Fréttablaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 28. ágúst
Saga Sigurðar-
dóttir ljósmyndari
hefur tekið myndir fyrir
mörg af virtustu tísku-
blöðum Evrópu. Í viðtali
við Föstudag segir hún
frá uppvextinum, náminu
í London, „vintage“-
æðinu og framtíðar-
draumunum.
Viðtal: Alma Guðmundsdóttir
Ljósmyndir: Arnþór Birkisson
M
amma og pabbi
gáfu mér fyrstu
myndavélina
þeg ar ég var
átta ára, l it la
Canon-filmuvél. Þá tók ég aðal-
lega myndir af blómum, landslag-
inu og systkinum mínum og ég á
þessar myndir enn þá í svörtum
ruslapoka,“ segir Saga Sigurðar-
dóttir brosandi spurð hvenær
ljósmyndaáhuginn kviknaði.
„Foreldrar mínir, Hanna María
Pétursdóttir og Sigurður Árni
Þórðarson, eru bæði prestar. Ég
fæddist fyrir norðan, en bjó svo
í Skálholti í fimm ár, á Þingvöll-
um í fimm ár og svo rétt hjá
Kirkjubæjarklaustri í Ásum í
Skaftártungu þar til við fluttum
í bæinn þegar ég var í níunda
bekk. Ég er ótrúlega þakklát fyrir
að hafa búið í sveit og held að það
hafi mótað mig mikið sem per-
sónu að geta leikið mér endalaust
úti í náttúrunni,“ útskýrir Saga og
segir flutningana ekki hafa reynst
erfiða.
„Ég upplifði mig aldrei ein-
mana og gat alltaf haft ofan
af fyrir sjálfri mér. Ég var oft í
mínum eigin heimi og las rosa-
lega mikið. Ég var mikið nörd
og fannst gaman að grúska, las
heimspekibækur, Íslendingasög-
urnar og þegar ég var tíu ára fékk
ég hvatningarverðlaun forseta Ís-
lands fyrir að vera svona mikill
lestrarhestur,“ segir hún og hlær.
Spurð hvort hún hafi snemma
ákveðið að verða ljósmyndari
segir hún svo ekki vera. „Ég var
alltaf að skipta um skoðun á því
hvað mig langaði að verða þegar
ég yrði stór. Fyrst langaði mig að
verða dýralæknir, svo kennari og
á tímabili langaði mig mikið að
verða stjarneðlisfræðingur. Þegar
ég var komin í Hagaskóla ákvað
ég að verða læknir og fór á stærð-
fræðibraut í Menntaskólanum í
Reykjavík í kjölfarið. Eftir eitt og
hálft ár var ég samt ekki að finna
mig og þótt allir vinir mínir væru í
MR fékk ég einhverja hugdettu og
ákvað að skipta yfir í Versló. Það
reyndist svo vera besta ákvörðun
lífs míns því þar uppgötvaði ég
að ég vildi verða ljósmyndari. Ég
byrjaði í ljósmyndanefnd og var
svo í Verslunarskólablaðinu á síð-
asta árinu mínu. Ef krakkar vilja
verða ljósmyndarar í dag mæli
ég eindregið með því, því það er
besta reynsla sem ég hefði getað
fengið,“ segir hún.
TIL LONDON
„Eftir að ég útskrifaðist úr Versló
fór ég í eitt ár í listfræði í Há-
skólanum því mér fannst ég ekki
vera tilbúin að fara út strax. Eftir
það ákvað ég að fara út í London
College of Fashion og þar er ég á
braut sem heitir Fashion Photo-
graphy og sérhæfir sig í tískuljós-
myndun,“ útskýrir Saga sem er nú
stödd hér á landi í fríi.
Meðfram námi vinnur Saga í
fatabúðinni Vintage Heaven á
Brick Lane. „Ég var alltaf að vinna
í Spúútnik og Rokki og rósum
hérna heima svo það var frekar
auðvelt að fá vinnu úti þar sem
ég var með smá reynslu,“ segir
hún og játar að vera forfallinn
„vintage“-fata-safnari, „Í búðinni
fæst til dæmis „vintage“ Dior,
Pucci og Diane Von Furstenberg.
Kallinn sem á búðina safnar líka
gömlum antík-höttum svo þetta
er algjör „vintage“-paradís,“ segir
hún brosandi.
Saga er með Ella Egilssyni,
teiknara og söngvara í hljómsveit-
inni Steed Lord, en þau kynntust
fyrir þremur árum þegar Elli var
að vinna í Nakta apanum og Saga
í Rokki og rósum. Meðlimir Steed
Lord fluttu nýverið til Los Ang-
eles þar sem hljómsveitin mun
ferðast um Bandaríkin á kom-
andi mánuðum, en Saga segir það
ekki setja strik í reikninginn. „Elli
ætlar að búa í London, en vera
með annan fótinn í LA og verð-
ur þar næsta mánuðinn. Hann
er alltaf að fljúga og taka DJ-gigg
víða í Evrópu svo ég er orðin vön
því að við séum ekki alltaf saman.
Maður venst bara þessum lífsstíl,“
segir hún.
MYNDAR FYRIR TÍSKUBLÖÐ
Þótt Saga hafi ekki lokið námi
hefur hún nú þegar myndað fyrir
heimsþekkt tískublöð á borð við
Glamour og Elle. Spurð hvern-
ig það hafi komið til segir hún
margt spila þar inn í. „Ég er búin
að kynnast æðislegu fólki sem
er með puttana í bransanum og
hefur hjálpað mér mikið. Kannski
hafa einhverjir bent á mig frá
öðrum blöðum sem ég hef unnið
fyrir, en ég hef líka fengið verk-
efni í gegnum bloggið mitt,“ segir
Saga sem heldur úti bloggsíðunni
saganendalausa.blogspot.com.
„Ég hef reyndar líka fengið verk-
efni út á það að klæða mig öðru-
vísi. Eitt sinn lenti ég í því að það
var stelpa sem stoppaði mig úti á
götu og spurði mig út í fötin sem
ég var í, en þá kom í ljós að hún
var með tískublað sem ég tók svo
myndir fyrir,“ segir hún og bros-
ir.
Saga tekur myndir á filmu og
framkallar sjálf, en spurð um sinn
persónulega stíl segir hún hann
enn vera að þróast. „Mér finnst ég
enn þá svo ung og vera að mót-
ast, en það má kannski segja að
minn stíll sé svolítið ævintýra-
legur. Ég fæ innblástur frá list al-
mennt og finnst frábært að fara
á listasýningar, sitja á kaffihús-
um og grúska í listaverkabókum.
Ég vafra líka um á netinu og fer
örugglega fjórum til fimm sinn-
um í viku að tékka hvort það séu
komin út ný tískublöð. Ég er al-
gjörlega heltekin af ljósmyndun-
ALVEG HELTEKIN AF LJÓSMY
Eftirsótt Saga hefur getið sér gott orð sem ljósmyndari og tekið myndir fyrir mörg af virtustu tískublöðum Evrópu, en hún fær mörg
verkefni í gegnum bloggsíðu sína saganendalausa.blogspot.com
✽
ba
k v
ið
tjö
ldi
n Stjörnumerki:
Vog.
Uppáhaldsmatur:
Indverskur.
Uppáhaldsdrykkur:
Kaffi.
Uppáhaldsverslun:
Á Íslandi er það
Kronkron, Einvera,
Fabelhaft, Rokk og
rósir, Spúútnik og
Aftur.
Diskurinn í spilar-
anum:
Mjög misjafnt
hvað ég hlusta á
frá degi til dags,
í dag hlust-
aði ég á Kings of Leon,
Santogold, Fever Ray
og The Gossip.
Bókin á náttborðinu:
Hús andanna og Love
Magazine.
Mesta dekrið:
Kaupa nýja skó!
Draumafríið:
Einhvers staðar þar
sem er gott veður,
falleg náttúra með fólk-
inu sem ég
elska.
Líkamsræktin:
Of sein, hlaupandi á
háum hælum í lestina á
morgnana.
Hverju myndirðu
sleppa til að spara?
Ljósmyndabókum og
tímaritum.
Áhrifavaldurinn:
Fjölskylda mín.