Fréttablaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 42
30 28. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Þóra Björg Helgadóttir, markvörður. ...................................................................................................6 Spilaði af öryggi og var vel vakandi í markinu þegar Norðmenn reyndu að stinga boltanum inn fyrir. Gat lítið gert í markinu. Erna Björk Sigurðardóttir, hægri bakvörður. ......................................................................................6 Spilaði vel og flestar hennar aðgerðir voru framkvæmdar af miklu öryggi og yfirvegun. Var tekin útaf til þess að breyta um taktík og engu öðru. Katrín Jónsdóttir, miðvörður. .................................................................................................................6 Var gríðarlega grimm í öllum návígum en lenti nokkrum sinnum í vandræðum maður á mann. Fór þetta þó á baráttu og reynslu og gaf liðinu mikið með góðri stjórn á vörninni. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, miðvörður.............................................................................................. 7 Lék vel að vanda, vann marga bolta og spilaði þeim vel frá sér. Hún kæfði hvað eftir annað lofandi upp- hlaup norska liðsins þegar þær voru að gerast ágengar nálægt teignum. Ólína Guðrún Viðarsdóttir, vinstri bakvörður. ...................................................................................8 Lék mjög vel, hjálpaði mikið til í sókninni og vann vel í vörninni. Fór mikinn í mörgum flottum sóknum í seinni hálfleik. Var besti maður íslenska liðsins í leiknum. Edda Garðarsdóttir, varnartengiliður ...................................................................................................6 Gekk mun betur en í síðasta leik en tókst þó ekki nægilega vel upp í sendingunum. Vann vel fyrir liðið en íslenska liðið þarf meira frá henni sóknarlega séð. Dóra Stefánsdóttir, varnartengiliður. .................................................................................................. 5 Byrjaði leikinn af miklum krafti og átti frábæra stungusendingu eftir 12 sekúndur. Náði ekki að halda út og það dró af henni eftir því sem leið á leikinn. Dóra María Lárusdóttir, hægri kantmaður. ....................................................................................... 6 Átti hættulegt skot í stöngina í upphafi leiks en var of lítið í boltanum og skapaði því ekki mikið. Það heppnaðist vel að færa hana inn á miðjuna enda komst hún þá meira í boltann. Sara Björk Gunnarsdóttir, sóknartengiliður ....................................................................................... 5 Vann vel eins og vanalega en var oft of vilt í sínum sendingum og sendingarvali. Annan leikinn í röð kom hún betur út þegar hún var færð í stöðu varnartengiliðs. Hólmfríður Magnúsdóttir, vinstri kantmaður ...................................................................................6 Gat skorað eftir 12 sekúndur en sinnti varnarvinnunni ekki nægilega vel í fyrri hálfleik sem var slakur hjá henni. Kom grimm inn í þann seinni og var oft nálægt því að skapa mark með góðum hlaupum. Þarf helst að fara að spila tvo góða hálfleiki í sama leiknum og er enn að reyna of erfiða hluti. Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji. .................................................................................................. 5 Reyndi að koma sér inn í leikinn en var oft fyrir vikið alltof langt frá markinu til að skapa eitthvað. Hún var annars í strangri gæslu og komst lítið áleiðis á móti góðum miðvörðum norska liðsins. Varamenn: Rakel Logadóttir kom inn á fyrir Dóru Stefánsdóttur á 59. mínútu ............................................ 6 Komst vel frá sinni innkomu, ógnaði með hraða sínum og hélt breiddinni vel. Íslenska liðið tók meiri áhættur í sóknarleiknum eftir innkomu hennar og það kom vel út. Rakel Hönnudóttir kom inn á fyrir Ernu Björk Sigurðardóttur á 82. mínútu ............................. - FRAMMISTAÐA LEIKMANNA Lahti Stadium. Áh: 1.399 Ísland Noregur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–14 (3–5) Varin skot Þóra 4 – Hjelmseth 2 Horn 5-4 Aukaspyrnur fengnar 6-8 Rangstöður 7-1 0-1 Cecilie Pedersen (45.) 0-1 Cristina Dorcioman (7) Fimleikadeild Fylkis Innritun í alla hópa Fimleikadeildar Fylkis fer fram mánudaginn 31. ágúst og þriðjudaginn 1. september kl. 17-20 í Fylkishöll. Ganga þarf frá greiðslu við innritun. Grunn- og framhaldshópar fyrir stúlkur fæddar 2004 og eldri. Grunnhópar fyrir drengi fædda 2002-2003. Íþróttaskóli Fylkis Hefst laugardaginn 12. september í íþróttahúsi Árbæjarskóla. Börn fædd 2005-2006 kl. 9.30-10.30 Börn fædd 2003-2004 kl. 10.30-11.30 Greitt er við innritun í fyrsta tíma kr. 11.000.- fyrir 12 skipti. Kennari er Alda Hanna Hauksdóttir EM 2009 - B-riðill Frakkland - Þýskaland 1-5 0-1 Grings (9.), 0-2 Krahn (17.), 0-3 Behringer (45.), 0-4 Bresonik (47.), 1-4 Thiney (51.), 1-5 Laudehr (91.). STAÐAN Þýskaland 2 2 0 0 9-1 6 Frakkland 2 1 0 1 4-6 3 Noregur 2 1 0 1 1-4 3 Ísland 2 0 0 2 1-4 0 ÚRSLIT FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið á ekki lengur möguleika á því að komast í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Finnlandi eftir ósanngjarnt 0-1 tap á móti Nor- egi í Lahti í gær. Lukkan var ekki með íslenska liðinu sem komst oft nálægt því að skora en þurfti síðan að sætta sig við að fá á sig mark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Það mark kom upp úr litlu sem engu en átti eftir að ráða úrslitum í leiknum og sjá til þess að stelpurn- ar okkar eru á heimleið frá Finn- landi eftir lokaleikinn í riðlinum gegn Þjóðverjum á sunnudag. Það hefði auðveldlega getað verið orðið 2-0 fyrir Ísland eftir tólf mínútur. Hólmfríður Magnús- dóttir var sloppin í gegn eftir aðeins 12 sekúndna leik eftir frá- bæra stungusendingu frá Dóru Stefánsdóttur, en skot hennar fór rétt framhjá. Eftir 12 mínútur átti Dóra María Lárusdóttir síðan fyrirgjöf eftir laglega sókn sem endaði í innanverðri stönginni og skoppaði fyrir framan norska markið. Þar munaði ekki mörgum millimetrum. Íslensku stelpurnar voru reynd- ar of oft að tapa boltanum illa og gefa Norðmönnum tækifæri á skyndisóknum, en þegar leið á hálfleikinn var það komið í betra lag. Isabell Herlovsen var í góðri gæslu Guðrúnar Sóleyjar Gunn- arsdóttur en norska liðið fór mikið upp vinstri kantinn í gegn- um Solveigu Gulbrandsen. Þá var Cecilie Pedersen, sem var þarna að byrja sinn fyrsta landsleik, allt- af að ógna því að sleppa í gegnum íslensku vörnina sem margoft náði að stoppa gegnumbrot hennar á síðustu stundu. Það átti þó eftir að klikka á skelfilegum tímapunkti. Fyrri hálfleikur var að renna út þegar reiðarslagið kom. Cecilie Pedersen fékk langa sendingu frá bakverðinum Toril Akerhaugen, sneri laglega af sér Katrínu Jóns- dóttur, stakk sér inn í teig og skor- aði af öryggi. Lukkan ætlaði ekki að vera með íslenska liðinu annan leikinn í röð. Leikurinn var mun opnari í seinni hálfleiknum. Norðmenn fengu góð færi í upphafi þar sem íslenska liðið tók meiri áhættur í leik sínum. Íslenska liðið óx eftir því sem leið á hálfleikinn og eftir klukkutíma leik munaði ítrekað litlu hjá íslenska liðinu eftir fjórar flottar sóknir á stuttum tíma. Íslenska liðið lék mun betur en á móti Frakklandi og átti mjög góðan seinni hálfleik þrátt fyrir áfallið í lok þess fyrri. Liðið sofnaði hins vegar á verðinum í eitt sekúndu- brot í lok fyrir hálfleiks og það reyndist dýrkeypt. Spilamennskan var þó til fyrirmyndar og stelpurn- ar áttu, án nokkurs vafa, skilið stig úr þessum leik í Lahti í gær. Leikirnir verða bara þrír Lukkan var ekki með stelpunum okkar, sem töpuðu 0-1 fyrir Noregi þrátt fyrir fínan leik og hetjulega baráttu í gær. Vegna tapsins endar Ísland óhjákvæmi- lega í neðsta sæti riðilsins og kemst því ekki áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. GEKK EKKI Margrét Lára var í strangri gæslu norsku varnarmannanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/OSSI AHOLA EM Í FINNLANDI ÓSKAR ÓFEIGUR JÓNSSON skrifar frá Tampere ooj@frettabladid.is FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson, landsliðsþjálfari gat ekki gagnrýnt frammistöðu stelpnanna sinna eftir tapið á móti Noregi í gær. „Það er svekkjandi að fá ekk- ert út úr leiknum því mér fannst við spila nokkuð vel og þar af spil- uðum við mjög vel í seinni hálf- leik,“ sagði hann eftir leikinn. „Ég var fúll með að vera undir í hálfleik því við vorum búnar að vera alveg jafngóðar og þær. Við höfðum jafnvel skapað fleiri og betri færi. Það er mikið svekkelsi. Það hefði verið auðvelt fyrir liðið að brotna niður þá en Ísland kom út í seinni hálfleik, spilaði virki- lega vel og lagði allt sitt í leikinn,“ sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Við náðum að setja Norðmenn- ina undir pressu en það vantaði að skapa pínulítið opnari færi til þess að ná að refsa þeim. Leikmenn gáfu allt sem þær áttu í leikinn og meðan að svo er þá verður maður að vera ánægður með leikinn.“ Sigurmarkið kom á skelfilegum tíma rétt fyrir hálfleik. „Ég veit ekki hvort þetta var einbeitingar- leysi eða hvort það vantaði völdun. Hún nær að snúa á Kötu í mark- inu og komast inn fyrir. Hún gerði þetta mjög vel og kláraði færið sitt vel. Við eigum ekki að leyfa henni að gera það. Það má segja að það hafi komið á óvart að hún hafi byrj- að inni á því hún var valin óvænt í norska hópinn. Hún á bara að baki 19 ára landsleiki en við vissum að hún var fljót og hún stóð sig vel í leiknum,“ sagði Sigurður Ragn- ar um mann leiksins, hina 18 ára gömlu Cecilie Pedersen. „Mér fannst þessi leikur mun betur spilaður af okkar hálfu held- ur en leikurinn á móti Frökkum. Við getum tekið það með okkur og við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Þetta er búin að vera fín reynsla að spila á móti gríðar- lega sterkum liðum á þessu móti. Það verður ekkert léttari leikur næst, en vonandi getum við hald- ið áfram að bæta okkar leik því þannig nálgumst við þessi lið, á endanum stöndum við þeim jafn- fætis og vonandi framar.“ - óój Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðuna: Svekkjandi að fá ekkert úr leiknum SIGURÐUR RAGNAR Landsliðsþjálfarinn var ánægður með leikmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/OSSI AHOLA Þóra Björg Helgadóttir og Edda Garðarsdóttir voru stoltar af frammistöðu liðsins en jafnframt svekktar með að fá ekki stig og halda voninni lifandi um að komast áfram í átta liða úrslitin. „Við stóðum okkur vel og það er erfitt að vera svekktur. Við erum samt drullusvekktar með að þetta sé búið hjá okkur en það var ekki mikið hægt að finna að okkar leik í dag. Þetta var ekki eins og eftir Frakkaleikinn þar sem að okkur fannst við hafa brugðist,“ sagði Þóra. „Eftir Frakkaleikinn fannst okkur að það hallaði á okkur í dómgæslunni og öll vafaatriði voru að detta þeim megin. Þetta var baráttuleikur og við vorum að spila þann fótbolta sem við eigum að og getum spilað. Mér fannst það frábært en síðan erum við ekki að ná að klára sóknirnar okkar,“ sagði Edda. Þær voru báðar mjög ánægðar með hvernig liðið kom til baka eftir að hafa fengið á sig markið í lok fyrri hálfleiks. „Það var aðdáunarvert að sjá hvernig við létum þetta mark ekki hafa áhrif á okkur. Mér fannst við koma tvíefldar til leiks,“ sagði Þóra. „Það var rosalega að fá þennan löðrung rétt fyrir hálfleik. Það sýndi bara hvaða karakter þetta lið hefur að koma út með hökuna upp og baráttuna í lagi. Það er svekkjandi að skora ekki en maður fær ekki stig fyrir að halda boltanum því maður þarf að fá mörk til þess að vinna leiki,“ sagði Edda. Þóra segir norska liðið hafa viðurkennt að þær hafi haft heppnina með sér. „Þær voru fegnar í lokin eftir að hafa verið með þvílíkar yfirlýsingar fyrir leikinn. Þær töluðu um að við værum ekkert nema tuddar og ég held að við höfum komið þeim vel á óvart með okkar spilamennsku. Þær voru dauðlifandi fegnar og telja sig heppnar,“ sagði Þóra. „Við getum verið stoltar eftir leikinn því þær fengu bara eitt gott færi í leiknum og skoruðu úr því. Það var lítið við því að gera. Spilamennskan var til fyrirmyndar en okkur vantar að taka loka- skrefið í sókninni.“ ÞÓRA OG EDDA: ÁNÆGÐAR MEÐ FRAMMISTÖÐU OG BARÁTTU ÍSLENSKA LIÐSINS Þær voru dauðlifandi fegnar og telja sig heppnar > Arnór þarf í aðgerð Landsliðsmaðurinn Arnór Smárason mun gangast undir aðgerð í næstu viku vegna meiðsla á vöðva aftan í læri. Hann hefur ekkert getað leikið með liði sínu, hollenska úrvalsdeildarfélaginu Heerenveen, vegna þessa í haust. Það tók langan tíma að fá úr því skorið hvers eðlis meiðslin væru en eftir að hann gekkst undir rannsóknir hjá belgískum sér- fræðingi komu meiðslin í ljós. Hann verður frá í 6-8 vikur vegna aðgerðarinnar, að minnsta kosti. Greint var frá þessu á heimasíðu Heerenveen í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.