Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 2
STÉTTABAEATTAN 23.5. 5. tbl. 1975 Leiðarinn er á ábyrgð miðstjórnar. STÉTTABARATTAN 4. tbl. 4. árg. 25. apríl 1975. lltg. Kommúnistasamtökin m-1 Pósthólf 1357 Reykjavík Sfmi: 27 810 Ritstj. og ábm. : Hjálmtýr Heiðdal REYNSLAN AF 1.MAI 1. maí í ár endurspeglaði þá hreyfingu til vinstri.sem á sér stað meðalverka- fólks og allrar alþýðu. Einokun ASÍ- forystunnar á alþjóðlegum hátíðis- degi verkalýðsins er ekki fyrir hrndi í sama mæli og áður. Vissulega erlangt í land með að áhrifum ASl-forystunnar hafi verið hrundið gagnvart yfirgnæf- andi meirihluta verkafólks, en öflintil vinstri við hana vaxa árlega. I ár bar mjög á róttæku yfirbragði í göngu og á útifundi verkalýðsforystunnar og viljinn til samfylkingar við BSRB og INSÍ var ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Þetta á rætur BÍnar að rekja til þess, að verkálýðsfélaga- broddarnir óttast um stöðu sfna og reyna þessrvegna að gefa sjálfum sér róttækari vangasvip gegnvart vaxandi tilhneigingum verkafólks til baráttu. ASÍ-forystan veit, að traust hennar eftir bráðabirgðasamningana í apríl, svikasamningana við Reykjavíkurhöfn og við danska hreingerningafélagið, hefur rénað og að verkalýðurinn er að vakna til skipulagningar og baráttu í vaxandi mæli Traust verkafólks á ASÍ-forystunni íer minnkandi. Þó aldrei hafi náðst eins víðtæk sam- staða á l.maí og í ár,samkvæmt orð- um framkvæmdanefndar fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, var ganga þeirra og útifundur minni en verið hefur, t.d. í fyrra. Það sem athygli vakti, var að slagorð Full- trúaráðsgöngunnar voru með allt öðrum hætti en áður, í fyrsta skipti í áraraðir var arðrán auðvaldsins á verkalýðnum gert að umtalsefni.í fyrsta skipti í áraraðir voru kjara- kröfur iðnnema samþykktar. Þetta vinstri-bragð ASÍ-broddanna verður að skoðast sem svar við vaxandi skipu- lagningu og baráttuvilja verkafólks, sem fylgt hefur f kjölfar þeirra gífurlegu kjaraskerðinga og réttinda- skerðingar sem undanfarnir mánuðir hafa fært með sér. Verkföllin í Vestmannaeyjum og á Vopnafirði ásamt sjómannaverkfallinu hafa sýnt að bráðabirgðasamningarnir voru ekki "það besta" sem hægt var að ná, eins og ASf-broddanna héldu fram. Verkföllin hjá K.A. á Selfossi og við Sigöldu hafa sýnt, að verkamenn leita nýrrar skipulagningar f baráttu sinni, þeir treysta ekki verkalýðsfélaga- broddunum lengur til að semja bak við luktar dyr. Þetta bendir til vax- andi meðvitundar verkafólks um nauðsyn skipulagningar á vinnustöð- unum sjálfum og aúþins trausts á eigin kröftum. Þá veldur klofningur- inn í verkalýðshreyfingunni norðan- lands, þungum áhyggjum hjá ASf- forystunni. Þessar staðreyndir knýja verkalýðsfélagabroddana til að grípa til róttækara yfirbragðs og um daginn birtist grein eftir ritstjðra endurskoðunarsinnablaðsins Þjóð- viljans, Svavar Gestsson, þar sem hann lætur það álit í Ijós, að taka verði upp ný vinnubrögð innan verka- lýðsfélaganna og að Aljjýðubanda- lagið veriði að beita ser fyrir skipu- lagningu á vinnustöðunum til að geta haldið áhrifum sínum meðal verka- fólks. Auk þess veldur sfvaxandi styrkur kommúnísku hreyfingarinnar AB-for- kólfunum áhyggjum. Astandið hefur breyst gífurlega á síðasta ári. Aður fyrr var aðeins um að ræða hægfara vinstri andstöðu sem gegndi aðallega þvf hlutverki að þrýsta á AB-for- ystuna og var henni því lítið áhyggju- efni, en nú hefur myndast og vex ört ný tegund andstöðu, andstaða sem miðar að þvf að svipta AB-forystuna leiðsögn hennar og afhjúpa svik hennar við vefkalýðinn. Rauð Verkalvðseining var skinulögð af trotskfistum. Þrátt fyrir að ganga og fundur Rauð- rar verkalýðseiningar hafi verið vel skipulagður og allvel heppnaður, táknar 1. maí í ár samt sem áður ósigur fyrir fylkinguna. Ganga hennar jók ekki þátttakendafjölda sinn, þar á mðti kom, að fundurinn var stærri en í fyrra. En úti á landi var pýlkingin gersamlega máttlaus og er sem því næst einangruð við Reykjavík. Pólitík Fylkingarinnar kom berlega fram á 1. maí. Kröfur hennar um sósíalískt Vietnam voru beinlínis fjandsamlegar baráttu al- þýðunnar í Vietnam, því þær miða að því að sprengja á breiðfylkingu sem myndar stuðning og samstöðu við Þjóðfrelsisfylkinguna hérlendis. Innan Vietnamnefndarinnar eru ekki bara sósíalistar og kommúnistar, heldur einnig allir þeir sem styðja frelsisbaráttu og andheimsvalda- sinnaða baráttu vietnömsku þjóðar- innar. Trotskíiskt eðli Rauðrar Verkalýðseiningar leyndi sér ekki og moldvörpukröfur, eins og "al- þjóðleg skipulagning" voru bornar í göngunni. Lærdómarnir af 1. maí Mikilvægast lexían af fyrsta maí, er tvímælalaust minnkandi traust ASÍ-forystunnar en af henni leiðir tvennt. I fysta lagi verða kommún- istarnir að nota þetta ástand vel í því skyni, að efla á allan hátt sjálf- stæða skipulagningu verkalýðsins. Hún hefur þegar skotið rótum f verkföllunum á Selfossi og við Sig- öldu og þvf er mikilvægt, að gera þessa reynslu að sameign fslensku verkalýðsstéttarinnar. I áróðrinum verður að leggja áherslu á mikil- vægi þess að treysta ekki forystunni en treysta eigin skipulagi og kröft- um. Þá bar og að leggja áherslu á aukið sjálfstæði verkalýðsfélaganna. úti á landi gagnvart ASf-klfkunni f Reykjavík. Þetta bar tvfmælalaust að hafa í huga í öllu starfi sam- takanna, sérstaklega með tilliti tif samninganna sem fara í hönd í júrií. Slíkt starf verður ekki unnið öðru- vísi en innan verkalýðsfélaganna og því er það skilyrðislaus nauðsyn, að beina öllu starfi samtakanna betur út á vinnustaðina og inn í verkalýðs- félögin. I öðru lagi má búast við skæðari vinstri-brögðum og yfir- skinsróttækni hjá ASf-forystunni og vinstrivæng AB. Þetta verða sam- tökin að hafa í huga í öllu starfi sínu, bæði innan verkalýðsfélaganna og í öðrum spurningum. Ennfremur sýndi 1. maf ljóslega fram á, að KSML hefur miðað áleið- is hvað varðar afhjúpun á verkalýðs- félagaforystunni, en þetta starf verður að herða mikið. . Sérstaklega skorti f áróðrinum, að sýnt væri fram á tengsl endurbótasinnuðu forystunnar við borgarastéttina og stéttsvikarana í Alþýðubandalaginu. Þetta verður að leggja meiri áherslu á í framtfðinni. Hafið samband vió KSML Akureyri :StuðningsdeiId KSML Ragnar Baldursson, Stórholti 1. P. Box 650 Eskifjörður: Umboðsmaður er Emil Bóason, Hátúni, sfmi 6138. Hafnarfjörður: Fulltrúi KSML er Fjðla Rögnvaldsdóttir, Vitastíg 3. Hellissandur: Umboðsmaður fyrir útgáfúefni KSML er Sigfús Almars- son, Skólabraut 10. Húsavík: Umboðsmaður fyrir út- Olafsvfk; Stuðningsdeild KSML, Mattfe hias Sæmundsson, Hjarðartúni 10. Reykjavflc: KSML, Skólastræti 3b eða pósthólf 1357, sími 27 810. Sauðárkrókur: Umboðsmaður fyr- ir útgáfuefni KSML er Einar Helga- son, Víðigrund 6 (þriðja hæð) Siglufjörður: Söluturnirm, Aðalgötu, er með umboðssölu fyrir Stéttabar- áttuna og Rauða fánann. StykkishóImur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Olafur Þ. Jóns- son, As. BREYTT HEIMILISFÖNG. gáfuefni KSML er Þórarinn Ölafs- son, Uppsalavegi 21. Isafjörður; Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Agnar Hauksson, Tangagötu 20, sfmi 3651. Neskaupsstaður: Stuðningsdeild KSML, Pétur Ridgewell, Miðhúsum. Suðurnes: Stuðningsdeild KSML, Jónas H. Jónsson, Holtsgötu 26, Njarðvík. Sfmi; 2641. Þá sýndi 1. maí ljóslega fram á, að Fýlkingin á enn nokkurn stuðning meðal vinstrihlutans í Alþýðubanda- laginu, og að rækileg afhjúpun á trotskíismanum er mikilvægt verk- efni fyrir KSML. Einangrun Fýlk- ingarinnar við Reykjavíkursvæðið er gleðiefni, en stefna verður að því að einangra hana þar líka. 3 öfl á vinstri kantinum. Smáhóparnir á vinstrikantinum hafa hvorki skipulagsmátt né fylgi, þetta sýndi sig Ijðslega á 1. maí. EIK m-1 hafði ekki bolmagn til sjálf- stæðra aðgerða en tók þátt f göngu Baráttusamtaka Launafólks á Akureyri. 1 Reykjavík valdi EEm-1 heldur að reyna að koma á fót sér- stakri göngu ásamt stúdentum, Rauð- sokkum og Sósíalistafélaginu, heldur en að vinna með Rauðum Framverði. Þess í stað réðust þeir gegn KSML í dreifiriti á 1. maí f Reykjavík. t>etta verður að skoðast í ljósi "einingar- yfirlýsinga" þessa hóps, þvf í starfi reyndist hann vinna að allt öðru en einingu - nefnilega klofningi. Klfkan sem klauf sig út úr KSML f fyrra- sumar, hélt 7 manna útifund á Arnar- hðli og 12 manna göngu á Akureyri. Þetta þýðir að tekist hefur að svipta þá öllum úrifum og allar árásir þeirra gegn KSML hafa reynst vind- högg. Enda er nú svo komið, að þessi klíka hefur ekki einu sinni bol- magn til að gefa málgagn sitt út lengur prentað. Þannig sýndi 1. maf að einungis þrjú öfl eru til á vinstri kantinum sem skipta máli, Alþýðu- bandalagið með ítökum sínum innan verkalýðsfélagaforystunnar. Fylk- ingin vegna stuðnings vinstrimanna (aðallega menntamanna) innan AB. Og loks kommúnistarnir f KSML, en samtakamáttur þeirra fer ört vax- andi. 1. maí verður að vera okkur hvatning til frekara starfs að' því að einangra endurskoðunarstefnu og trotskíisma, en sameina verkafó lk undir gunnfána kommúnismans. Miðstjórn KSML skorar á verkafólk að taka af skarið og ganga til verks f'yrir sköpun kommúnísks flokks á Islandi og fyrir frelsun íslenskrar verkalýðsstéttar og aUrar alþýðu umáan kúgun og arð- ráni kapitalismans. 19/5 Nýi verkamaðurinn hefur nú komiíl tvisvar út hér á Akureyri. Það hefur sýnt sig, að bl.öð sem NV eru ákaflega mikilvæg á stöðum ú'ci á landi til að taka upp rnálefni, sem tengd eru staðnum á einhvern hátt. Þannig náum við til rnikið stærri lesendahóps að kommúnískum blöð- um en ella. Til daamis hefur áskrifendasöfnun gengið mun betur að StéttabaráttuD.ni eftir að NV fór að koma út. Þetta fyrirkornulag er t.d. mikið betra en að g-efa út dreifirit eins og áður tíðkaði.st. Við bendum öllum sellurn og fituðn. deildum KSML á að taka upp það form á blaðaútgáfu, sem. við hiér á Akureyri höfum tek- ið vipp. Aðeins það, að blaðið hef- ur ákvefiið nafn, verður til þess að það er frekar lesið og málflutning- ux- okka.r verður stöðugri, þar sem farið err að lfta á NV sem eitt af bæjarb Jöðunum. Vegna. fjárskorts skorum við á alla stuðn ingsmenn og félaga KSML að geraíit styrktaraðilar að útgáfunni. Þið )£áið send tfu næstu eintök fyrir fimm hundruð krónur. Sendið beifini til Nýja Verkamannsins, p. /box 650, Akureyri. ÍAth. að Reykjavíkurdeild KSML hefur fengið nýtt símanúmer. . NÝTT SIMANÚMER: 27810 SUMARMÓTIÐ UNDIRBÚNINGUR HAFINN! Sumarmðt Kommúnistasamtakanna verður haldið um verslimarmannahelgina í sumar, fyrstu helgina í ágúst. Margt verður gert til skemmtimar, en auk skemmtidagskrár verða íþróttaiðkanir, gönguferðir og söngur á dagskrá. Umræðuefnið, sem tekið verður fyrir á H. sumarmóti KSML verður að þessu sinni flokksbyggingin. Sérstök áhersla verður lögð á mikilvægi starfs- ins innan fjöldasamtakanna, verkalýðsfélaganna og andheimsvaldasinnaðra hreyfinga. Undirbúningsnefndj sumarmðtsins verður sett á laggirnar á næstunni og mun hefja fuUt imdirbúningsstarf þegar í byrjun júní. Undirbúningsnefndin hvet- ur allar deildir samtakanna, sellur og hópa úti á landi og f Reykjavík, að hefja þegar undirbúning að framlögum sínum til sumarmótsins. Sérhópum eins og væntanlegri lúðrasveit, sönghópnum o. s. frv. er bent á að hefja þeg- ar æfingar fyrir sumarmótið. Þá verða allar sellur innan allra deilda, allir hópar með tveimur félögum eða fleirum úti á landi, að hefja fljótlega umræður um námsefni sumarmóts- ins. En undirbúningsnefndin mun annast útsendingu námsefnis, fljótlega í byrjun júní. Stefnum að þvf að mæta öll. Það skal tekið fram, að aðstaða verður til barnagæslu og sumarmótið er ekki aðeins ætlað fyrir félaga. Rétt er að benda deildum og hópum á að hefja áróður fljótlega fyrir þvf, að stuðningsmenn samtakanna, áskrifendur og aðrir, sem á einhvern hátt eru tengdir samtökunum fái vitneskju um sumarmótið og séu hvattir tíl þess að mæta. íK jt ‘i \ ' STYRKTARMENN I síðasta blaði lýstum við eftir STYRKTARMÖNNUM STÉTTABAR- ATTUNNAR. Nú þegar hafa þó nokkrir tekið við sér og sent blað- inu fé til stuðnings útgáfunni - en við viljum fleiri. STÉTTABAR- ATTAN fær engan fjárfúlgu frá rik- inu eins og blöð þingflokkanna fá - því sfður byggjum við afkomu blaðs- ins á auglýsingum. Við treystum á lesendur blaðsins - blaðið er háð þeim - en ekki ríkinu og auglýsend- um. Að vera styrktarmaður blaðsins felur það í sér, að láta mánaðarlega greiðslu renna f UTGAFUSJÖÐ STÉTTABARATTUNNAR 500-1000 kr. Þið sem sinnið kallinu gangið i niður á pósthús eða næsta banka og greiðið þá upphæð, sem þið getið látið af hendi rakna inn a póstgíró- reikning STÉTTABARATTUNNAR : 27810. Munið að skrá nafii og heimilisfang á eyðublaðið. LÚGREGLUNJÓSNIR Það er löngu vitað meðal þeirra, sem standa vinstra megin í stjórn- málunum á Islandi, að lögreglan hefur úti ýmsar aðferðir til að skrásetja athafnir og nöfn fólks, sem er talið hafa hættulegar skoð- anir. Símhleranir eru stundaðar hérlendis sem erlendis - ennfremur vinnur lögreglan að því að skrásetja kommúnista. Sú spjaldskrá, sem lögreglan hefur yfir.róttækt fólk, hefur nú fengið smá viðbót. A 1. maf s.l. voru lögregluþjónar í borgaralegúm klæðnaði á ferð og flugi með ljósmyndavélar (með að- dráttarlinsum) og ljósmynduðu þeir óspart göngu Rauðs framvarðar m. a. Blaðamönnum Stéttabarátt- unnar tðkst að festa einn þeirra á mynd - Grétar Norðfjörð heitir hann víst - hér sést hann beina vopni sínu að göngu Rauðs fram- varðar. Við beinum þeirri áskorun til allra sem verða vitni að þessari starf- semi lögreglunnar að láta okkur vita - og aðstoða okkur við að af- hjúpa þessa iðju þeirra. Frá ísl. námsmönnum i Osló 1.Maí ályktun Þessi ályktun barst blaðinu með beiðni rnn, að hún birtist í 1. maf blaðinu. Því miður. kom hún of seint til þess að það gæti orðið, en við birtum hana nú, þar sem við teljum, að hún eigi erindi til les- enda, þótt "gömul" sé. 1. MAIALYKTUN I tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins , 1. maí, lýsir FföN, félag fslenskra námsmanna í Ösló og nágrenni yfir samstöðu sinni við baráttu íslensks verkalýðs og rðt- i tækrar alþýðu. Við fordæmum kjaraárásir ríkis- valdsins og stéttasamvinnustefnu verkalýðsforystunnar. Sfðustu kjarasamningar eru niðurstaðan af baktjaldamakki þessara aðilja og kjaftshögg framan f íslenskan verka- lýð. Við styðjum harðnandi stétta- baráttu alþýðunnar og sendum verk- fallsmönnum á Selfossi sérstakar kveðjur. Við skorum á rflcisstjórn íslands að viðurkenna þegar í stað Bráðabirgða- byltingarstjórnina í S-Víetnam og Konunglegu þjóðareiningarstjórnina f Kambódíu. Sigurganga þjððfrels- isfylkinganna í Indókína er fslenskum herstöðvaandstæðingum hvatning til að hefja a ný baráttuna gegn banda- rfskri heimsvaldastefnu á fylandi. Herinn burt - ísland úr NATö! Við styðjum hugmyndina um frið- lýsingu Norður-Atlantshafsins fyrir hernaði, mengun og ofveiði. Sér- staklega mótmælum við hernaðar- brölti risaveldanna á þessu svæði. Við mótmælum harðlega innrás er- lends auðmagns á Islandi. Erlend stóriðja er ógnun við hagsmuni fs- lenskrar alþýðu. Hún hefur f för með sér eyðileggingu fslenskra at- vinnuvega og stórfellda röskun bú- setu og Iffrflcis á fslandi. Við leggjum áherslu á mikilvægi jafnréttisbaráttunnar og órjúfanleg tengsl hennar við hagsmuna- og frelsisbaráttu alþýðunnar. Við teljum sjálfsagt, að konan ráði ein lfkarna sínum, og álftum fráleitt, að ákvörðun um fóstureyðingar sé f annarra höndum en konunnar sjálfr- ar. Við skorum á öll framsækin öfl að sameina krafta sína! FlSN, félag fslenskra námsmanna f Osló og nágrenni..

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.