Fréttablaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 14
14 28. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Sjokkerandi staðhæfing? Hún hljómaði kannski betur sungin
af Bubba en hitt er víst, ekkert
er jafn óumdeilt. Eflaust finnst
einhverjum óþarfi að gera dauð-
leikann að umræðuefni, sérstak-
lega núna, nóg sé armæðan samt.
Dauðinn er hins vegar áreiðanleg-
asta staðreynd lífsins og afneitun
óþægilegra staðreynda er til þess
fallin að valda alls kyns vandræð-
um og böli. Skýrasta dæmið er
núverandi þjóðfélagsástand.
Við alvarlegar og flóknar
hremmingar er sérstök þörf fyrir
að bregðast við af skynsemi,
hugarró og yfirvegun. Maður-
inn er hins vegar með þeim tak-
mörkunum gerður að við uppnám
bregst hann yfirleitt við á annan
og frumstæðari hátt. Reynsla
okkar í hruninu er þar engin
undantekning. Fyrstu viðbrögð
einkenndust af óðagoti og fáti, fólk
einfaldaði flókna hluti, skipaði
sér í fylkingar, leitaði sökudólga
og bjó til „lausnir“. Grái liturinn
hvarf, þú varst annaðhvort í stjórn
eða stjórnarandstöðu, sekur eða
saklaus. Fólk vildi einfaldar línur
og einfaldar lausnir, STRAX.
Í umrótinu sem fylgdi virtist
reiðin illskásta tilfinningin og
henni var auðvelt að viðhalda,
til dæmis með því að fylgjast
með fjölmiðlum eða bloggheim-
um þar sem fram fór samkeppni
um verstu fréttina eða skelfileg-
ustu framtíðarsýnina. Fréttagildi
slíks málflutnings er oft takmark-
að enda er um að ræða einkenni
áfallastreitu sem kynda undir
kvíða, tortryggni og öryggisleysi,
ekki aðeins þeirra sem tjá sig,
heldur hinna sem fylgjast með.
Í fullkomnari heimi væri það
regla fremur en undantekning
að fjölmiðlar væru hlutlægir og
stjórnmálamenn og aðrir áhrifa-
menn sýndu gott fordæmi með því
að axla ábyrgð og viðurkenna mis-
tök. Það er bara ekki sá heimur
sem við búum í. Gæti hann orðið
þannig?
Það væri ágætis byrjun að
horfast í augu við að maðurinn
stjórnast af tilfinningum fremur
en skynsemi. Uppgangur og hrun
fjármálakerfisins gerðust ekki í
tómarúmi heldur í samfélagi fólks
sem hefur um langt skeið tekið
sýndarveruleika fram yfir veru-
leika. Eins og sjónhverfingamenn
hafa menn getað auðgast með því
að færa pappíra úr vinstri hendi
yfir í þá hægri. Lán voru veitt og
tekin án tillits til greiðslugetu, rétt
eins og aldrei kæmi að skuldadög-
um. Þúsund milljarðar króna voru
lánaðir til fyrirtækja sem höfðu
enga starfsemi.
En firringin einskorðaðist ekki
við umgengni okkar við peninga.
Um árabil hafa Íslendingar unnið
lengstan vinnudag af nágranna-
þjóðunum en þó hafa afköstin ekki
verið í neinu samræmi við tímann
sem þeir dvelja á vinnustað. Lýta-
aðgerðir urðu rökrétt framhald
megrunarkúra sem leið til sjálfs-
öryggis og jafnvel hamingju því
allt hefur snúist um útlit og ímynd.
Íslendingar gengust upp í fagur-
gala frægra útlendinga og héldu
að þeir væru krútt heimsins sem
mættu allt. Gagnrýni og varnað-
arorð voru afgreidd sem vankunn-
átta eða öfund. Umönnun ungra
barna varð gamaldags og íþyngj-
andi fyrir foreldra og lausnin var
að „mennta“ smábörn frá eins árs
aldri á illa mönnuðum stofnunum.
Fólk stóð í þeirri trú að það gæti
fengið allt á sama tíma: Ástrík
sambönd, falleg heimili, ferðalög,
frama, heilbrigð börn, góða heilsu,
frið í sálinni. Ekki þarf að fjölyrða
um bilið á milli væntinga og veru-
leika.
Okkur er væntanlega orðið ljóst
að við erum hvorki best né ham-
ingjusömust í heimi. Við erum
lítil þjóð í vondum málum og það
er enginn riddari í sjónmáli. Við
neyðumst til að taka afleiðingum,
fylgja reglum og borga skuldir.
Flott hús er ekki alltaf gott heimili
og sterk sjálfsmynd fæst ekki með
útlitsbreytingum, hún verður til í
samskiptum við manns nánustu.
Þess vegna þurfa börn sérstak-
lega á umhyggju þeirra að halda,
marga klukkutíma á dag, árum
saman. Þetta kostar bindingu og
álag og umbunin fæst ekki í pen-
ingum.
Það eru erfiðir tímar fram
undan, ekki bara vegna endur-
reisnar efnahagskerfisins, heldur
vegna þess að ástand þess er ekki
einangrað fyrirbæri. Fjármála-
kerfið er hluti af stærri heild sem
hefur í mörg ár hegðað sér eins
og unglingur sem er gagntekinn
af lúkkinu og vill bara hafa það
skemmtilegt. Ef við viljum full-
orðnast þurfum við að horfast í
augu við staðreyndir, líta í eigin
barm og leitast við að greina áhrif
tilfinninga á hugsanir okkar og
gerðir. Við það eykst jarðtenging
og meðvitund um þann takmark-
aða tíma sem okkur er skammtað-
ur í þessu lífi sem er nauðsynleg-
ur hvati þess að við nýtum hann af
ábyrgð og skynsemi.
Höfundur er sálgreinir og höfundur
bókarinnar Árin sem enginn man.
SÆUNN KJARTANSDÓTTIR
Í DAG | Eftirleikur
fjármálahrunsins
Við munum öll deyja
UMRÆÐAN
Sigríður Pétursdóttir og Her-
mann Valsson skrifa um
menntamál
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í menntaráði
Reykjavíkur samþykkti þann 26.
ágúst sl. leyfi til reksturs Mennta-
skólans ehf., nýs einkarekins grunn-
skóla í Reykjavík. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar
– græns framboðs í menntaráði greiddi atkvæði gegn
leyfisveitingunni. Afstaða VG endurspeglast í þeirri
bókun sem lögð var fram við afgreiðslu málsins.
Í ljósi núverandi aðstæðna í efnahagslífinu, þar
sem grunnskólar borgarinnar hafa fengið fyrirmæli
um að skera niður ýmsa þætti í rekstri sínum og
gæta ýtrasta aðhalds, er óhugsandi og raunar órétt-
lætanlegt með öllu að borgaryfirvöld skuli áforma
að leggja fé til reksturs nýs einkaskóla. Það fé sem
færi úr borgarsjóði til skólans myndi að sama skapi
skerða fjárframlög til grunnskóla borgarinnar. Við
þessar kringumstæður, og einnig í ljósi þess að börn-
um fer fækkandi í grunnskólum borgarinnar, er það
ekki góð nýting á skattfé almennings að greiða fyrir
stofnun nýs skóla fyrir börn fólks
sem hefur fé aflögu til að greiða
skólagjöld. Nýr sjálfstætt rekinn
skóli er ekki það sem fjölskyldurn-
ar í borginni þurfa mest á að halda.
Talsvert vantar upp á að meðferð
þessa máls geti talist ásættanleg.
Það er unnið á allt of miklum hraða.
Skólanámskrá er ekki fullunnin,
t.d. liggja áfangamarkmið ekki
fyrir auk þess sem ekki er gerð
grein fyrir hvernig skólinn hyggst
mæta þörfum nemenda með sérþarfir.
Margt í stefnu skólans er áhugavert, en ekki virð-
ist vera um að ræða nýjungar sem ekki eru þegar til
staðar í opinberum grunnskólum. Ekki er verjandi
að slá af faglegum kröfum til skólastarfs í borginni,
þótt fyrirhugaðir rekstraraðilar geti haldið á lofti
nafnalistum þjóðkunnra einstaklinga sem velunnara
verkefnisins.
Vinstri hreyfingin - grænt framboð áréttar þá
stefnu flokksins að grunnþjónusta á borð við grunn-
skóla borgarinnar eigi að vera rekin á samfélagsleg-
um grunni, svo öll börn fái notið sem bestrar mennt-
unar óháð efnahag foreldra.
Sigríður Pétursdóttir er fulltrúi VG í menntaráði.
Hermann Valsson er varaborgarfulltrúi VG.
Vantar fleiri grunnskóla?
SIGRÍÐUR
PÉTURSDÓTTIR
HERMANN
VALSSON
Þingmaður kjördæmisins
Á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag hætti
Jón Bjarnason rétt sem snöggvast að
vera sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra. Hann brá sér í gömlu úlpuna
sína og varð „þingmaður kjördæmis-
ins.“ Á fundinum gerði Jón sements-
framleiðslu á Íslandi að umtalsefni
en Sementsverksmiðjan á Akranesi
– sem er í kjördæminu hans – á í
vanda vegna samdráttar í byggingar-
iðnaði. Sement hefur hingað til
hvorki heyrt til sjávarútvegs né
landbúnaðar. Sementsverk-
smiðjan er hlutafélag í eigu
BM Vallár, Björgunar og norsks
sementsrisa. Víst er að
Sementsverksmiðjan
er ekki eina fyrirtækið
í landinu sem á í
vanda en ekki er vitað til að málefni
þeirra hafi notið viðlíka meðaumkunar
ráðherra.
Sérdeilis frábært
„Það er einróma álit starfshópsins
að þörf sé á að efla byggðaþróun í
landinu og samþætta opinberar áætl-
anir og stefnur.“ Svo segir í inngangi
skýrslu starfshóps samgönguráðherra
um endurskoðun á starfsemi lands-
hlutasamtaka sveitarfélaga. Einróma
álit sérfræðinga í heitum potti
í Reykjavík í gærmorgun var
að lítilfjörlegri niðurstaða
fimm manna starfshóps eftir
nokkurra mánaða vinnu hefði
ekki litið dagsins ljós í
sögu íslensks nefndar-
starfs.
Heppilegt hneyksli
Formaður Framsóknarflokksins, Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, sagði
í umræðum um Icesave í gær að
málið væri eitt mesta hneykslismál
íslenskra stjórnmála. Svo illa hefði
ríkisstjórnin staðið sig í því. Vel má
vera að þetta sé rétt. Það er á hinn
bóginn athyglis-vert að þetta sama
mál varð til þess að Sigmundur Davíð
hóf afskipti af stjórnmálum. Því lýsti
hann yfir í fyrstu umræðu um málið.
Hefðu stjórnvöld haldið betur á
málum – svo ekki sé nú minnst
á ef ekkert hefði Icesave-ið verið
– hefði Sigmundur kannski aldrei
skellt sér í pólitíkina. Svona
er nú lífið skrýtið.
bjorn@frettabladid.isS
ú kenning hefur verið viðruð af og til undanfarna mánuði
að í raun hafi ekkert verið að umgjörð viðskiptalífsins á
Íslandi heldur hafi óvandaðir menn orðið þar of áhrifa-
miklir. Til þeirra megi rekja hrunið.
Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson er meðal
þeirra sem hafa verið á þessum slóðum eftir skellinn mikla.
Hugmyndin um góða kapítalista og vonda kapítalista er þó alls
ekki ný uppfinning. Það þurfti ekki kerfishrun til þess að kveikja
vangaveltur um innræti þeirra sem sýsla með fé og önnur verð-
mæti.
Fyrir um fjórum árum vék Matthías Johannessen til dæmis að
þessum pælingum í merkilegri grein í Lesbók Morgunblaðsins þar
sem viðfangsefnið var skynjun hans á samtímanum.
Skáldið og ritstjórinn fyrrverandi sá ýmis merki um hnignun frá
því sem áður var. Honum fannst meðal annars ekki mikið koma til
nýju kapítalistanna sem voru komnir í aðalhlutverkin í viðskipta-
lífinu, einhverjir á kostnað þeirra gömlu, sem Matthías þekkti og
vann fyrir suma. Þeir gömlu voru „gott auðvald“ eins og hann
orðaði það.
Í reynd var þetta gamla auðvald þó hreint ekkert sérstakt. Innan
við tveimur árum eftir að grein Matthíasar birtist var búið að
dæma nokkur af helstu fyrirtækjum gamla auðvaldsins fyrir stór-
fellt svindl á almenningi um langt árabil. Þetta voru olíufélögin
og Eimskipafélagið, en um brot síðarnefnda félagsins sagði Sam-
keppniseftirlitið að þau hefðu verið „alvarleg og til þess fallin að
valda atvinnulífinu og almenningi miklu samfélagslegu tjóni,“
Eftir atburði og fréttaflutning undanfarinna mánaða vitum
við að nýju kapítalistarnir voru örugglega ekki framför frá þeim
gömlu.
Það þarf ekki að kafa djúpt í bollaleggingar Hannesar og Matthí-
asar til þess að átta sig á því að hugmyndin um góða og vonda
kapítalista snýst fyrst og fremst um hvaða kapítalistar eru í mínu
liði og hvaða kapítalistar eru í hinu liðinu.
Sannleikurinn er sá að það er barnaskapur að gera ráð fyrir
því að það séu til góðir kapítalistar. Þar með er alls ekki verið að
segja að þeir séu allir vondir. En reynslan, og hún er dýru verði
keypt, segir okkur að þjóðfélagið hefur ekki efni á því að gera ráð
fyrir öðru í umgjörðinni með athafnalífinu, en að sumir svífist
einskis til að græða sem allra mest, jafnvel fara út fyrir ramma
laganna.
Græðgin er góð er frægur frjálshyggjufrasi. Það er margt til í
þessu. Það er drifkraftur í græðgi. Hún getur ýtt undir frumkvæði
og verðmætasköpun. Einstaklingar eru til dæmis miklu líklegri
til að kynna nýjar uppfinningar, sem þeir vilja græða á, heldur en
hið opinbera.
Vandinn er sá að græðgin getur gert menn að skepnum. Þetta
gleymdist í því sem fjármálaráðherra Noregs hefur kallað frjáls-
hyggjutilraun Íslendinga. Það vantaði girðingarnar og eftirlitið. Ef
sá viðbúnaður hefði verið betri væri Ísland örugglega í allt annarri
stöðu. Því skepnur er nýtilegar til margra hluta. Þar á meðal að
draga vagna.
Eru til góðir kapítalistar og vondir kapítalistar?
Taumhald á
skepnum
JÓN KALDAL SKRIFAR