Neisti - 23.04.1979, Side 9

Neisti - 23.04.1979, Side 9
5. tbl. 1979, bls. 9 ► > 20 ár ttðin frá sigrí kúbönsku byttingarinnar Fáir atburðir á síðustu áratugum hafa stuggað við samvisku manna og pólitískum þankagangi í jafn ríkum mœli og kúbanska byltingin. Fordæmi örfárra ofurhuga sem lögðu ábrattann íSierraMaestrafjöllunum haustið 1956 og höfðu tveimur árum síðar lagt Batistastjórnina að velli, hefur lýst upp hugi ótaldra byltingarmanna um víða veröld, enþó einkum íRómönsku Ameríku. Um rás kúbönsku byltingarinnar hafa verið ritaðar margar bœkur og ómœlt blek hrotið úr pennum þeirra fjölmörgu sem kannað hafa þetta fyrirbœri. Hér á eftir verður þó stiklað á stóru og taumhald haft á ritgleði, þrátt fyrir að Fidel, Che og byltingin hafi skipað stórt rúm í huga undirritaðs allt síðan hann sleit barns- skónum. Hrun einræðisstjórnar Fulgencio Batista átti engann skyldleika að telja til hallarbyltingar eða lítils háttar valdatilfærslu, sem í engu raskaði kapítalískum framleiðsluháttum. Þvert á móti, sigur kúbönsku byltingarinnar í janúar 1959 markaði upphafið að andheimsvaldasinnaðri og andkapí- talískri baráttu, sem kúbönsk alþýða tókst á hendur eftir að hafa velt Batista af stóli. Upp úr þessari baráttu fæddist fyrsta verkalýðsríkið í Rómönsku Ameríku. { baráttunni gegn einræðisstjórn- inni sameinuðust róttækt æskufólk, landbúnaðaröreigar og verkalýður í borgum, auk stórs hluta smáborgara- stéttar sem bjó við versnandi afkomu á tímum Batista. Stuðningur hins breiða íjölda var það afl sem gerði byltinguna mögulega og sem eftir sigur hennar knúði á um róttækar þjóðfélagsbreyt- ingar. Leiðtogar byltingarinnar stóðu frammi fyrir því verkefni að hefja um- breytingarstarfið um leið og verjast þurfti vélabrögðum hinna „þjóðlegu burgeisa“ og bandarísku heimsvalda- stefnunnar, sem aðeins vildu ný andlit í valdastóla, en börðust með kjafti og klóm gegn raunverulegum uppskurði á hina rotna spillingarkerfi. Byltingarleiðtogarnir höfnuðu hlut- verki strengjabrúðunnar og eins voru viðhorf þess fjölda sem fært hafði byltinguna fram til sigurs; annar Batista skyldi ei leyfður, blóð fallinna félaga skyldi ekki hafa runnið til einskis - kúbönsk alþýða vildi ekki fórna því frelsi sem hún hafði nú i hendi sinni. Breytingar hafnar Allt síðan á síðustu öld hafa banda- rískir heimsvaldasinnar ástundað valdarán, bein og óbein, innrásir og fjöldamorð í hinum ýmsu ríkjum Rómönsku Ameríku, svo hagsmunum þeirra mætti fullnægt. Alla þá sem í þjóðfélagshræringum höfðu í upphafi ætlað sér að raska veldi risans í norðri, hafði bandaríska heimsvaldastefnan fellt eða keypt. Þeir tóku því í upphafi ekki of mikið mark á yfirlýsingum kú- bönsku byltingarmannanna og settu sig á háan hest. En þeir áttu eftir að gjalda hroka sinn dýru verði. Stirfni þeirra gerði það að verkum að eignir þeirra voru þjóðnýttar og leppar þeirra eignum og völdum sviptir. í kjölfar upplausnar hers Batista var vopnum dreift til íjöldans, svo verja mætti byltinguna og landvinninga hennar. Eftir að „þjóðlegu" burgeis- arnir höfðu verið sviptir völdum og áhrifum voru þjóðnýttar eignir þeirra, verksmiðjur, lendur og bankar. Land- búnaðarumbætur voru hafnar og þjóðnýttar hinar feykilegu eignir er- lendra fyrirtækja, sem langflest voru bandarísk. Þegar bandaríska heims- valdastefnan hugðist endurvinna fyrri eignir og reyndi innrás og vann skemmdarverk, svöruðu kúbanir með almennri herkvaðningu og ráku inn- rásarmenn Svínaflóaárásarinnar af höndum sér. Þegar reynt var í fram- haldi af því að einangra Kúbu með öllu, efnahagslega og diplómatískt í Rómönsku Ameróku, tvíefldust kú- bönsku byltingarmennirnir og eggjuðu menn til varnar byltingunni og sendu logandi hvatningar til hins undirokaða fjölda á meginlandi Rómönsku Amer- íku. Þróunin Á mörgu hefur gengið í þróun bylt- ingarinnar síðustu 20 árin. Um margt hefur verið deilt, ýmsar tilraunir gerðar - sumt tekist og annað ekki. Um miðjan sjötta áratuginn var rætt um ýmsa valkosti sem til greina komu við mótun efnahagsstefnunnar. Þar er máske kunnust umræðan um efnis- lega eða siðferðilega hvata til fram- leiðsluaukningar. Skyldi lofa umbun í efnislegum gæðum fyrir aukin afköst eða höfða til hins byltingarsinnaða hugarfars? - í áranna rás hefur fyrri valkosturinn orðið ofan á - el himbre nuevo -hinn nýi maður, á ennþá langt í land. Reynt hefur verið að auka fjöl- breytni framleiðslunnar og minnka mikilvægi sykursins. Eins og öll lönd sem þjónað hafa hagsmunum heims- valdastefnunnar, var framleiðslan með afbrigðum einhæf og það þurfti meira en orðin tóm til að breyta því ástandi, ekki síst í tiltölulega vanþróuðu landi á borð við Kúbu. I upphafi áttunda ára- tugarins átti að slá öll met í sykur- framleiðslunni og allt var gert til að La Zafra (sykuruppskeran) næði þeim frægu 10 milljónum lesta sem so ekki tókst. Eftir því sem liðið hefur á þennan áratug hafa efnahagsleg tengsl við Sovétríkin enn aukist, en voru þó mikil fyrir. Kúba gerðist þannig aðili að Comecon 1972. Hvað kvenfrelsi snertir hefur tölu- vert áunnist þótt ennþá sé langt í land, enda machismo - karlremba kúbana vel þekkt fyrirbrigði. Ekki hefur þó verið tekist á við hina borgaralegufjöl- skylduímynd, frekar en í öðrum ríkjum þar sem þjóðfélagsbyltingar hafa orð- ið. Eins og í Sovétríkjunum þarsem þó átti sér stað víðtæk umræða og athafnir í málefnum fjölskyldu og kynlífs á þriðja áratugnum, hefur fjöl- skyldan verið lögfest - árið 1975 var sett löggjöf þar um. Fyrir þremur árum var ný stjórnarskrá samþykkt, en yfirumsjón með samningu hennar hafði gamli stalínistinn Blas Roca. Það undrar því fáa þótt í formála sé að finna ástarjátningu til Sovétríkjanna, eða að í grein fimm sé gerð grein fyrir hlutverki Flokksins, með því sem næst sömu orðum og í sovésku stjórnar- skránni. Engum blandast hugur um það að án efnahagslegrar hjálpar Sovétríkj- anna hefði ansi mikið minna verið framkvæmd á Kúbu s.l. 20 ár. Óvíst er að jafnmiklum árangri hefði verið náð í heilsugæslu, menntamálum og iðnaði svo dæmi séu nefnd, ef sá stuðningur hefur og haft annað í för með sér, sem ekki er sósíalistum jafnmikið fagnað- arefni. Hann hefur leitt til þess að áhrif gömlu stalínistanna úr PSP (Partodo Socialista Popular - gamli kommún- istafl.) hafa aukist mjög. Framan af, eða framundir 1970, ráku kúbanir t.a.m. mjög sjálfstæða utanríkisstefnu, sem oftar en ekki gekk þvert á hagsmuni og vilja Austurblokkarinnar og stalínistaflokkanna í Rómönsku Ameríku. Þessu hefur og fylgt dvín- andi barátta gegn skrifræðisþróuninni, sem þeir Che og Castro þreyttust aldrei á að vara við. Ein ástæða þess að byltingin hefur þróas,t í þessa miður jákvæðu átt er einangrun hennar í Rómönsku Amer- íku - Andesfjöllin urðu aldrei Sierra Maestra Suður-Ameríku. Samskipti Kúbu og meginlands álfunnar eru slík- ur þáttur í sögu,20 síðustu ára að ekki verður hjá því komist að gera nokkra grein fyrir þeim. „Ó, þér borðalögðu hershöfðingjar með húfu á kolli og harðan svip á fési“ - Raúl Castro kannar vörðinn. Á Kúbu hefur í síðari tíð þótt sómi að röð og reglu og stjórnleysi (sjálfstjórn) ekki allt of vel séð. Fáir menn geta talað jafn lengi og af jafn mikilli kúnst og Fidei Castro Ruz. Tvö, þrjú Víetnöm? Allt frá upphafi byltingarinnar kom alþjóðahyggjan greinilega í ljós. Eitt af því sem átti þátt í að styrkja hana voru atburðirnir 1962 þegar Krústsjev lét undan Kennedy og ljóst var að kúbanir urðu að gera tvennt; treysta sjálfa sig og efla byltingarhreyfinguna í Róm- önsku Ameríku. Hafi kúbanska byltingin og þróun hennar komið Bandaríkjamönnum í opna skjöldu, er það víst að þeir tóku strax til sinna ráða. Reyndar ekki aðeins í Rómönsku Ameríku, heldur þvarvetna þar sem undirokaðar þjóðir risu upp - Kongó, Ghana-, Indónesía, Víetnam. Á meginlandi Ameríku má nefna valdaránin í Brasilíu og Bólivíu 1964, auk innrásarinnar í Santo Domingo 1965. Innan vinstri hreyf- ingarinnar á meginlandinu jukust deilur um hvort hefja skyldi vopnaða baráttu. Á þingi chilenska Sósíalista- flokksins 1964 var þannig ákveðið að hefja undirbúning að vopnaðri bar- áttu - í því landi þar sem endurbóta- stefnan átti sér hvað sterkast hefð. Jafnvel einstakir kommúnistaflokkar, velktir í stéttasamvinnu margra ára- tuga, hófu skæruhernað eins og raunin varð á í Kólombíu, Venesúela og Guatemala. Þannig var ástandið þegar kúbanir ákváðu að styðja skæruliða á megin- landinu árrð 1965, sérstaklega í Perú, Bólivíu og norður-Argentínu (Tucu- mán). Fall Che i Bólivíu i október 1967, skipbrot perúanskra skæruliða 1965, dauði Camillo Torres í Kolom- bíu, Fabricio Ojeda í Venesúela og Turcios Lima í Guatemala, voru hins vegar dæmi um að eitthvað meira en lítið var athugunarvert í þeirri her- stjórnarlist sem Régis Debray hafði sett fram í Byltingunni í Byltingunni. Það sem þar var gert, var að alhæfa reynslu kúbönsku byltingarmann- anna, 26. júlí hreyfingarinnar, sem hafði í raun verið einstök. Auk þess kom fram vanmat á mögulegum gagn- aðgerðum heimsvaldastefnunnar og burgeisastéttar hvers og eins lands. Þá tók þessi herstjórnarlist, sem byggð var á s.k. hreiðri skæruliða (foco) í hinum dreifðu byggðum, engan veginn tillit til þeirra miklu þjóðhagslegu breytinga sem áttu sér stað i álfunni á sjöunda áratugnum og fólust í mikilli iðnvæð- ingu og mannflutningum úr sveitum til borga. Þessi stefna er þannig byggðist á hópum skæruliða, sem höfðu jafnt takmarkaða hernaðarlega og pólitíska þjálfun, og voru ekki allt of meðvitandi um meðvitundarstig og baráttu hvorki landbúnaðaröreiga né iðnverkalýðs- ins, hlaut því að leiða til ósigurs. Ofmat á stalínistum Inn í þetta fléttast einnig ofmat kúbönsku byltingarmannanna ástalín- istaflokkum álfunnar, eins og dæmið frá Bólivíu sannar best. Þrátt fyrir harðar deilur Castros og félaga við ýmsa kommúnistaflokka álfunnar (um sósíalískt eðli byltingarinnar, um þing- ræðisleiðina, hlutverk „þjóðlegu" bur- geisastéttarinnar o.fl.) og fordæmingu á svikum flokkanna í Kólumbíu og Guatemala gagnvart skæruliðum, skorti töluvert á að þeir drægju af því réttar pólitískar ályktanir. Kúbönsku leiðtogarnir gerðu ráð fyrir að er til byltingar kæmi, myndi hlutverk kommúnistaflokkanna verða svipað því sem gerðist með PSP á Kúbu. Þessi skilningur var og ríkjandi á Þríálfuráð- stefnunni 1967, þrátt fyrir deilur við chilenska og venesúlenska stalínista á sama tíma. Þrátt fyrir róttækar sam- þykktir ráðstefnunnar, töldu komm- únistaflokkarnir ekki rétt að rjúfa samband sitt við Kúbu - til þess naut kúbanska byltingin og leiðtogar henn- ar of mikillar virðingar um alla álfuna og meðal meðlima flokkanna. Kúbanir gátu ímyndað sér við lestur yfirlýsinga ráðstefnunnar að þeir væru hinir sönnu sigurvegarar. En þess var skammt að bíða að þessi stefna hefði sínar afleiðingár - svik bólivísku stalín- istanna á loforðum sínum við Che, áttu stóran þátt í því hve fljótt var ráðið niðurlögum á skæruliðunum við Nancahuazu. Það tap átti stóran þátt í stefnu- breytingu kúbana í utanríkismálum, sem reyndi ekki eftir það að styðja skæruhreyfmgar í löndum Rómönsku Ameríku. OLAS varð aldrei annað en nafnið tómt. Þerri uppsveiflu sem varð í lok sjöunda áratugsins í álfunni, verkföllunum i Brasilíu, baráttunni í Venesúela, Argentínu og Bólivíu, var lítill gaumur gefinn af hálfu kúbu- manna. Hvað snerti Alþýðueininguna í Chile, sagði Castro að ekki væri hægt að endurtaka kúbönsku byltinguna, en gaf þó Allende táknræna byssu áður en hann yfirgaf landið eftir heimsóknina. Stutt við „framsækna“ Á sama tíma og stuðningur við eftir- lifandi skæruhreyftngar varð lítill sem enginn, urðu „framsæknir" herfor- ingjar stuðningsverðir, sbr. Perú og Panamá. í samræmi við það færðust kúbanir æ nær hinum gömlu fjendum sínum, stalínistaflokkum Rómönsku Ameríku. Þar kom reyndar og til þró- unin í álfunni á árunum 1973-76, þegar grimmdaræði herforingjastjórnanna náði að teygja sig yfir allan syðri hluta Suður-Ameríku, fyrst Chile, svo Uruguay, Perú (ágúst 1975) og Argen- tínu í mars 1976. Sú þróun hlaut óhjákvæmilega að leiða til þess að saman drægi, eftir því sem afturhaldið sótti fram. Ekki er hægt að fullyrða að kúbanir muni styðja afturhaldsflokka stalínista ef upp kemur byltingar- ástand í einhverju landi álfunnar, sem þekktir eru fyrir yftrþyrmandi stétta- samvinnu og gagnbyltingarstefnu auk beinnar samvinnu við hægri herfor- ingjastjórnir (Argentína). Aldrei er að „Eftir því sem liðið hefur á þennan áratug hafa efnahagsieg tengsl við Sovétríkin enn aukist. . Osvaldo Dorticós hengir karamellubréf á böð- ulinn Bréssneff. vita nema Eyjólfur hinn kúbanski hressist ef byltingarástand skapast á næstu árum t.d. í Perú eða Brasilíu. Engu að síður eru mörg slæm teikn á lofti, eins og t.a.m. stuðningur þeirra við þrepastefnu (bylting í áföngum- fyrirbæri sem þróun kúbönsku bylting- arinnar afsannaði) sumra Sandinista í Nicaragua eða þá hversu þeir leggja blessun sina yfir samstarf chilensku stalínistanna og kristilegra demókrata. Að slíkt gerðist hefði fáir trúað fyrir áratug og seint hefði Comandante Ernesto Che Guevara ljáð þvílíku stuðning sinn. t.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.