskeröing- unni. I herbúðum andstæð- inganna ríkir samstaða. Sam- tök atvinnurekenda standa sameinuð að baki ríkisstjórn- inni og innan stjórnarflokk- anna ríkis samstaða um kjararánslögin. Það er einn- ig ljóst að stjórnarflokkarnir ákváðu strax og þeir sam- þykktu kjararánslögin að þessi lög yrðu höfuðmál næst- komandi kosninga og mæli- kvarði á styrk ríkisstjórnar- innar. Með framkvæmd kjar- ránslaganna ætlaði ríkis- stjórnin að leggja grundvöll- inn að undirgefni verkalýðs- hreyfingarinnar í framtíð- inni. 1 herbúðum verkalýðshreyf- ingarinnar ríkti aftur á móti sundrung og hik. Allir gera ser grein fyrir að mikið er í húfi. Auðvaldið hefur nú þegar látið í það skína að það hyggst halda sókn sinni áfram, skerða kjörin enn frekar, setja lög um visi- tölubindingu launa og nýja vinnumálalöggjöf, sem tak- marki réttindi samtaka launa fólks. Þau átök sem nú standa yfir, varða ekki ein- ungis þá 5% kjaraskerðingu sem framkvæmd var 1 . mars. eöa þá 12% kjaraskerðingu semlögin fela í sér á þessu ári, heldur einnig kjör og réttindi verkafólks næstu ár- 1976. . . in. Frammi fyrir þessu alvar- lega ástandi hefur forysta verkalýðshreyfingarinnar opinberað sundurlyndi sitt og hik, Hún veit að hún verð ur að spyrna viö fótum og reyna aö ná aftur einhverju af kjaraskerðingunni, en hún óttast þau átök, sem nauðsynleg eru til að sigur vinnist og hreyfir hvorki hönd né fót til að undirbúa hreyfinguna fyrir þau átök sem framundan eru. Allt frá þvi kjarasamning- arnir voru undirritaðir s. 1. suma' hefur þaö verið ljóst að auðvaldiðundirbjó gagn- árás. A fundi sambands- stjórnar ASÍ fyrir áramótin kom fram að forystu ASÍ var þessi staðreynd ljós. Þrátt fyrir þessa yfirvofandi hættu - og þrátt fyrir að þing Verkamannasambands- ins fyrir jólin samþykkti margar ágætar tillögur, sem miðuðu að þvi að auka virkni og starfinnan verkalyðshreyf ingarinnar, - þá var ekkert gert til að undirbúa hreyf- inguna undir átökin. Eftir að kjaraskerðingar- lögin komu fram þa boðaði forysta samtaka launafólks aðgerðir 1. og 2. mars. En þessar aðgeröir voru ekki nýttar til neins. Eftir þann bumbuslátt sem var fyrir aðgerðirnar þá var ekkert gert, engir fundir haldnir í félögunum og engar aðgerðir undirbúnar. Þrátt fyrir að stór hluti launafólks væri reiðubúinn til að fórna tug- um þúsunda í launum vegna aðgerðanna 1. og 2. mars var þessi vilji ekki notaður til annars en eins mótmæla- fundar á Lækjartorgi. Að- gerðir af þessu tægi eru ekki til neins annars en að skapa uppgjafarástand meðal hins baráttufúsa hluta launafólks. Fyrir aðgerðirnar 1. og 2. mars gumaði forysta verka- lýðshreyfingarinnar af þvi að þarna hefði náðst "viðtækasta samstaða samtaka launa- fólks" í sögu ísl. verkalýðs- hreyfingar. En eins og að - gerðirnar sjálfar, þá voru þessar yfirlýsingar tóm orð. Það varð strax ljóst að BSRB hugði ekki á frekari aðgerðir og nú er svo komið að einungis Verkamannasam- bandið heldur baráttunni áfram. og krefst þess að fá bætía kjaraskerðinguna eða "ígildi" þess. Otflutnings- bannið, sem nú er hafið er einnig vitnisburður um sundr- ungu verkalýðshreyfingar-- innar. Verkalýðsfélögin á Suðurnesjum standa enn utan við aðgerðirnar og innan ASÍ og BSRB er engin viðleitni í þá átt aö efla stuðning við út- flutningsbannið með fjársöfn- unum og fundum í félögunum (svoeitthvað sé nefnt). I verkalýðsbaráttunni skipt- ir samstaðan höfuðmáli. Það er þvi mikilvægt að efla sam- stöðu alls launafólks með þeim sem nú standa í útflutn- ingsbanninu. FBK fagnar þeirri ákvöröun Alþýðusam- bands Vestfjarða að hvetja til allsherjarverkfalls. Sam- timis hörmum við þá akvörð- un verkalýðsfélaganna á Suð- urnesjum að sitja hjá f bar- unni. Astæður þessarar af- stöðu verkafólks á Suður- nesjum eru bæði undirróður forystumanna verkalýðsfél- aganna á Suðurnesjum og otti verkafólks við atvinnuleysi. Þennan ótta notar auðvaldið og þjónar þess til að hræða verkafólk til hlýðni. Gegn þessari sundrungu verður verkalýð shreyfingin í heild að berjast með þvi að setja á oddinn kröfur um atvinnu- öryggi og endurskipulagn- ingu fiskvinnslunnar á Suður- nes jum. Otflutningsbannið er væg aö- gerð miðaö við það verk sem þarf að vinna: Að ná aftur kjaraskerðingunni. Eins og málum er nú háttað innan verkalýðshreyfingarinnar þá er þetta bæði kostur og galli. Gallarnir eru að þessi aðgerð ein sér er ekki nógu öflug til að brjóta árás auð- valdsins á bak aftur. Jafnvel þótt útflutningsbannið væri framkvæmt eins og upphaf- lega var ákveðið þá mun auð- valdið ekki gefa eftir. Það er einungis allsherjarverk- fall sem getur brotið árás auðvaldsins á bak aftur. Sundrung og hik verkalýðs- hreyfingarinnar hefur nú þegar orðið til þess að taka broddinn úr útflutningsbann- inu. Fyrsta eftirgjöfin var að hætta við að hindra siglingar ísl. fiskiskipa til erlendra hafna. Næsta var að veita undanþágu fyrir útskipun á fiski í Vestmannaeyjum. Þessi undansláttarstefna getur ekki leitt til annars en þess að auðvaldiö verður sigurvissara en ella. Einangraðar geta núverandi aðgerðir Verkamannasam- bandsins í besta falli leitt til takmarkaðra og tímabund- inna eftirgjafa af hálfu rík- isvaldsins - eftirgjafa sem tækju fyrst og fremst mið af kosningunum. Slík eftir- gjöf yrði ekkert annað en náðargjöf sigurvegarans til hins sigraða, lík þeim sem ríkisstjórnin hefur nú þegar "gefið" opinberum starfs- mönnum í sambandi við hýrudráttinn vegna þátttöku í aðgerðunum 1. og 2. mars Eflaust gæfi slíkur "sigur" verkalýðsforystunni tæki- íæri til upphrópa um "sigur" Slíkar upphrópanir munu þó varla geta dulið ósigur verkalyðshreyfingarinnar t heild, eða þá staðreynd að auðvaldið mun mæta tvíeflt til leiks eftir kosningar. Kostir útflutningsbannsins eru aftur á móti þeir, að verkalýðshreyfingin fær tækifæri til að efla sinn innri styrk og bæta upp það sem tapast hefur vegna aðgerða- leysir forystumannanna undanfarna mánuöi. Gegn áróðri auðvaldsins og blaða þess verður verkalýðs- hreyfingin að beita öllum áróðursmætti sínum, bæði blöðum og fundaherferðum. Gegn gagnaðgerðum auðvalds- ins verður verkalýðshreyf- ingin að hafa undirbúna áætl- un, sem hefur verið rædd í hreyfingunni allri. Undan- farnar vikur hefur auðvald- ið beint áróðursmætti sfnum til að sannfæra verkafólk um að aðgerðir Verkamanna- sambandsins séu "ólýðræðis- legar" og kjaraátökin beri að leysa við kjörboröiö. Því miður hefur A lþýðuflokkur- inn og fleiri öfl innan verka- lýðshreyfingárinnar einnig reynt aðdylja andstöðu sma við baráttu verkafólks á þennan hátt. Gegn þessum áróðri veröa baráttusinnar í verkalýðshreyfingunni að benda á þá staðreynd að t næstu kosningum mun verka- fólk ekki greiða atkvæði um kjararánslögin. Margt verka- fólk sem er andvigt lögun- um mun greiða Sjálfstæðis- flokknum atkvæði sitt. Það lýðræði sem við búum við hér á landi gefur verkafólki ekki tækifæri til að sýna vilja sinn í einstökum málum, nema í gegnum baráttu sina Framhald á bls. 11 sem öðru. Aðstæður væru aftur á móti allar aðrar, ef hér væri virk hreyfing með skýrt ákveðin baráttumál og fengist við ákveðin vanda- mál borgarlifsins. Þá hefði baráttan sjálf lagt sinn skerf til stefnulegrar þróunar, sem skapað hefði grundvöll fyrir þvi að fara úti borgar- og/eða sveitastjórnakosning- ar. Þetta þýðir á engan hátt að FBK áliti A lþýðubandalagið eða Alþýðuflokkin standa sér framar í þvi að setja fram lausnir á vandamálum Reykjavikurborgarbúa (eða almennings í öðrum sveitar- félögum). Siður en svo. Við gerum bara meiri kröfur til okkar en það, að við leyfum okkur það alvöruleýsi að fara útí kosningar með nokkra frasa sem við hristum saman f sérstakan kosn- ingakokteil. En þetta er al- vöruleysi sem Alþýðubanda- lagið og Alþýðuflokkurinn leyfa sér, enda markmið þeirra öll önnur en Fylking- arinnar. Pólitílc er meira alvörumál en það, að hægt sé að sitja hjá í borgar- og sveitastjórn- akosningum, jafnvel þótt allir kostir séu slæmir. Að sitja hjá hefur engin áhrif. Að kjósa o g fjölga jafnvel ákveðinni teg- und fulltrúa, g e t u r skapað vissa mögu- leika, þótt það í sjálfu sérýeysi e n g - in vandamál. Viðkjós- um ekki undir neinum kring- umstæðum stéttarandstæð- inginn, - Framsóknarflokk- inn eða Sjálfstæðisflokkinn, - þvi þessir flokkar eru und- ir öllum kringumstæðum skilyrðislausir fjandmenn launafólks og þeirra sem auðvaldsþjóðfélagið reynir að úthýsa. Að kjósa annan raun er það skylda Alb. að byggja upp slíka hreyfingu til þess að koma sjálft með sinum fulltrúum að einhverju gagni. Þetta gerir hins veg- ar Alb. ekki. Ef við viljum að atkvæði til Alb. skipti máli, verðum við að byggja upp þessa hreyfingu: vanda- mál leigjenda, dagvistun barna, verndun húsa og við- hald erut.d. áhugamál sem þurfa að verða baráttumál. Það sem þarf er öflug hreyfing sem hefur einhverja möguleika a þvi aö knýja eitthvað fram sem horfir til umbóta. Full- trúar í borgarstjórn geta aldreiorðið meira en í mesta lagi umboðsmenn slfkrar hreyfingar. I stað þess að sitja hjá { Rvtk í borgarstjórnarkosn- ingunum, kjósum við þann flokk, sem ekki er svo ger- firrtur vandamálum almúg- ans, að risi hann upp er hægt að gera sér vonir um að Alb. tjái þaö með einhverjum hætti í borgarstjórn. f dag tjáir Alb. annars vegar skortinn á þessu og um leið þann breyt- ingarvilja sem þó er fyrir hendi, þótt á afbakaðan hátt sé. Um það hvernig haga ber atkvæði út um land er ekki eins ljóst og í Rvík. Alþýðu- flokkurinn í Rvík endurspegl- ar mjög skýrt þá hægri þróun í átt til smáborgaraflokks sem Vilmundur & Co. standa fyrir Það er vissulega hluti Alþýðu- flokksins sem er áfram um það að gera hann að traustum flokki htunafólks (umbótaflokki reyndar). Sá hópur virðist hafa orðið undir í innanflokks baráttunni a.m.k. hér í Rvík. En Alþýðuflokksmenn og núverandi og fyrrverandi félagar úr Samtökum frjáls- Framhald bls. 11 Frá útifundi Fylkingarinnar í verkfallinu í febrúar

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.