Neisti - 23.04.1978, Page 5

Neisti - 23.04.1978, Page 5
NEISTI 4. tbl 1978 /5 EFLUM ALÞYÐUHREYFINGUNA-EFLUM FYLKINGUNA FYLKINGIN ER VALKOSTURINN Sá misskilningur er útbreiddari en frá þurfi að segja aS bylting og vopnaskak sé eitt og hið sama. Bylting- arstefna er þá sama sem vopnbeitingarstefna, og allir a.ndbyltingarsinnar verða 1 ljósi þess háttar fræða að friðarsinnum. Ýmist fælist fólk, sem annars er hlynnt róttækum þjóðfélagsbreytingum, byltingarstefnuna vegna fyrr- nefndrar kenningar eða hitt, að gripið er til vopna og vopnbeitingin - strfðið gegn auðvaldinu - er gerð að alfa og omega byltingarstarfsins. Hvorutveggja er það sameiginlegt að stuðla ekki að gagngerri þjóðfél- agsbyltingu. Þvi er fitjað upp á þessu, að einmitt byltingarstefnan er það sem greinir Fylkingun una frá öðrum stjórnmála- samtökum hérlendis. Hér er auðvitað ekki átt við þá "byltingarstefnu" sem felst í hátfðlegum heitstrengingum á tyllidögum, og er praktíser- uð af furðu mörgum miðað við þær litlu vinsældir sem byltingin á að fagna, þegar hún skýtur upp kollinum svona hvunndags og f vinnu- fötum. Fylkingin er samtök þeirra sem aðhyllast byltingarsinn- aðan marxisma. Það má að visu til Sanns vegar færa að allur marxismi er bylt- ingarsinnaður. Marxisminn er jú ekkert annað en kenn ing um orsakir og vinnubrögð sósxaliskrar byltingar. Orðið byltingarsinnaður er þvi 1 teoriunni óþarft á und- an marxismanum f fullu nafni eða auðkenni Fylking- arinnar. Hins vegar er það nauðsynlegt vegna þeirra, sem skreyta sig marxisma- eða kommúnistatitlinum án þess að vera vitund bylting- arsinnaðir, rétt eins og marxisminn í nafni samtak- anna greinir okkur frá um- bótasinnum og menntamanna-* anarkistum, og hvort tveggja frá þvi sem okkur er mest- ur þyrnir í augum - stétta- samvinnustefnunni. HORNSTE INN STEFNU FBK ER STÉTTARLEGT SJALFSTÆÐI VERKA- LÝÐSHREYFINGARINNAR Vegna þess að við erum fylgjandi gagngerri þjóðfél- agsbyltingu, leggjum við megináhe rslu á baráttu gegn stéttasamvinnustefnunni í röðum verkalýðsins. Sam- vinna við burgeisanna hefur alltaf verið sá þröskuldur, sem alþýðuhreyfingar, sem hafa stigið fyrstu skrefin til byltingar, hafa hnotið um og stundum - raunar oftast - hafa þaer ekki risið upp aftur fyrr en að mörgum árum liðnum. Hér er ekki tóm til þess að rekja sögu- leg dæmi þessa, enda les- endum í lófa lagið að kynna sér þau uppá eigin spýtur. En það þarf engin að undrast það að stéttasamvinnan, samvinna við sjálfa kúgar- ana, sé alþýðuhreyfingunni þung í skauti. Hið undraverða er að jafn fráleit hugmynd og stétta- samvinna skuli eiga svo marga fylgjendur sem raun ber vitni. Mér er sjálfum minnistætt þegar róttækur baráttumaður i Samtökum herstöðvaandstæðinga lýsti þeirri hugmynd sinni, að okkur tækist ekki að losna við herinn, nema í samvinnu við "framsæknari" hluta borgarastéttarinnar, og gott ef þessi hluti átti ekki að vera " þjóðlegur" líka. Þetta dæmi sýnir annars mætavel hvernig stéttasam- vinnuhugmyndirnar halda velli í verkal-ýðshreyfingunni - frasar sem svifa í lausu lofti eru einfaldlega tuggnir upp aftur og aftur, og þess gætt að aðrir komist ekki að, og þannig er fólki t. d. talin trú um að til sé hópur bur- geisa, sem er svo ósamkvæm- ur sjálfum sér að því marki að vera "framsækinn" í aug- um alþýðufólks og útfrá bar- áttumálum þess, og til að taka steininn úr er þvf svo haldið fram, að verkalyðs- hreyfingin þurfi að miða starf sitt við að ná saman við þennan hóp, sem er ekki til nema í hausnum á ruglu- kollu. VERKEFNI FBK f DAG En„afstrakt prinsipp”einsog "stéttarlegt sjálfstæði" er til litils, nema reynt sé að holdgera það í daglegu starfi. Það bæri enda ekki neina nauðsyn til þess fyrir bylt- ingarsinnaða marxista að efna til sérstakrar samtakamynd- unar, ef verkefni þeirra væri aðeins að berja sér a brjóst á ritvellinum og biða þess svo að byltingin kæmi á vettvang. Verkéfni Fylk- ingarinnar er einmitt að gera byltingarstefnuna og starfs- aðferðir sem af henni leiða, - alger höfnun a steftasam- vinnu, lýðræðisleg vinnu- brögð innan verkalýðsfélag- anna o. sv. fr. - samgróin daglegri baráttu verkafólks fyrir brýnustu þörfum sin- um. Rétt eins og það er breyt- ingum undirorpið, hvað er brynast að berjast fyrir hverju sinni, er það líka breytilegt, hvernig best er unnið að markmiðum bylt- ingarsinna. Fylkingin hefur komist að þeirri niðurstöðu, andstætt ýmsum öðrum sem kenna sig við sósial- isma, að brýnasta verkefnið nu se að sameina alla verka- lýðsstéttina um að verja þau lífskjör sem nú eru skotmark burgeisanna, og ennfremur að þessi sameining geti ekki orðið nema að starfsemi 1974 hófst útgáfa á vegum framkvæmdanefndar IV. Alþjóðasambandsins á blaði sem kallaðist INPRECOR. Var það gefið út hálfsmánaðarlega á fjórum tungumálum, - já fjórum tungumál- um (ensku, frönsku, spænsku og þýsku). Þetta blað flytur reglulega greinar um baráttuna í öllum heimshlutum iðulega skrifaðar af mönnum x hita dagsins á hverjum stað. Nú er Inprecor aðeins gefið út á frönsku og þýsku. f staðinn fyrir spænsku útgáfuna, gefur spænská deild IV. Alþjoðasambandsins út vikublað, Perspectiva Mundual og nú snemma á þessu ári sameinaðist enska útgáfan af Inprecor bandarxska vikuritinu Intercontinental Press, sem Socialist Workers Party í Bandaríkjunum hefur staðið að og gefið út vikulega. Nú kemur enska eintakið af Inprecor því” út vikulega sameinað bandaríska vikuritinu. Öll þessi blöð, þótt tvær útgáfur hafi breytt um mynd, eru meira og minna samræmd, þannig að askrif- andi af einu blaoinu missir ekki af neinu mjög markverðu sem hinir hafa aðgang að. En það verður þó að segjast að enska útgáfan er stærst og hún ber með sér miklu meira af reglulegum fréttum auk hinna skínandi góðu og ítarlegu fréttaskýringa. A skriftargjaldið af þessum timaritum er tiltölulega ódýrt og getur Fylkingin haft milligöngu um það (hægt er t.d. að vera með í bunkaáksriftinni okkar sem er ódýrara en eitt eintak í pósti). Intercont- inentalpress combined with Inprecor kemur algerlega í staðinn fyrir það að eltast viö hin ymsu borgaralegu frettablöð auk þess sem oftlega eru góðar klausur þýddar úr vinstripress- unni hvaðanæfa úr heiminum þegar eitthvað sérstakt er að gerast (t. d. fékk maður álit allrar frönsku vinstripressunnar a einu bretti um kosningarnar þar f landi f mars). Haldiði að það sé munur..... GERIST ASKRIFENDUR. verkalýðsfélaganna verði aukin, og jjrundvöllur lajjður að virku lyðræði með stor- aukinni fræðslu- og áróðurs- starfsemi fyrir málstað hreyfingarinnar og um bar- áttuskilyrði hennar. Við höf- um ekki talið rétt að yfirgefa verkalýðsfélögin, eins og sumir byltingarsinnar, eða leggja ofurkapp á að rægja allt sem núverandi stétta- samvinnuforysta tekur sér fyrir hendur, bæði jákvætt og neikvætt. A,nnars staðar þar sem alþýðufólk á í baráttu - í Rauðsokkahreyfingunni, Samtökum herstöðvaandstæð) inga, innan námsmannahreyf- ingarinnar og leigjendasam- takanna, - höfum við einnig tekið þátt 1 starfinu og deilt þeim erfiðleikum sem þvf fylgja með fólki úr öðrum stjórnmálaflokkum en I'ylk- ingunni eða óflokksbundnu fólki, einmitt vegna þess að við álitum að brýnast sé nu að skapa málstað þessara hreyfinga fjöldafylgi og virkja svo stuðningsmenn þeirra í starfi, en ekki að balda endilega sjálfum okkur á lofti við öll tækifæri. En okkur er hins vegar engin launung á þvi, að við erum þess fullviss að í og með að þessi samtök eflast og virkum þátttakendum þeirra fjölgar, þá mun þeim og fjölga sem efast um stéttasamvinnuhugmyndirnar og halla sér siðan að hinum byltingarsinnaða málstað. EN AF HVERJU EKKI ALÞÝÐUBANDA LAGIÐ ? En þvi ekki að, starfa í Alþýðubandalaginu? Þvi ekki að deila erfiðleikum þeirra sem starfa þar ng ganga í flokkinn. Fjölmargir félaga hans eru jú í hæsta máta gagnrýnir á flokksstarfið og það ætti að vera hægt að vinna með þeim? Þessu er að visu ekki auð- svarað, enda ekki við þvi að búast að lesendur NEISTA viti yfirleitt hvilíkt fen og dragbít ur á allar framfarir innan alþýðuhreyfingarinnar Alb. er. Þátttaka f starfi Alb. þýddi að við yrðum framvegis háð duttlungum for- ystumannanna um það, hvort við gætum komið okkar sjón- armiðum á framfæri. Við gætum ekki hist lengur og rætt okkar mál, nema með leynd og alls kyns veseni, j auk þess sem við yrðum auð- ;vitað að þola þátttöku alls kyns stéttasamvinnubesefa !- sem þá yrðu flokksbræður jokkar. Þetta mundi auðvitað i koma niður á starfi okkar í fjöldasamtökunum en það er sannast sagna ekki svo beys- ið að það megi við þvf að verða minna og ómarkviss- ara en nú er. En e.t.v. er þó sú ástæða þyngst á metunum, að við viljum enga ábyrgð taka á stöðugum svikum Alþýðu- bandalagsforystunnar við málstað verkafólks og alþýðu annarrar, Við kærum okkur ekki um að ljá þessu úldnandi hræi, sem flokksklik: ■ og lið- ið f kringum hana er, eitt- hvert vinstra andlit. Við kær- um okkur ekki um að undir- byggja þá ranghugmynd, að það sem ritstjórar Þjóðviljans sleppa inn á sfður smar se allt það sem um málin sé að segja. Við álftum það reynd- ar vera ræfildóm f meira lagi að geta verið f Alb. og jafnframt kallað sig róttækan baráttumann eða jafnvel bylt- ingarsinna. Svo er þess að gæta f viðbót að með þvf að vera til utan Alþýðubandalagsins, álftum við að við hjálpum þvf fólki betur sem er að gera góða hluti f Alb. , en með þvf að ganga þar inn og brjótast um f sama feninu. Hins vegar er klíkumökkurum lftil stoð f okkur, því þeir makka sig innf alls konar nefndir, smala á fundi o. sv. fr. f stfl við forystuklíkuna, án þess þó að þora nokkru sinni að taka á kjarna málsins. Við erum hins vegar að hugsa um pólitfk. STARFIÐ MEÐ FBKf Fylkingarfélagar vita af dýrmætri reynslu - vel að merkja - að þeir geta starf- að með fjölda fólks, sem er hins vegar ekki fyllilega sammála okkur. En við vit- um líka til þess, að ýmis- legt fólk er sammála okkur og tekur undir öll okkar stefnumál en hikar við að taka til starfa með samtök- unum, með það fyrir augum að ganga f þau. Þetta fólk hugsar sem svo, að Fylking- in séu fámenn samtök og þvf ekki við þvf að búast að starf hennar valdi breyting- um á einu eða öðru. En þetta er mikill mis- skilningur. Þess er vissu- lega ekki að vænta, að starfið beri mikinn ávöxt undir eins, enda verkefnið - grundvallarbreyting þjóð- félagsins - ekkert smáræði. En það miðar seinna en það þyrfti að gera, vegna hinna mörgu, sem eru treg- ir til að leggja eitthvað af frfstundum sfnum frá dag- F rh. bls 11.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.