Neisti - 27.03.1983, Síða 12

Neisti - 27.03.1983, Síða 12
Q3Lii nl' 71 [y0 [_ J 1 cJi NEISTI er gefinn út af Fylkingu byltingarsinn- aðra kommúnista, og kemur út 12 sinnum á ári. Ábyrgðarmaður er Ámi Sverrisson Forystugrein Sigur kristilegra i Þýskalandi. Árið sem er að líða mun ráða úrslitum um baráttuna gegn kjarnorkuvígbúnaðinum. Á þessu ári verður tekin ákvörðun um staðsetningu nýrra, meðal- drægra kjarnorkuflauga í Evrópu, og það er undir því komið, hversu víðtæk andstaðan er, hvort af þessu verður, eða heimsvaldasinnar neyðast til að halda aftur af vígbúnaðarkapphlaupinu um sinn. Kosningarnar í Þýskalandi 6. mars s.l. urðu baráttunni gegn kjarnorkuvígbúnaðinum ekki til fram- dráttar. Kohl kanslari kapítalistanna og kristilegu flokkarnir fóru með sigur af hólmi. Þótt Kohl hafi haft við orð, að svonefnd «núlllausn» Reagans, sem felst í því að Bandaríkin hætti við að auka vopnabirgðir sínar, ef Sovétríkin dragi úr sínum, sé ekki vænleg til árangurs í samningaviðræðunum i Genf, þá er Ijóst að í öllum meginatriðum styðja kristilegu flokkarnir kjarnorkuöflin og hervæðingar- postula NATO. Sigur Kohls og kristilegra og kapítalískrar efna- hagsstefnu þeirra mun ekki heldur verða til að létta þýskri alþýðu lífsbaráttuna. Það er því fyrirsjáan- legt að verkalýðsfélög í V-Þýskalandi verða að verjast árásum fjandsamlegra stjórnvalda á næstunni, jafnframt því að andstæðingar kjarnorkuvígbúnaðarins efla fjölda- baráttu sína. Ábyrgð þeirra er mikil. 13. mars s.l. var Marianglla Garcia Villas, formaður mannréttindanefndar EI Salvador, myrt í höfuðborg landsins, San Salvador. Málgögn NATO-sinna hér á landi hafa látið I veðri vaka, að Marianella hafi fallið í átökum skæruliða og stjórnarhersins. Það er rangt. Hún var pyntuð til dauðs með köldu blóði. En það er ekki að ástæðulausu, að NATO-Ieppar hérlendis rang- færá það, hvernig dauða Marianellu bar að. Reagan Bandaríkjaforseti hefur undanfarið reynt að fá Banda- ríkjaþing til að fallast á auknar fjárveitingar til ógnarstjórnarinnar í E1 Salvador. Þingið hefur tregðast við, sökum þess að mannréttindi eru fótum troðin í E1 Salvador. NATO-sinnar hér, sem eiga sér þá hugsjón æðsta að styðja vígaferli Bandaríkja- stjórnar, og styrkja hernaðarvél þeirra á alla lund, geta auðvitað ekki viðurkennt, að ljúflingar Reagans við stjórnvölinn í E1 Salvador myrði nokkurn mann. Þeim er hentara að hagræða sannleikanum. Einhverjum gæti annars dottið í hug að bera þjóna bandarískrar utanríkisstefnu hér saman við þjóna hennar í E1 Salvador, og álykta sem svo, að þeir sem styðja hersetu Bandaríkjanna hér, eigi og sinn skammt af ábyrgðinni á því, að Bandaríkjastjóm helst uppi að styðja með ráðum og dáð morðingja alþýðu I E1 Salvador. Dagsbrún samþykkir stuðning við baráttuna i E1 Salvador, 27 MARS - Verkamannafélag- ið Dagsbrún samþykkti á aðal- fundi sinum 27 mars s.l. stuðn- ingsyfirlýsingu við baráttu alþýðunnar i E1 Salvador, og við starf islensku E1 Salvador nefnd- arinnar. Fundurinn fordæmdi morðið á Marianellu Garcias-Villas, og lagði áherslu á það í samþykkt sinni, að Marianella hefði verið myrt, til að koma í veg fyrir að sannleikurinn um abyrgð USA á hryðjuverkum stjómarinnar, og stuðning alþýðu við FDR/- FMLN kæmist fyrir augu folks. Alþýða E1 Salvador berst fýrir atvinnu, jarðnæði, samtakafrelsi og réttinum til að ráða málum sínum sjálf, án íhlutunar valda- kliku hershöfðingjanna og ná- grannans volduga í norðri, að því er segir í ályktun fundarins. Þá krafðist fundurinn þess að rik- isstjóm Islands viðurkenni þegar FDR/FMLN,sem hinn sanna full trúa þjóðarinnar í E1 Salvador, og skorar ennfremur á Alþýðu- samband íslands, að það taki málið upp. Loks samþykkti fundurinn stuðningsyfirlýsingu við E1 Salv- adomefndina og hvatti önnur verkalýðsfélög til hins sama. Til að ganga á undan með góðu fordæmi samþykkti fundurinn gjöf að upphæð 10.000 kr. til baráttunnar i E1 Salvador. Stjórnmálaástandið og viðhorfín fyrir kosningar. Alþingi hefur verið rofið og kosn- ingar verða 23.apríl. Rikis- stjórn Gunnars Thoroddsens, sem hafði niu lif eins og kött- urinn, gengur nú sjálfviljug fyrir ætternisstapa. Þessi stjórn var ekki sérlega merkileg vegna þess sem hún kom i verk, - og skiptir þá ekki máli hvort við horfum á hana af sjónarhól auðvalds eða verkalýðs. Spor hennar munu þó sjást greinilega um nokkra hrið i islensku stjórn- málalifi, vegna þeirra áhrifa sem þessi rikisstjórn hefur haft á styrkleikahlutföll stéttanna i samfélaginu. Þessi stjórn markar nefnilega timamót i þróun stærsta verkalýðsflokksins á fs- landi, - Alþýðubandalagsins. Stjórnmálaóstandið í eldhúsdagsumræðunum á Al- þingi í mars mátti greinilega heyra að nokkur breyting hefur átt sér stað frá því í upphafi kosningabaráttunnar 1978, og jafnvel frá þvi í kosningunum 1979. í hinum opinberu stjórn- máladeilum eru skilin ekki eins skörg og áður milli verkalýðs- flokkanna fAlþýðubandalags og Alþýðuflokks) og borgaraflokk- anna (Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks). Að hluta til orsakast það af þvi að Sjálfstæðisflokkurinn boðar nú ekki eins ákaft og opinskátt stefnu sína um lifskjaraskerðing- ar. 1978 þurfti flokkurinn að verja kjaraskerðingar sem hann hafði begar framkvæmt í lok febrúar. 1979 var Sjálfstæðis- flokkurinn svo öruggur um sig að hann boðaði kjaraskerðingar- stefnu sina af miklum ákafa («leiftursóknin»). Meginástæðan fyrir því að skil- in milli verkalýðsflokkanna og borgaraflokkanna eru ekki eins skörp og áður, er þó sú að nú leggur Alþýðubandalagið upp í kosningar bæði sem kaup- ránsflokkur og rikisstjórnarflokk- ur. Það sem meira er: Alþýðu- bandalagið hælir sér af því að vera «ábyrgur» flokkur (ekki gagnvart verkalýðsstéttinni, heldur gagnvart efnahags- og stjórnskipan landsins) sem «hikar ekki við að taka á kaup- inu ef með þarf». Það er sem sagt tímanna tákn, að í eldhúsdagsumræðunum um daginn var ekki deilt um hvort ráðast megi á gerða kjarasamn- inga, eins og deilt var um vorið 1978. Núna 1983 eru allir flokk- ar á Alþingi sammála um að það megi og þurfi að gera. Stjórnmálaástandið á Islandi um þessar mundir markast eink- um af þrennu: I fyrsta lagi mark- ast það af þessari þróun Alþýðu- bandalagsins úr «óábyrgum» stjórnarandstöðuflokki i «ábyrg- an» rikisstjórnarflokk. I öðru lagi einkennist það af upplausn og kreppu Alþýðuflokksins, en stöðugt hefur sigið á ógæfuhlið- ina hjá flokknum eftir að hann stökk út úr ríkisstjórninni 1979. Flokkurinn hefur klofnað, og ekki sér fyrir endann á vandræðum flokksins ef fylgistapið verður mikið í kosningunum. Það þriðja sem setur mark sitt á stjórnmála- ástandið er undanhald verkalýðs- hreyfingarinnar síðustu árin, - einkum og sér i lagi í tið ríkisstjórnar Gunnars Thorodd- sens þar sem Alþýðubandalagið hefur setið flokka fastast. Það eru þessir þættir sem valda þvi að Framsóknarflokkurinn tal- ar nú opinskátt um nauðsyn kjaraskerðinga eftir kosningar eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyllst svo miklu sjálfstrausti að leiðtogar hans tala nú ýmist drýgindalega eða digurbarka- • lega um að stefna á hreinan meirihluta i næstu kosningum. Reynsla samsteypustjórnar Þegar Alþýðubandalagið gekk í eina sæng með Gunnari Thor- oddsen og Framsóknarflokknum um mánaðarmótin janúar-febrú- ar 1980 og myndaði með þeim ríkisstjórn', var það rökstutt og réttlætt með því, að þarna gæf- ist sögulegt tækifæri til að kljúfa og veikja Sjálfstæðisflokk- inn. Um leið og þessi stjórn var mynduð, benti Fylkingin á að hér væri um mikla glámskyggni að ræða. Hún benti á að rikis- stjórnin og þátttaka Alþýðu- bandalagsins í henni mundi miklu frekar veikja verkalýðs- hreyfinguna. I leiðara Neista i mars 1980 má lesa eftirfarandi: «Neisti hefur hamrað á þvi eins og slaghamar á bryggjustólpa, undanfarna mánuði og ár, að verkalýðshreyfingunni verði ekki meiri grikkur gerður en þegar flokkar hennar taka upp á þvi að setjast i borgaralegar sam- steypustjórnir til þess að reka það arðránskerfi sem þeir segjast öðrum þræði berjast gegn. Hlut- aðeigandi flokkar hafa jafnan svarað þessu svo til, að þeir geti miklu betur beitt sér verkalýðs- stéttinni til hagsbóta sitjandi sem innstu koppar i búri embættismannakerfisins heldur en standandi út i kuldanum i stjórnarandstöðu. Reynslan sýnir að þetta er þvi miður rangt og meira að segja svo kolrangt að engin undantekning finnst.» (Neisti, 3.tbl.). Það kom í Ijós að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hefur ekki verið nein undantekning, alveg eins og leiðari Neista spáði. Það sannaðist á viðbrögðum verkalýðshreyfingarinnar við kjaraskerðingum þessarar stjórn- ar l.mars 1981 og l.desember 1982. Fylgistap verkalýðsflokk- anna í bæjar- og sveitastjómar- kosningunum i fyrra vor sannaði þetta líka. Það hefur lika sýnt sig að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki klofinn i herðar niður með þvi að mynda kaupránsstjórn Gunn- ars Thoroddsens. Sjálfstæðisflokkurinn: Nú hefur gamli stjórnmálarefur- inn Gunnar Thoroddsen tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram í næstu kosningum. Frið- jón Þórðarson og Pálmi Jónsson hafa heitið flokki sínum tryggð. Þar með er ljóst að Sjálf- stæðisflokkurinn gengur að mestu heill til kosninganna, ef frá er skilið klofningsframboð á Vestfjörðum. Þessi sameining Sjálfstæðis- flokksins og burtganga Gunnars Thor... úr stjómmálunum verður flokknum til framdráttar i kosningunum. Undanhald og niðurniðsla verkalýðshreyfingar- innar ásamt kreppu verkalýðs- flokkanna styrkir einnig stöðu íhaldsins bæði í kosningunum og eftir þær. Þrátt fýrir allt þetta er samt ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta í kosning- unum. Þess ber einnig að gæta, þótt Sjálfstæðisflokkurinn gangi heill til Alþingiskosninganna og Gunnar hafi dregið sig í hlé, þá er ekki þar með sagt að kreppa flokksins sé leyst. Heim- iliserjurnar munu halda áfram i flokknum, því hann hefur ekki enn leyst forystukreppu þá sem hefur þjakað hann um árabil. Þetta þýðir að Sjálfstæðis- flokkurinn er ekki það afl og sá brimbrjótur islensku auðvalds- stéttarinnar sem henni er nauð- syn i ólgusjó stéttabaráttunnar og í þeim árásum á verkafólk og lífskjör þess sem nú em i bigerð. Með öðrum orðum ætti verka- lýðshreyfingin að geta varist árásum þeim sem Sjálfstæðis- flokkurinn mun blása til að kosn- ingum loknum. En það verður aðeins gert ef hún og flokkar hennar beita sér rétt eftir kosn- ingar. Baráttustefna i stað stéttasamvinnustjórna I höfuðdráttum er boðskapur verkalýðsflokkanna mjög líkur um þessar mundir. Alþýðuflokk- urinn talar nú um þjóðarsátt um lausn á efnahagskreppunni og þjóðfélagslegan kjarasáttmála. Alþýðubandalagið boðar «ein- ingu um islenska leið». I þeirri stefnu má finna mörg klassisk stefnumál Alþýðubandalagsins, þótt ýmissi sérvisku þeirrar stefnu sem kennd er við Lúðvik Jósepsson sé sleppt. Slagorðin eru gömul eins og: íslensk atvinnustefna, meiri framleiðsla og framleiðni, spam- að í atvinnugreinum, beinar tak- markanir á innflutningi, kjara- jöfnun. Alþýðuflokkurinn þefur áður boðað þjóðarsátt og kjarasátt- mála og Alþýðubandalagið hefur áður boðað íslenska atvinnu- stefnu. Þetta hefur litlu breytt að kosningum liðnum, því báðir flokkarnir stefna að því að setjast i samsteypustjórnir með öðrum hvorum eða báðum borgara- flokkunum. Slík stjórn mun ekki byggja stefnu sina á frasasafni og slagorðaglamri verkalýðs- flokkanna, heldur þvingandi kröfum og þurftum efnahgslifs- ins í landinu sem stjórnast af gróðasókn. Reynslan er ólygnust. Gangi verkalýðsflokkarnir í eina sæng með ihaldinu eða Framsókn að kosningum loknum og ein stétta- samvinnustjórnin enn kemst á legg, þá verða varnir verkalýðs- hreyfingarinnar brotnar niður. Slik stjórn þarf jú starts- frið og staða verkalýðsflokkanna innan hinnar skipulögðu verka- lýðshreyfingar er lykill auðvalds- Framhald á bls. 11.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.