Fréttablaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 28. ágúst 2009 21
Árviss útimarkaður verður hald-
inn í Laugardal á morgun.
Útimarkaðurinn er orðinn árviss
síðsumarviðburður í hverfunum
sem umlykja Laugardal og er nú
haldinn í sjöunda sinn. Að mark-
aðnum standa íbúar í Laugardals-
hverfunum. Á hverju ári er honum
fundinn nýr staður á einhverju
áhugaverðu opnu svæði innan
Laugardalshverfanna þriggja en
í þetta sinn verður hann haldinn
fyrir neðan brekkuna í Ljósheim-
um.
Markaðurinn stendur frá klukk-
an 11 til 15 og mun þar kenna ým-
issa grasa á söluborðum íbúa. Þar
má nefna kompudót, föt, húsgögn,
handverk, sultur og nýsprottið
grænmeti. Hresst hæfileikafólk úr
hverfunum í kring ætlar að troða
upp og skemmta með leik og söng.
Allir eru velkomnir hvort sem
þeir vilja selja, kaupa, stíga á stokk
eða bara njóta stemningarinnar. Í
anda vistverndar eru allir hvattir
til þess að sækja markaðinn gang-
andi, hjólandi eða með strætó.
Hægt að gera góð
kaup í Laugardal
Í FYRRA Íbúar hafa tekið útimarkaðnum
fagnandi og í fyrra sóttu hann vel á
annað þúsund manns. MYND/ÚR EINKASAFNI
Söfnun ritfanga og stílabóka hófst
í gær í Kringlunni og heldur áfram
í dag. Tilgangurinn er að styrkja
grunnskólabörn sem á þurfa að
halda vegna fjárhagserfiðleika for-
eldra. Skólastoðin stendur að söfn-
uninni en það er framtak nokk-
urra einstaklinga sem láta sig hag
skólabarna varða. Þeir verða fyrir
framan verslunina Kúltúr á 2. hæð
Kringlunnar milli klukkan 13 og
19 í dag.
Óskað er eftir pennum, blýönt-
um, trélitum, stílabókum, gráðu-
bogum, skærum, dósayddurum,
reglustikum, plastvösum og öðru
því sem gagnast gæti skólabörn-
um. Þeim sem vilja leggja átakinu
lið með fjárframlögum er bent á
bankareikning átaksins nr. 512-14-
400999, kt. er 070183-3909. Í kjöl-
farið verða settir saman ritfanga-
pakkar sem verður úthlutað í sam-
starfi við Fjölskylduhjálp Íslands
eftir helgina.
Auk þess að safna ritföngum
mun Skólastoðin taka við notuðum
námsbókum fyrir framhaldsskóla-
nema sem verður einnig dreift í
samstarfi við Fjölskylduhjálpina.
„Við höfum fengið mjög jákvæð-
ar undirtektir og nokkur fyrir-
tæki hafa þegar lagt fram gjafir,“
sagði Alma Tryggvadóttir, einn af
forsprökkum Skólastoðar. - gun
Safna skóla-
varningi
SKÓLAVÖRUR Sumir eiga vel með farna
hluti sem þeir mega missa.
Í tilefni þess að 140 ár eru liðin
frá fæðingu Haraldar Níelssonar
og öld frá útkomu biblíuþýðingar
hans, verður efnt til sýningar og
málþings um Harald og konu hans,
Aðalbjörgu Sigurðardóttur, í Amt-
bókasafninu á Akureyri laugar-
daginn 29. ágúst 2009.
Sýningin, sem kallast Trúmaður
á tímamótum, verður opnuð klukk-
an 14 og málþingið hefst klukkan
14.15. Stjórnandi málþingsins verð-
ur Þórunn Rafnar. Erindi flytja
Jónas H. Haralz, Pétur Péturs-
son prófessor og Heiða Björk Vil-
hjálmsdóttir. Umræður verða svo í
lokin og málþinginu lýkur klukkan
17. Kaffiveitingar verða í boði.
Sýningin um þessi heiðurshjón
verður síðan opin á afgreiðslutíma
Amtbókasafnsins út september.
Trúmaður
á tímamótum
AKUREYRI Málþing verður haldið í Amt-
bókasafninu á laugardag.
Flottar töskur í skólann
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
47
08
4
08
/0
9
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500