Neisti - 27.03.1983, Page 1
NEISTI 3.tbl. 1983 21. árg. Utgáfudagur 27.raars 1983
Fylking byltingarsinnaðra kommúnista — stuðningsdeild Fjórða Alþjóðasambandsins
Yfirvinnubann hjá ÍSAL:
Gegn auknu álagi
á verkamenn
23. mars - þegar þetta
er skrifað hefur yfirvinnubann
verkamannafélagsins Hlifar
staðið i 3 daga í álverinu i
Straumsvik.
Óánægjan i álverinu hefur
grafið um sig i talsverðan
tíma að sögn starfsmanna
álversins, sem Neisti ræddi
við. Kvartað er undan miklu
vinnuálagi og slæmri vinnu-
aðstöðu, óþrifum og lélegum
aðbúnaði. En kannski er það
ekki fyrst og fremst þetta sem
veldur þvi að uppiír sýður
núna, heldur miklu fremur
breyttur andi meðal stjórnenda
og yfirmanna á staðnum. Þar
er nú öllu stjórnað með tilskip-
unum.
Þegar stjórn ÍSAL hótaði
að segja upp fastráðnum starfs-
mönnum lögðu verkamenn til
að byrjað yrði á þvi að
afnema yfirvinnu; í öðru lagi
yrði hætt að veita verkefnum
til verktaka utan fyrirtækisins og
í þriðja Iagi yrði reynt að
spara á öllum sviðum. ekki
síst á sviði stjórnunar- og
yfirbyggingar.
Þessum tillögum var hafnað
og þá boðaði Verkamannafél-
agið Hlif i Hafnarfirði yfir-
vinnubann.
Neisti ræddi við Hallgrim
Pétursson, formann Hlifar, þann
23. mars og bað hann skýra
helstu ástæður deilunnar.
Deilan er fyrst og fremst
tilkomin vegna þess að stjórn
ÍSAL ákvað að segja verka-
mönnum upp vinnu á sama tima
og yfirvinna var stóraukin,
sagði Hallgrimur. Við sam-
þykkjum alls ekki slikt aukið
álag á menn.
Auðvitað hefur alltaf verið
um einhverja yfirvinnu að ræða,
menn forfallast og sitthvað getur
komið uppá, en það er ekkert
likt því sem verið hefur
að undanförnu. Ragnar Hall-
dórsson segir yfirvinnuna til-
komna vegna blautra rafskauta,
það má auðvitað alltaf finna
sér ástæðu, en ég held að
hennar sé frekar að leita i
uppsögnum, t.d. var sagt upp
17 manns nú allra síðustu
daga.
Á siðasta ári voru gerðar
umfangsmiklar breytingar á
vinnutilhögun vegna tækni-
nýjunga. Af fenginni reynslu
kom ýmislegt í ljós sem betur
mátti fara, en reynt var
að leysa málin og gengið út
frá því að tryggja sem allra
flestum áframhaldandi atvinnu,
þótt um tilfærslur væri að
ræða á milli deilda. Þetta
gekk svona bærilega.
- Menn hafa ýjað að þvi að
svo virðist sem Verslunarráð
haldi hér um stjórntauma og
stýri afstöðu ISAL.
Það má kannski segja það.
Staðreyndin er að síðustu mán-
uði hefur stjórn fyrirtækisins
sýnt aukna hörku gagnvart
verkafólki. Auðvitað hefur stjórn
ÍSAL alltaf hugsað fyrst og
fremst um hag fyrirtækisins,
en nú hefur verið sýnd óbil-
girni og harka sem við höfum
ekki kynnst fyrr. Það er kannski
Það ætla ég að vona.
Ragnar Halldórsson vill að visu
meina að aðgerðirnar skipti
engu máli. Siðan segir hann i
hinu orðinu að yfirvinnubannið
komi til með að setja fyrir-
tækið á hausinn. En þetta
er svosem ekki einasta þver-
sögnin i hans málflutningi.
- Hefur ÍSAL hótað ykkur?
Eftir að við tilkynntum
yfirvinnubannið barst okkur bréf
þar sem stjórn ÍSAL mót-
mælti banninu og sagði það
verið að nota okkur sem til-
raunadýr fyrir stefnu Verslunar-
ráðs fslands.
- Hingað til hefur stjórn ÍSAL
neitað að ræða við Hlif. Hvert
heldurðu að áframhaldið verði?
Yfirvinnubannið var samþykkt
einróma á fundi sem haldinn
var með félagsmönnum Hlifar
er vinna hjá ÍSAL. Það var
siðan boðað skriflega daginn
eftir frá og með 20. mars,
eða með 10 daga fyrirvara.
Það hefði þvi átt að gefast
nægur timi til samninga-
viðræðna, hefði einhver vilji
verið til þeirra.
Aðgerðin var boðuð ótima-
bundið og framhald hennar
byggist því eingöngu á mann-
skapnum. Svona aðgerðir eru
ekki ákveðnar af einhverjum
mönnum á einhverri skrifstofu
úti bæ, það gengur aldrei.
Ákvörðunin er þeirra sem þátt
taka í aðgerðinni.
Er yfirvinnubannið farið að
hafa einhver áhrif?
bæði brot á samningum og lög-
um um stéttarfélög og vinnu-
deilur. í þessu bréfi er þess einn-
ig krafist, að Hlif verði látin
sæta ábyrgð fyrir hugsanlegan
skaða sem fyrirtækið kunni
að verða fyrir af þessum
aðgerðum.
Við höfum nú fengið svona
hótanir áður og tökum þær
ekki nærri okkur.
Það má einnig benda á
að skv. samningum okkar eru
verkamenn verndaðir gegn óhóf-
legri yfirvinnu. Inni samningum
eru ákvæði um að ekki megi
vinna meira en 5 vaktir á
'/2 mánuði í yfirvinnu, eða 3
vaktir á viku. Við lögðum
mikla áherslu á að fá þetta
atriði inní samninga. Það er
nóg fyrir menn að vera 8
tíma í einu á þessum stað,
hann er ekki svo heilsusam-
legur.
-bþ-
Forystugrein
Kjósum
verkalýðsflokkana!
Fylkingin mun pkki bjóða fram í Alþingis-
kosningunum að þessu sinni. Líklegt er að tvennar
kosningar verði nú með stuttu millibili, og við
teljum ástæðulaust að bjóða fram í þeim báðum.
Fylkingin setti sér ákveðin verkefni á nýyfirstöðnu
þingi sínu. Þátttaka í Alþingiskosningum getur
auðvitað verið mikilvægur liður í þvf uppbyggingar-
starfi. Eins og nú standa sakir mundi þó
kosningaþátttaka hafa truflandi áhrif á framkvæmd
fyrstu verkefna Fylkingarinnar á þessu sviði á
næstu vikum og mánuðum.
Fylkingin hvetur því stuðningsmenn sína til að
kjósa annanhvorn verkalýðsflokkanna í kosningunum
23. apríl n.k. í Reykjavík munu Fylkingarfélagar
kjósa Álþýðubandalagið, og hvetja stuðningsmenn til
að fara að dæmi sínu. Að öðru leyti teljum
við ekki vert fyrir þá sem stutt hafa verkalýðs-
flokkana hingað til, að kjósa öðruvísi en þeir hafa
gert hingað til, enda er það samanlagt fylgi þeirra
sem máli skiptir, en ekki hvort annar flokkurinn
hefur einhver atkvæði af hinum.
Fýlkingin leggur sérstaka áherslu á það, að verka-
fólk láti ekki blekkjast af Vilmundar- og kvenna-
framboðunum. ítrekaður tillöguflutningur Vilmundar
Gylfasonar um afskipti ríkisins af innri málum verka-
Iýðshreyfingarinnar gerir það að verkum, að enginn
stuðningsmaður verkalýðshreyfingarinnar getur stutt
Bandalag jafnaðarmanna.
Tilraun kvennalistanna til að hefja sig vfir
stéttirnar og hafna því að taka skýra afstöðu í
meginátökum þjóðfélagsins vekur efasemdir um það,
hverja og hvað þeir munu styðja, er á þing er
komið.
Atkvæði greitt hinum nýju listum mun m.ö.o.
alls ekki verða til þess að styrkja baráttustöðu
verkalýðshreyfingarinnar, né auka líkurnar á framgangi
þeirra baráttumála, sem mestu skipta alþýðufólk í
landinu. o- • _ __> 11 o
Sja nanar a bls. Z.
Fylkingin eflir starf sitt i
verkalýðshrey fingunni.
Á 35. þingi Fylkingarinnar, sem haldið var á
dögunum, var meginniðurstaðan sú, að Fylkingin mun
á næsta starfsthnabili einbeita sér að því að efla
stöðu sína innan samtaka launafólks. Fylkingin
hefur hingað til byggt öflun nýliða á róttæku
náms- og menntafólki, en hreyfingu þess hefur mjög
sett ofan undanfarið. Þrátt fyrir nokkur tengsl og
fáeina, félaga innan verkalýðssamtakanna hefur Fylk-
ingin starfað í útjaðri verkalýðshreyfingarinnar.
Á komandi árum verða samtök verkalýðsins í
brennidepli þjóðfélagslegra átaka á Islandi. Fylk-
ingarfélagar verða að taka þátt í þessum átökum,
ef þeim á að miða eitthvað í þá átt, að byggja
upp nýjan verkalýðsflokk, byltingarsinnaðan verkalýðs-
flokk. Hann verður aldrei skapaður utan þeirra
samtaka, sem verkafólk hefur þegar myndað til að
standa vörð urn kjör sín og rétt.
Þessi niðurstaða mun leiða til margvíslegra
breytinga á starfi samtakanna. Þess er ekki að
vænta að fyrst um sinn vcrði Vart stórfenglegs
árangurs í þessu starfi. En þessi leið er nin
eina færa, þó torsótt sé. Fylkingin leggur því
ótrauð á brattann. Sjó nónar i opnu.
Réttur kvenna til fóstureyðinga
kostaði baráttu, ogþaðmun
kosta baráttu að haldahonum.
BIs. 4.
Bygging
leiguhúsnæðis
á félagslegum
grundvelli er
að verða helsta
hagsmunamál
ungs fólks.
Sjábls. 4.