Neisti - 27.03.1983, Side 10

Neisti - 27.03.1983, Side 10
Alþjóðam ál Morðið á Maríanellu Garcia- Villas: Látum það verða okkur að hvatn- ingu til virkrar samstöðu með alþýðu E1 Salvador. Fyrstu fregnir sem okkur bárust gegnum dtvarp af morðinu á Marianellu Garcia-Villas um miðjan mars voru á þá leið að hún hefði fallið i átökum milli skæruliða og stjórnarhermanna. Haft var eftir opinberum aðilum i EI Salvador að hún hefði gengið i Iið með skæruliðum. í AP-fréttaskeyti i Morgun- blaðinu 17. mars var haft eftir sömu opinberu aðilum að þegar hún féll hafi hún verið i hópi skæruliða sem reyndu að sitja fyrir herflokki skammt frá San Salvador. Allt þótti okkur þetta með ólikindum. Ekki vegna þess að hún hefði ekki haft samúð með málstað og baráttu skæru- liðanna. En hún hafði öðru mikilvægu hlutverki að gegna eins og allir vita sem áttu þess kost að hitta hana þegar hún kom hingað til íslands i nóvember siðastliðnum. Og hlut- verk hennar var svo mikil- vægt að hún féll ekki eins og fyrir hendingu, heldur var hún myrt af ásettu ráði að undirlagi stjórnarinnar i E1 Salvador. Að sögn Mannréttindanefndar- innar i E1 Salvador, en Maria- nella Garcia-Villas var formaður hennar, var hún tekin af lifi af átta hermönnum úr stjórn- arhernum. Hún var nýlega komin til E1 Salvador á löglegan hátt enda hafa stjórnvöld ekki treyst sér til að banna starfsemi Mannréttindanefndarinnar, og var hún að afla heimilda um notkun efnavopna i E1 Salvador. í viðtali við Neista i nóvember sagði hún að Mann- réttindanefndin vissi dæmi þess að efnavopnum hefði verið beitt bæði i E1 Salvador og Guate- mala og þessi vopn kæmu beint frá Bandarikjunum. Einnig sagði hún á fundi þar sem full- trúi Neista var að henni hefðu þá nýlega borist fregnir um að uppi væru áætlanir um að beita napalmi i E1 Salvador og reyndar taldi hún að þvi hefði verið beitt. Hún var nú i E1 Salvador að leita nánari stað- festingar á þessu. Mannréttindanefndin i E1 Salvador nýtur mikillar viður- kenningar viða um heim og t.d. var Marianella tvisvar tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. Vitn- eskja þessarar nefndar um notk- un efnavopna með vitund, vilja og aðstoð Bandarikjastjórnar hefði verið mjög óþægileg. Þess vegna var gripið til þess ráðs að myrða formann nefnd- arinnar og reyna að koma þeirri sögu af stað að hann hefði gengið til liðs við skæruliða. Við höfum oft hér i Neista getið þeirra tugþúsunda sem hafa verið drepin i E1 Salvador. En við sem sitjum hér fjarri vigvellinum gerum okkur eftil vill ekki fulla grein fyrir hvað þetta þýðir i raun og veru. Og það er eins og við séum hrifin miklu nær þessum atburð- um þegar við fréttum af falli einhvers sem við höfum hitt. Þá gerum við okkur grein fyrir að það eru ekki aðeins tug- þúsindir sem hafa verið drepnir, heldur tugþúsundir einstaklinga, einstaklinga sem hafa haft sínu hlutverki að gegna meðal félaga sinna, vina og fjölskyldna, ein- staklinga sem hafa haft sin sér- kenni, skapgerð, tilfinningar, vitsmuni, fortið og rétt á framtið, fólk af holdi og blóði, með lif i augunum eins og Marianella Garcia-Villas. Og nú er hún ein þessara tugþúsunda. Starf Marianellu Garcia-Villas ætti að minna okkur á mikilvægi þess að við hér á íslandi tökum þátt i virkri andstöðu gegn ógnarstjórninni i E1 Salvador og stuðningi Bandarikjastjórnar við hana. Marianella kom hingað til íslands og hitti hér fjölda fólks af þvi að hún var sannfærð um að sú vitneskja sem hún færði okkur um ógnarverkin i E1 Salvador hefðu þýðingu, að það væri gifurlega mikilvægt fyrir baráttuna gegn þessum ógnarverkum að við létum orð hennar ekki fram hjá okkur fara heldur létum i ljósi andstöðu okkar og tækjum virkan þátt i þessari baráttu. -/eó 1 Undir merkjum Fjórða Alþjóðasambandsins. Bandariskum dómstólum beitt til að ráðast á Sósialiska Verkamannaflokkinn. 20. MARS - Fyrir rétti i Los Angeles ' Bandaríkjunum var 1 mars síðastliðinn framhaldið máli sem fyrir margra hluta sakir er mjög athyglisvert. Málið snýst um grundvallarrétt póli- tiskra samtaka til að ráða sínum innri málum án íhlutunar og eftirlitS fíkisaípfnana. Þessi grundvallarréttur 5fm l.Viðbót við mannréttindaskrána (Bill of Rights) tryggir hefur enn einu sinni verið gróflega ógnað. 1 þetta skipti af dóm- stólum. Mál var höfðað á hendur Sósíalíska Verkamannaflokknum (SWP) stuðningsdeild á.Alþjóða- sambandsins í Bandaríkjunum, af fyrrum meðlim hans lögfræð- ingi að nafni Alan Gelfand. Gelfand þessi var rekinn úr flokknum í janúar 1979, fyrir að beita sér gegn SWP í málsókn flokksins gegn FBI, Bandarisku Alrikislögreglunni. Dómarinn í þessu máli heitir Mariana Pfealzer. Gelfand höfðaði mál sitt í júlí 1979, hann fer fram á dómsúrskurð þess efnis að aðild hans að flokknum verði endur- nýjuð, að brottreksturinn verði talinn brot á reglum SWP, og að þeir félagar sem ábyrgir eru fyrir brottrekstri hans, þar með taldir landsritari flokksins og nokkrir félagar pólitískrar nefnd- ar, verði vikið úr sínum stöðum, sem þeir voru kjömir til af félögum flokksins. Forsaga málsins nær aftur til ársloka 1978, þegar dóms- málaráðherra Bandarikjanna, Griffin Bell neitaði að verða við kröfu dómara i máli SWP gegn FBI,CIA og öðrum stofnunum bandaríkjastjórnar um að láta af hendi lista yfir 18 flugumenn sem notaðir höfðu verið gegn SWP,(Sjá NEISTI lO.tbl. 1978 bls. 10.). Gelfand var á þeim tima meðlimur í SWP í Los Angeles, og í krafti embættis síns sem lögfræðingur hins opin- bera, lagði hann fram sina eigin skoðun í málinu án samráðs eða vitneskju flokksins. I þréfi sínu sagðist Gelfand vera að koma á franfæri «viðhorfi hins almenna félaga»hvers at- huganir « á meintum tengslum ákveðinna leiðandi flokksfélaga og FBI» hafði verið «mætt af dæmalausri andstöðu forystu flokksins». Forysta flokksins fékk að heyra um bréfið i gegnum lögfræðing sinn sem aftur fékk það frá blók í réttar salnum. Til að komast vfir hinn lagalega þröskuld sem l.Viðbótin kveður á um varðandi rétt SWP, heldur Gelfand þvi fram í málsókn sinni sem auk þess að beinast að flokknum, og einstökum félögum hans, beinist einnig að ríkissaksóknara öðrum ríkisstofnunum og em- bættismönnum, að l.Viðbótin verndi ekki SWP, þvi hann sé ekki lögmæt pólitísk samtök. Forystan hafi verið yfirtekin af opinberum aðilum fyrir mörgum áratugum. Pólitiska nefndin, hin daglega forysta - sem rak hann - sé undir stjóm opinberra aðila og að hann hafi verið rekinn vegna tilrauna sinna til að afhjúpa þessa opin- bem stjórnun og þarafleiðandi hafi það verið l.Viðbótarréttindi sin sem brotin hafi verið með ríkisafskiptum í gegnum forystu í hans eigin samtökum! Nú kynnir þú lesandi góður að álykta að hlutlausum bandarísk- um dómara yrði nú ekki skota- skuld úr því að sjá við svona bág- borinni lagarökfræði. En það er nú eitthvað annað, og ekki er það einhver heilalömun sem glepur dómarann. Þvert á móti. Það vill nefnilega svo til að þessi dómari var á árunum 1974-78 í forsæti fyrir nefnd lögreglunnar í Los Angeles þg lét fýrirskipa lögreglunjósnir og aðgerðir gegn bæði SWP og öðrum samtökum. Kröfu lögfræðinga SWP um af- sögn dómarans á þeim forsend- um að hún væri óhæf vegna augljósrar hlutdrægni og for- dóma, var hafnað af öðrum dóm- stól 12.febrúar 1983. Með þeim úrskurði er dómaranum í sjálfsvald sett að nota það vald sem staða hennar veitir henni til að beita löglegum aðgerðum við að afsækja SWP, sem hingað til hefur af CIA,FBI og öðrum opin- berum aðilum farið leynt. En það er ekki lagaramminn fyrst og fremst sem er aðal- atriðið í þessu máh heldur þær grundvallarspumingar sem það vekur. Dómarinn hefur í fimm skipti og án þess að gefa upp ástæðuna, hafnað kröfum lög- fræðinga SWP um að málinu verði vísað frá þar sem Gelfand hafi ekki í öll þessi ár komið fram með nokkur sönnunargögn. Reyndar hefur Pfealzer gefið þá yfirlýsingu að allt sem hún hafi heyrt væru « getgátur.ágiskanir, grunsemdir og móðursýki» en «ekki minnsta vott af sönnunum» Dómarinn hefur einnig viðhaldið kröfu ríkisins um að nöfn flugu- manna verði ekki gefinn upp, þar sem það ógnaði «þjóðaröryggi»! Dómarinn hefur einnig lýst þvi yfir að mistakist Gelfand að sanna yfirtöku rikisins á flokkn- um muni hún úrskurða um réttmæti brottrekstrar Gelfands. Sem þýðir í raun að dóm- stólar en ekki félagar í flokknum i gegnum réttilega kjörna full- trúa sína á þingum, hafi lokaorð- ið varðandi eigin skipulagsreglur og starfshætti flokksins. Slikt fordæmi myndi opna dyrnar fyrir samfelldu lagalegu eftirliti með innra lífi hvaða pólitiskra sam- taka sem ríkið kýs að ofsækja og eyðileggja. Umfang íhlutunar dómarans i stjórnskrárbundin réttindi flokksins á sér ekkert for- dæmi. Yfirstandandi réttarhald staðfestir eigindalega dýpkun þessarar misbeitingar. Og það þrátt fyrir það að yfirlýst stefna og eini grundvöllum tilvistar flokksins er að sannfæra meiri- hluta amerísku þjóðarinnar um nauðsyn þess að losa sig við einmitt þetta rikisvald og dóm- stóla þess sem stjórna í þágu hagsmuna bankastjóra, iðnjöfra og forstjóra og koma i stað þess á fót ríkisvaldi sem ver verkamenn og bændur! Nú þegar hefur þetta valdið SWP ómældu tjóni. Timinn sem farið hefur i undirbúning og dvöl í réttarsal nemur hundruðum klukkustunda og kostnaðurinn nemur nú þegar yfir 600 þús. ísl. kr. Meirihluti forystu- manna flokksins er neyddur til að sitja undir spurningum um allt frá kynlífi þeirra, til þess já hvernig hin 3 meginlögmál dial- ^ ektiskrar efnishyggju virki á glas með vatni í! Einn leiðtoga sósíalista Mary-Alice Waters dró megin- atriði málsins saman á eftir- farandi hátt: «markmið þeirra atriða sem dregin eru fram í þessari málsókn gegn Sósial- iska verkamannaflokknum eru skýr. Aðgerðir réttarins eru til marks um ógnun ekki aðeins gagnvart pólitískum réttindum hvers einstaks andstæðings stefnu stjórnvalda i Bandarikj- unum heldur einnig sérhvers verjanda réttarskrárinnar (Bill of Rights)». KH

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.