Fréttablaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 26
6 föstudagur 28. ágúst tíðin ✽ hár og fegurð H ártískan fram undan er mjög skemmtileg. Það eru nokkrar klippingar sem hafa slegið í gegn á árinu 2008 og nokkrar af þeim eru enn þá inni á komandi vetri, en kannski með smá „tvisti“, segir Ásgeir Hjartarson, hárgreiðslu- meistari og eigandi Dark-Super- nova, um hártískuna framundan. „Bob“-klippingin verður áfram inni, en hún er ein af þeim klipp- ingum sem hafa slegið hvað mest í gegn á árunum 2007-2008. Aðeins eitt nafn kemur til greina þegar hún er annars vegar og er það að sjálfsögðu drottningin sjálf, Vic- toria Beckham. En þar sem þessi klipping hefur tröllriðið öllu, gerir það að verkum að hún er ekki eins „unique“ og hún var og ættu þær sem eru enn þá með hana að reyna að „messa“ hana aðeins upp og jafnvel nota sléttujárnið til að ná fram mjúkum liðum,“ útskýrir Ásgeir. „Önnur klipping sem held- ur velli er svokölluð „Pixie“-klipp- ing. Þær sem hafa skartað henni eru meðal annars Agyness Deyn, Victoria Beckham, Sharon Stone og Katie Holmes. Allar konur sem hafa sjálfstraust í svona klippingu ættu að drífa í að láta klippa sig, en þær sem eru með frekar breitt andlit ættu ekki að fara í hana,“ segir hann. „Sítt hár er einn- ig mjög áberandi, en það verð- ur að vera vel klippt og stytturn- ar í hárinu þurfa að vera vel stað- settar svo að þú fáir þetta „sexy“ flæðandi hár sem flestar konur vilja. Það er samt sama hvernig tískan er, það er alltaf lykilatriði að klippa eftir hárgerð og lífsstíl hvers og eins.“ -ag Ásgeir Hjartarson hárgreiðslumeistari segir frá hártískunni í haust: Bob- og Pixie-klippingar áfram í tísku í vetur Síðhærð Sienna Miller er þekkt fyrir síða ljósa hárið sitt sem hún skiptir gjarnan í miðju. Flott Sharon Stone hefur leikið sér með stutt hár sitt upp á síðkastið og ber það vel. MORGUNMATURINN: Ég mæli með beyglu og frábæru kaffi á Tinderbox, á Ingram Street. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Það eru mjög rómantískir veitingastaðir á Italian Square við Ingram Street. Uppáhaldið mitt er samt Ashoka á Ashton Lane í West End, alveg frá- bær indverskur staður. UPPÁHALDSVERSLUN: Glasgow er snilldar verslunarborg með allar helstu verslanirnar, þó að pundið sé alveg svimandi hátt þá getur verið töluvert ódýrara að versla þar en hér heima. Uppáhaldsfataverslanirn- ar mínar eru New Look og Primark. New Look er með mikið úrval af fatnaði og skóm. Pri- mark er náttúrlega alveg sérstakt fyrirbæri og ég hef verslað óheyrilega mikið þar. Maður þarf hins vegar að setja upp rönt- gengleraugun til að vinsa út gersemarnar og eiga nægan tíma þar inni. Ef farið er í verslunarferð þá eru Sauciehall, Bu- chanan Street og Argyle Street aðalverslunargöturnar. Dýrari verslanir má finna á Ingram Street. BEST AÐ EYÐA DEGINUM: Fyrir þá sem eru í verslunarferð í Glas- gow þá mæli ég með að byrja dag- inn á að versla í helstu verslunargöt- unum sem eru nefndar hér að ofan. Í hádeginu er yndislegt að fara á Will- ow Tea Room á Buchanan Street og fá sér breskt te sem samanstendur af skonsum, eggja- og gúrkusam- lokum og fleiru sætu á þriggja hæða diski, frábær stemning. Stundum er gott að komast í annað umhverfi og þá finnst okkur vinkonunum yndis- legt að hverfa í West End og rölta þar um, þar má finna second hand- búðir og lítil kaffihús, þá er tilvalið að fara í bakaleið- inni í Kelvingrove Museum þar sem nóta bene er frír aðgangur. Til að toppa góðan dag væri ind- verskur matur á Ashoka á Aston Lane tilval- inn og svo djamm á skemmti- stöðunum þar í kring. GLASGOW Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir söngkona BORGIN mín Festina-Candino Watch Ltd candino.com Renzo is wearing a model out of our Classic collection Renzo is wearing a model out of our Classic llection Svöl Rihanna hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði fyrir síbreytilegt stutt hár. AUGNSKUGGAR OG KINNALITUR Í EINU VESKI Clinique hefur nú sett á mark- að flotta haustlínu í glæsilegu silfurlituðu veski. Í veskinu eru þrír augnskuggar og kinnalit- ur ásamt burstum, en hægt er að velja þrjár mismunandi litasamsetningar. Þessi nýjung fæst aðeins í takmarkaðan tíma svo það er um að gera að tryggja sér eintak sem fyrst.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.