Fréttablaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 16
16 28. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
Þennan dag
árið 1971 var
Hróarskeldu-
hátíðin sett í
fyrsta skipti en
hún er ein af
elstu tónlist-
arhátíðum í
Evrópu.
Á fyrstu há-
tíðinni, sem
stóð í tvo daga,
spiluðu 20
hljómsveitir á einu sviði og voru
áhorfendur á milli tíu og tuttugu
þúsund. Nú koma um 110 þúsund
gestir saman á hátíðinni en þar af
eru um 75 þúsund hátíðargestir
og á milli 30-40 þúsund sjálfboða-
liðar, hljóm-
sveitarmeðlim-
ir, fjölmiðlar,
öryggisgæslu-
starfsmenn,
tæknimenn
og fleiri. Há-
tíðin er rekin
sem sjálfstætt
starfandi góð-
gerðarfélag og
rennur allur
ágóði hennar
til góðgerðar- og menningarmála.
Fjölmargar af frægustu hljóm-
sveitum heims hafa troðið upp á
hátíðinni og má þar nefna Beastie
Boys, Björk, David Bowie, Guns N’
Roses, Nirvana og Radiohead.
ÞETTA GERÐIST: 28 ÁGÚST
Hróarskelduhátíð í fyrsta sinn
TÓNLEIKATJALD Hróarskelduhátíð í
fullum gangi.
JOHANN WOLFGANG VON
GOETHE FÆDDIST ÞENNAN
DAG ÁRIÐ 1749
„Fólk heyrir aðeins það
sem það skilur.“
Goethe var þýskur rithöf-
undur, vísindamaður og
heimspekingur. Hann skrif-
aði meðal annars leikritið
Fást og skáldsöguna Raunir
Werthers unga.
„Þetta er stór áfangi fyrir lítið
félag,“ segir Þórhallur Þor-
steinsson, formaður Ferða-
félags Fljótsdalshéraðs, sem
fagnaði fjörutíu ára afmæli í
vikunni.
Félagið var stofnað 25.
ágúst árið 1969. Aðalhvata-
maðurinn var Völundur Jó-
hannesson sem gegndi for-
mennsku í átján ár en stofnfé-
lagar voru um áttatíu talsins.
„Í dag eru félagnir tæplega
220. Við eigum sex skála
og þann sjöunda, sem er í
Kverkfjöllum, með Ferðafé-
lagi Húsavíkur,“ segir Þór-
hallur sem hefur verið í
stjórn félagsins í rúm tut-
tugu ár. Nýjasti skálinn er í
Loðmundarfirði en hann var
reistur á einungis þrettán
dögum í sumar. „Við áttum
fyrir tvo skála á svæðinu á
milli Borgarfjarðar eystri og
Seyðisfjarðar. Þegar ferða-
þjónusta sem rekin var í
Loðmundarfirði lagðist af
vantaði hlekk í keðjuna og
fengum við leyfi til að reisa
skála.“
Ferðafélagið hefur byggt
upp tvær gönguleiðir á liðn-
um árum. Önnur er frá Snæ-
felli og suður í Lón en hin frá
Borgarfirði eystri til Seyðis-
fjarðar. „Það er kannski vert
að geta þess, þar sem talsverð
umræða hefur verið um ofset-
in ferðamannasvæði eins og
Landmannalaugar og Lauga-
veginn, að þarna eru vel
merkt svæði sem geta tekið
við mun fleira fólki. Þá erum
við með vel búna skála og auk
þess þjónustu eins og trúss og
mat í skála og leiðsögumenn
má nálgast á Borgarfirði
eystri.“
Hjördís Hilmarsdóttir, um-
sjónarmaður sérverkefna og
gönguferða hjá ferðafélaginu,
segir það standa fyrir göng-
um alla sunnudaga allan árs-
ins hring og hefur ekki fallið
niður ganga síðastliðin fimm
ár. „Auk þess erum við með
tvö skemmtileg verkefni í
gangi. Annað heitir Perlur
Fljótsdalshéraðs og hefur það
fengið góðar viðtökur. Fólk
safnar stimplum við hverja
perlu en við höfum valið átján
staði og komið fyrir staukum
með gestabók og upplýsing-
um á hverjum fyrir sig. Þegar
fólk hefur safnað stimplun-
um lendir það í potti sem
síðan er dregið úr á Orms-
teiti, héraðshátíð Fljótsdals-
héraðs.“ Hjördís segir verk-
efninu sérstaklega ætlað að
virkja fjölskyldufólk og því
urðu níu léttar og níu erfið-
ar leiðir fyrir valinu. „Hitt
verkefnið heitir Heiðarbýlin
í göngufæri en það er svip-
að að uppbyggingu og gefst
fólki kostur á að safna stimpl-
um við 22 heiðarbýli á Jökul-
dalsheiði.
Sunnudaginn 6. septem-
ber verður farið í „Rústa-
ráp“ milli heiðarbýla með
Páli Pálssyni frá Aðalbóli en
hann er manna fróðastur um
íbúa heiðarinnar og bygging-
arsögu heiðarbýlanna „Þeir
sem ekki treysta sér í þá
göngu geta farið í „Tóttatölt“
með Eyþóri Guðmundssyni á
milli nokkurra Heiðarbýla en
um kvöldið verður svo sam-
einast í kvöldmat í Sænauta-
seli.“ 19. september á síðan að
vígja skálann í Loðmundar-
firði og verður boðið upp á
afmæliskaffi í leiðinni.
vera@frettabladid.is
FERÐAFÉLAG FLJÓTSDALSHÉRAÐS: FAGNAR FJÖRUTÍU ÁRUM
Reistu nýjan skála á mettíma
HÖFÐU HRAÐAR HENDUR Fimmtíu sjálfboðaliðar komu að byggingu skálans í Loðmundarfirði eina helgina
í sumar en skálinn var reistur á aðeins þrettán dögum. MYND/ÚR EINKASAFNI
ÁNÆGÐUR MEÐ VERKIÐ Þórhallur hefur verið í stjórn ferðafélagsins í
rúm tuttugu ár. MYND/ÚR EINKASAFNI
Frænka mín,
Guðný Þórðardóttir
Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Stigahlíð 36,
lést þriðjudaginn 25. ágúst. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 1. september kl. 13.00.
Gunnvör Valdimarsdóttir Jóhann G. Sigfússon
Ragna Alda, Þorsteinn, Þórgunnur
og fjölskyldur.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
Björgvin Ólafsson
frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi
Kleppsvegi 62, Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 16. ágúst sl. Jarðarförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem
vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Áskirkju.
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát hans.
Anna Ólöf Björgvinsdóttir Jón Reynir Eyjólfsson
Oddný Hrönn Björgvinsdóttir Gunnar Magnús Gröndal
Bryndís Dagný Björgvinsdóttir Guðbrandur Þór
Þorvaldsson
Guðlaug Björgvinsdóttir Halldór Halldórsson
Jón Stefán Björgvinsson Ingibjörg H.
Kristjánsdóttir
Guðmundur Már Björgvinsson Júlíana Þorvaldsdóttir
Davíð Þór Björgvinsson Svala Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, stjúpsonur, faðir,
tengdafaðir og afi,
Þorsteinn Broddason
Lágholti 2b, Mosfellsbæ,
lést mánudaginn 24. ágúst. Útförin fer fram frá
Neskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 1. september
kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Barnaheill.
Guðríður Steinunn Oddsdóttir
Friðrika Gestsdóttir
Vin Þorsteinsdóttir Daníel Karl Ásgeirsson
Daði Þorsteinsson Maria Helen Wedel
Oddur Broddi Þorsteinsson
Stefán Broddi Daníelsson
Eir Lilja Daníelsdóttir
Sunna Daðadóttir Wedel
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigmundur Guðmundsson
stýrimaður,
Hraunbæ 92,
sem andaðist aðfaranótt 19. ágúst,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn
31. ágúst kl. 15.00.
Þórdís Eggertsdóttir
Sigríður Birgisdóttir, Sigurður Hafsteinn Steinarsson,
Hafþór Freyr Sigmundsson, Kristín Helga Ólafsdóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Þórir Björn Sigurðarson,
Steinar Orri Hafþórsson, Ólöf Hafþórsdóttir,
Þórdís Hafþórsdóttir, Sigmundur Freyr Hafþórsson
og langafabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
Hálfdan Ármann Björnsson
Hlégarði, Aðaldal,
sem lést 20. ágúst sl.,
verður jarðsunginn frá Neskirkju Aðaldal laugardaginn
29. ágúst kl. 14.00
Bergljót S. Benediktsdóttir
Hlédís Hálfdanardóttir Steindór G. Steindórsson
Sigurður Hálfdanarson Brynja Arngrímsdóttir
Þyrnir Hálfdanarson Gunnlaug D. Pálsdóttir
Freyja Hálfdanardóttir Jón Gunnar Þorsteinsson
Benedikt Hálfdanarson Maeve C. Hölscher
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns og föður,
Erlendar Sigurðssonar
Skólatröð 3, Kópavogi.
Svanborg Lýðsdóttir
Jónína Þórunn Erlendsdóttir Birkir Þór Bragason
Lýður Skúli Erlendsson Sigríður Lára Gunnarsdóttir
Erlendur Örn Erlendsson Lilja Björk Kristinsdóttir
Hrafnkell Erlendsson Sigurlaug Viktoría Pettypiece
Aðalheiður Erlendsdóttir Pétur Ólafsson
Kristinn Erlendsson Ásta Guðmundsdóttir
Sigrún Erlendsdóttir Sigurgestur Ingvarsson
Guðrún Lísa Erlendsdóttir Bragi Baldursson
Þóra Þórhildur Guðjónsdóttir
Elísabet Erlendsdóttir Björn Á. Björnsson
og fjölskyldur.
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.