Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 8

Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 8
 30 ár frá lokum heimsstyrjaldarinnar Voru það brjálæðislegar fyrirætlanir Hitlers og Mussólinis sem hrundu heimsstyrjöldinni af stað - eða lágu aðrar orsakir að baki? Þann 9. maí s.l. voru liðini 30 ár síðan blóðherir nasismans gáfust upp fyrir sameinaðri framsókn sovéska rauða hersins úr austri og bandamanna úr vestri. Þar með lauk áfanga í þróunarsögu mann- kynsins með stórsigri alþýðunnar og kommúnismans en algerum ósigri fasismans. í kjölfar heims- styrjaldarinnar fylgdu uppreisnir og byltingar um allaAustur-Evrópu, úrvalsherina í Mansjúríu 2. september 1945. Þannig beið bandaríska heims- valdastefnan fullkominn ósigur í Vietnam, þrátt fyrir margfalda hernaðarlega yfirburði og ótæmandi endurnýjunarmátt. Vietnamska al- þýðan sópaði bandarísku heimsvalda- herjunum í sjóinn, þrátt fyrir að þeir hefðu varpað helmingi meira magni af sprengjum á Vietnam, en samanlagt í allri síðari heims- ijölmörg lönd þriðja heimsins heimtu styjöldinni. Orsökin var sú, að þjóðfrelsi og hin þýðingarmikla bylting f Kfna rak lokahnútinn á glæsilega sigra sósíalismans. En síðari heimsstyrjöldinni fylgdi ekki friður. 'Svo lengi sem heimsvalda- stefnan hefur ekki verið upprætt er skipulagning alþýðunnar og mál- staður hennar má sín meira en allur vopnabúnaður afturhaldsins. Aðal- atriðið f strfði er ekki vopnabúnaður eða stórvirkar vfgvélar, heldur al- þýðan. Hafi heimsvaldasinnar friður óhugsandi í heiminum. Gagn- byrjað síðari heimsstyjöldina, lauk byltingan-og kúgunarhernaður heims- valdasinna í öllum heimshlutum hefur haldist óslitinn allt til dagsins í dag. Og heimurinn hefur þróast í skugga nýrrar heimsstyrjaldar æ alþýðan henni með sigri sfnum. Hættan á heimsstvriöld vofir vfir f dag. Eftir síðari heimsstyrjöldina gerðu sfðan, skugga sem verður æ myrkari.heimsvaldasinnar örvæntingarfulla He1 msstvri öldin-barátta heimsvalda- tilraun til að brjóta herbúðir sðsfal- ——;------------------------------- ísmans a bak aftur í Koreustriðinu —um heimsvfirráð. 1950. Þó að þessi árás hafi mis- tekist, styrktist vfgstaða. heims- valdastefnunnar árið 1956, ekki vegna hernaðarlegra yfirburða heimsvalda- sinna heldur vegna svika nútíma endurskoðunarsinna í Kreml, vegna Heimsstvrjöldin var ekki verknaður brjálaðra einræðisherra eða mis- skilinna snillinga, eins og borgara- leg sögutúlkun lætur í veðri vaka. Heimsstyrjöldin var framhald af þeim pólitísku deilum og togstreitum valdaráns Krúsjeffs_-klíkunnar sem sem einkennt höfðu allt tíinbilið frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar, hún var raunverulega barátta heims- valdaríkjanna um nýja uppskiptingu heimsins f áhrifasvæði - barátta um heimsyfirráð. Erjur heimsvalda- ríkjanna, sem framan af birtust í tollastríði, deilum um efnahags- yfirráð f nýlendunum og diplðmat- ískum þvingunaraðgerðum, snerust upp í vopnuð átök um völdin f heim- inum. Þetta er raunveruleg orsök heimsstyrjaldarinnar. Bandarikin og vesturveldin héldu framan af að sér höndum, á meðan þýsku nasist- arnir réðust gegn hinum sðsíalfsku Ráðstjórnarríkjum. Aðstoð banda- manna við Sovétríkin, sem Morgun- blaðið gumar af, hðfst ekki fyrr en sýnt var að nasistarnir myndu bfða ósigur. Eftir hinn glæsilega sigur rauða hersins við Stalíngrad í árs- bjrjun 1943, snerist vfgstaðan nasistunum í óhag og þá fyrst hófu bandaríkjamenn vopnaframleiðslu sfna fyrir alvöru og kó'stuðu sér út f styrjöldina. Fyrir þeim vakti, að koma í veg fyrir að Sovésku herirnir tækju allt Þýskaland og tryggja þannig, að sósfalísk bylting í Þýska- landi fylgdi ekki f kjölfar ósigurs nasismans. Ýmsir afturhaldsmenn halda þvf fram að vopnasendingar Bandaríkjanna til Sovétrikjanna hafi þegar hóf ötula endurreisn kapítal- ismans og breytti Sovétríkjunum í sósíalhein^valdaríki, en alþýðulýð- veldum Austur-Evrópu í nýlendur Sovétríkjanna. Afturhvarf Sovét- rikjanna til kapítalismans merkti að nýr og voldugur ræningi birtist á al- þjóðavettvangi, að nýr aðili hafði blandað sér f baráttuna um heims- yfirráðin. Bandaríkin höfðu eignast skæðan keppinaut og gangur alþjóða- mála hefur meir og meir einkennst af samstarfi og samkeppni þessarra tveggja risavelda. Annað veifið semja þau um uppskipti herfangsins, ráða örlögum heilla þjóða og heims- álfa eftir hagsmunum sfnum, en hitt veifið svíkjast þau aftan að hvoru öðru og ógna hvort öðru með hernaði. 'ÍJtþensla sovésku sðsfal- heimsvaldasinnanna á N-Atlants- hafi, Indlandsskaganum og fyrir botni Miðjarðarhafs, krafa þeirra um undirgefni Norðurlanda við hags- muni sína - allt eru þetta beinar ógnanir við heimsfriðinn. f dag hefur myndast voldug samfylking landanna í þriðja heiminum undir forystu hins sósíalíska Kína, gegn styrjaldarógnunum risaveldanna. Það eru verkéfni fslenskra kommún- ista að knýja íslensku ríkisstjórnina til að draga sig út ur hernaðarbanda- lögum risaveldanna og styðja sam- ráðið úrslitum, styrjöldin hafi unnist fylkingu þriðja heimsins gegn styr- vegna vopnabúnaðarins og heraflans En þetta er alrangt. Vopnin eru að vfsu nauðsynleg, en fylgi og skipu- lagning alþýðunnar er afgerandi f sérhverri styrjöld, einnig heims- styrjöldum. Þannig gáfust japönsku hernaðarfasistarnir t.d. ekki upp þann 8. ágúst eftir að tveimur kjarnorkusprengjum hafði verið varpað á Nagasaki og Hiroshima. Uppgj öfin kom ekki fyrr ern sovéski rauði herinn hafði gersigrað japönsku jaldarhættunni. Eftir 30 ára heims- valdafrið eru blikur á lofti, sem benda til þess að mannkyninu verði einu sinni enn att út á vígvellina í þágu heimsvaldagróðans og aftur- haldsins. Þess vegna skulum við minnast 30 ára afmælis heimsvalda- friðarins með þvf að herða árvekni okkar og baráttu gegn styrjaldar- ógnunum risaveldanna tveggja - Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. -/KG. Nýtt stríd f yrir botni Midjarhafsins? Strfðsbrölt ísraelsmanna vitnar um væntanlegt strfð í Mið-austurlöndum. Þróun mála fyrir botni Miðjarðarhafs bendir til þess að strfð geti á ný brot- ist út áður en langt um líður. Hvernig er staðan í dag hjá deiluaðilum, og hvernig er hugsanlegt að stríðið fari? Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á, hvernig málin standa. Ráðstefna helstu leiðtoga arabaríkjanna sem haldin var í Marokkó nýlega, sam- þykkti að láta þeim arabalöndum sem eru í framlínunni f baráttunni gegn fsrael - Sýrlandl og Egyptalandi, í té 2 billjónir dollara til vopnakaupa og hernaðaruppbyggingar. Frelsissam- tök Palestínuaraba PLO, fengu 50 milljónir dollara frá arabalöndunum til nota í baráttunni gegn zíonismanum. Jasser Arafat sagði við ráðstefnugesti: "Dagurinn f dag markar tfmamót f sögu Palestínu og þjóða araba. . . Við munum halda baráttunni áfram þar til við hittumst í Jerúsalem, brosandi eins og í dag." Það sem helst ékiptir máli í strfðs- undirbúningi béggja hliða, er spurn- ingin um tfmann. Arabalöndin tala um að heyja "þreytustrfð," þar sem yfirburðir arabalandanna hvað snertir mannafla, birgðir og olíu nýtur sín til fulls. En bardagaaðferð Israel er eins konar leifturstríð, þar sem hasgt væri að eyðileggja framlínu Sýrlands og Egyptalands áður en langtímayfir- burðir arabalandanna fá að njóta sín. I yfirlýsingu sem utanríkisráðherra Israels, Jfgal Allon gaf í New York sagði hann að ísrael ætlaði sér að á- kveða hvers konar stríð yrði háð. "Við látum ekki þreyta okkur" sagði hann, og bætti við að Israel myndi samstundis gera árás, þar sem öllum hernaðarkrafti yrði beitt, reyndu ar- abaríkin að ógna landinu. Leiðtogar Israels hafa opinberlega sagt, að í næsta stríði yrðu það Israelsmenn sem fyrstir yrðu til árása. Höfuðverkur ísraelska hersins er skortur á mannafla. Ibúafjöldi Isra- els er 3,2 milljónir, sem er lftið samanborið við 36 milljón fbúa Egypta. lands og 6,6 milljón fbúa Sýrlands. Hingað til hafa ísraelsmenn treyst á tiltölulega lítið mannfall hjá sér, samanborið við fallna og særða hjá aröbunum, en Októberstrfðið kenndi fsraelsmönnum það, að sá tími þegar hermenn þeirra slátruðu óþjálfuðum hermönnum araba samkvæmt áætlun, var liðinn. Goðsögnin sem ísraels- menn höfðu búið til um algera hernað- arlega yfirburði sína og meðfætt hug- leysi araba hrundi, því baráttuhugur og hreysti arabanna stóð ekkert að baki ísraelsmönpum. Birgðir Varðandi aðflutninga birgða og vista til hersins, á Israel við mikil vanda- mál að strfða. Októberstríðið 1973 einkenndist af miklum og örum birgða- flutningum til beggja aðila frá stðr- veldunum tveim. En pólitísk þróun í Portúgal og Grikklandi hefur vakið nýjar spurningar varðandi birgðaað- flutninga til Israel frá Bandaríkjunum. Við loftbrúna frá Bandaríkjunum til Israel gegndu Asór-eyjarnar mjög mikilvægu hlutverki, Þar fengu flutn- ingavélar bandaríkjamanna aðstöðu til að millilenda og taka eldsneyti, en sé sú aðstaða ekki fyrfr hendi er ekki mögulegt fyrir flutningavélarnar að bera nema hálfan farm sökum aukinn- ar fluglengdar, Rfkisstjórn Portú- gals, sem ræður eyjunum, er í dag að endurskoða afstöðu Portúgals til að leyfa bandaríkjamönnum nokkur af- not af eyjunum. Ennfremur hefur Portúgal í hyggju að ganga f Efnahags- bandalag Evrópu. Öll aðildarlönd Efnahagsbandalagsins meinuðu Banda- ríkjunum aðgang að landssvæðum sín- um við tilraunir þeirra til að flytja birgðir til ísraels. Það er sennilegt að EBE-löndin krefjist þess að Portú- gal fari að þeirra fordæmi. Meðan ekki hefur fengist niðurstaða í þessum spurningum er ekki tryggt að við birgðaflutninga til Israels megi treysta á aðstöðu á Asór-eyjunum. Líka hefur sambúð Portugal og USA versnað til muna eftir valdaránstil- raun Spinóla og afturhaldsafla herá- ins. Sem kunnugt er ráku portúgalir sendiherra USA úr landi, sökum þess að þeir töidirhann hafa verið viðrið- inn valdaránstilraunina. Þessi atriði gera það að verkum að mjög er óljóst hvort USA fái nokkra fyrirgreiðslu hjá portúgölskum stjórnvöldum. Meðan á Októberstriðinu stóð, gerðu einræðisherrarnir í Grikklandi allt sem í þeirra valdi stóð til að aðstoða Bandaríkin við aðflutninga til Israels. Þeir leyfðu skipum úr sjötta flotanum að fá aðstöðu innan grískrar hafnsögu við Suda Bay við Krft. Um borð í þessum skipum voru þrautþjálfaðir hermenn úr landgönguliði flotans (Green Berets) sem voru reiðubúnir að ganga á land og taka þátt í stríðinu væru líkur á hernaðarósigri Israels. Pólitísk þróun í Grikklandi hefur leitt til þess að herforingjunum hefur verið steypt, og bíða þeir nú dóms fyrir landráð, Samkvæmt fréttum frá Grikk. landi, voru það deildir úr sjötta flot- anum sem hvað eftir annað kom í veg fyrir að hægt væri að senda liðsauka og vistir til kýpur-grikkja, meðan barist var þar. Bandarískar sprengju- flugvélar hótuðu hvað eftir annað að sökkva grískum skipum á leið til Kýp- ur, ef þeim yrði ekki snúið við. Und- ir þessum kringumstæðum er mjög ó- sennilegt að stjórnvöld Grikklands leyfi bandaríkjamönnum nokkur afnot af grfsku yfirráðasvæði. Það þykir renna stoðum undir þetta, að grikkir hafa hótað að slíta öllu hernaðarsam- starfi við Bandaríkin og draga sig út úr Nató. Sökum aukins kulda í samskiptum Bandaríkjanna og Grikklands og aukn- um höftum á hernaðarumsvifum á grísku landi, hafa bandaríkjamenn reynt eftir fremstu getu að fá aukna fyrirgreiðslu fyrir flota sinn á Italíu. En á Italfu er mikil andstaða gegn því að Bandaríkin blandi landinu inn f hernaðarbrölt sitt fyrir botni Miðjarð- arhafs. Samkvæmt bandarfska tíma- ritinu Buisness Week, hefur ítalska stjórnin meinað sjötta flotanum að- stöðu til eldsneytistöku á Italíu. Her- málaráðuneyti Bandaríkjanna, Penta- gon, hefur þurft að senda olíu til sjötta flotans allt frá austurströnd Bandaríkjanna. Það er búist við að ítalska stjórnin muni fylgja þessari stefnu í framtíðinni. / Olúiaðflutningar til ísrael Enn veikari hlekkur í strfðsvél ísra- els er öflun olíu. Mikilvæg ákvörðun ráðgtefnu æðstu manna arabaríkjanna var greiðsla á 150 milljón dollara til Suður-Jemen fyrir afnot til 99 ára á Perim-eyju við mynni Rauða hafsins. Egyptaland, Saudi-Arabía og Abu- Dhabi vinna f dag að því að víggirða eyjuna og koma flotasveitum fyrirþar. Tilgangurinn með því er greinilega sá, að klippa á olíusendingar til Isra- els frá Iran. Mikill hluti olíu Israels kemur frá Iran, en hluti frá hertekn- um olfulindum í Sinai-eyðimörkinni. Olfuskipin frá Iran sigla frá Persaflóa kringum Arabíuskagann til ísraelsku hafnarborgarinnar Eilat, sem er við Rauða hafið. Með því að koma upp herstöð á Per- im-eyju, ógna arabar öllum olíuað- flutningum til ísraels. Spurningin er þvf sú, hvort ísrael geti unnið stutt stríð, áður en sú þunga pressa sem arabar hafá, fær tækifæri til að njóta sín til fulls. ísraelsmenn miða allt við að svo fari, og aðferð þeirra við endurher- væðinguna bendir mjög ákveðið á, hvernig þeir ætli sér að fara að þvf. Þannig hafa þeir lagt mikið kapp á að eignast elektrónutæki til að trufla mið eldflaugakerfis arabanna. Það kostaði fsraelsmenn mikið að þeir skyldu ekki hafa fullnægjandi rafeinda- tæki til að eiga við þessar eldflaugar - á aðeins þremur dögum eyddu arab- ar 80-100 flugvélum ísraelsmanna, 25% alls herflugflota ísraels, ásamt mörgum þjálfuðum flugáhöfnum. 1 dag er ekki vitað hvort egyptar hafa fengið ný rafeindatæki til að halda for- skoti sínu í þeim efnum. 1 tilraunum sínum til að viðhalda óbreyttu ástandi fyrir botni Miðjarðarhafs hafa Sovét- menn neitað að láta araba fá nýjustu vopn þessarar tegundar, en aðeins látið þá fá varahluti f gömlu vopnin. Takist ísraelsmönnum að eyða mætti eldflaugakerfisins með rafeindatrufl- unum á miðunarkerfinu, mun flugher araba fá sína eldskírn í návfgi. 1 stríðinu 1967 eyddu ísraelsmenn flugafla egypta með leifturárásum á flugvelli og flugskýli, flugvélar egypta komust aldrei f loftið. 1 dag eru her- flugvélar Egypta geymdar í víggirtum skýlum, sem geta staðið af sér allar sprengjuárásir. Flugmenn egypta stóðu sig vel f þeim fáu loftárásum sem þeir lentu f í síðasta stríði, en önnur atriði viðkomandi lofthernaði, svo sem hæfni stjórnenda á jörðu niðri, og hæfni þeirra sem sjá um að hlaða byssur og setja á vélarnar elds- neyti með hraði er enn óþekkt. Israelsmenn hafa nú þegar stækkað mjög skriðdrekaflota sinn, á meðan arabar hafa enn ekki náð þeirri tölu skriðdreka sem þeir höfðu fyrir stríð- ið. Israelsmenn hafa lagt mikla á- herslu á að vígbúa vel með skriðdrek- um og skriðdrekabyssum hertekinn Sinai-skagann, sem er mjög vel fall- inn fyrir skriðdrekahernað. Þetta hefur leitt til getsaka um, hvort ísra- elsmenn hyggist verða fyrstir til í næsta strfði. Kjarnorkustrfð ? Utanríkisráðherra Israels, Allon, hef- ur hótað því, að ísraelsmenn muni ef til strfðs kemur "beita samstundis í árás öllum hinum nýja hernaðarmætti sínum." Þetta getur ekki skoðast öðruvísi en sem ógnun um að ráð- ast gegn aröbum með kjarnorkuvopn- um. Slíkt, ásamt beinni og óbeinni þátttöku bandaríkjamanna í stríðs- rekstri ísraelsmanna, eykur mjög hættuna á því að stórveldunum tveim- ur lendi saman fyrir botni Miðjarðar- hafs, og verði um það að ræða, er ekki að spyrja að því hvort notuð verði kjarnorkuvopn. Eins og málin standa í dag eru miklar lfkur á að stór veldin blandi sér beint inn í hernaðar- átökin. Kissinger hefur nú hætt öllum samningaumleitunum og er það ills viti. Slíkt gæti verið forboði banda- rfskrar árásar gegn aröbum. Og bandaríkj amenn kunna til verka með slík stríð, og lærimeistarinn er "frið- ardúfan" Kissinger. Meðan hann starf■ aði sem ráðgjafi Rockefellers og ann- arra stórauðjöfra og afturhaldsmanna var gefin út bók eftir prófessorinn, er nefnist: Utanríkisstefna og kjarnorku- vopn. 1 þessari bók heldur Kissinger því fram, að það sé vel mögulegt að heyja afmörkuð kjarnorkustrfð án þess að þau breiðist út. Þessi kenn- ing er í dag með öllu óreynd. En næsta strfð fyrir botnl Miðjarðarhafs gæti gefið heiminum þann ömurlega kost að sjá hvort kenning professors- ins er rétt. • Ritstjórn Stéttabaráttunnar hvetur alla heiðarlega and-heimsvaldasinna til að vera vel á verði gagnvart árásar- stefnu heimsvaldastefnunnar fyrir botni Miðjarðarhafs, og jafnframt hvetur hún öll framsýn öfl til þátttöku f þeim aðgerðum sem gerðar verða siðar á þessu ári til stuðnings baráttu araba gegn árásum heimsvaldastefn- unnar. -/Öl •

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.