Spegillinn - 01.09.1947, Blaðsíða 6

Spegillinn - 01.09.1947, Blaðsíða 6
148 SPEBILLINN Hrunstjórnin -— Ja-há. Mörgum þótti víst súrt í broti, þegar þið skáruð niður leyfisveitingarnar, sem hægt var þó að merja með þrautseigju út úr Viðskiptaráðinu sáluga. Prófessorinn hvessti á mig sjónir: — Segir ekki Prédik- arinn: „Betra er að þú heitir engu en að þú heitir og efnir ekki“? — Hvað hefur Fjárhagsráð hugsað sér að gera í sambandi við allt bíla- og húsabraskið á bak við öll lög og reglur? — Vér segjum með Jesajas: „Vei þeim, sem leggjast djúpt til að dylja áform sín og fremja verk sín í myrkrinu svo segj- andi: Hver sér oss? Hver veit af oss?“ — Mörgum þykir skó- og fataskammturinn lítill. •—• Litið til fuglanna í loftinu, segir prófessorinn stuttur í spuna. — Álítur prófessorinn og formaður Fjárhagsráðs, að gjaldeyrisvandræðin séu mikil? Ætli þau lagist ekki í ver- tíðarlokin? — Hið bogna verður aldrei beint og hið vantandi verður ekki talið. — Er þetta úr Prédikaranum? Þögn. — Hvernig haldið þér að reynslan verði af vörlitalning- unni, sem fram á að fara vegna skömmtunarinnar? — Það er svo merkilegt, segir þá Magnús. — Það er eins og stendur hjá Haggaí: „Kæmi maður að kornbing, sem gera skyldi tuttugu skeppur, þá urðu þær tíu“. — Það var og sagði skáldið, sagði ég. — Hefði Fjárhags- ráð annars ekki getað fundið neitt ráð til að koma í veg fyrir ailt þetta hamstur? — Ha — sagðirðu amstur? Það er nú eins og Prédikarinn segir: „Amstur heimskingjans þreytir þann einn, sem ratar ekki veginn um borgina“. — Dirfist ég að spyrja: Kemur guðfræðin sér nú að jafn- góðum notum í þessu viðskipta- og fjármálaþvargi eins og lögfræðin? — 0, spyrjið þér um allt, sem yður lystir, góurinn, segir ; uðfræðiprófessorinn með óhagganlegri ró. Hvað segir ekki sankti Páll: „Þeir látast vera löglærðir, þótt þeir hvorki skilji sjálfir, hvað þeir segja, né það, sem þeir telja öðrum trú um. En vér vitum að lögmálið er gott fyrir hvern þann, sem hagnýtir sér það réttilega". — Og samvinnan i ráðinu — er ekki garnla togstreitan þar til hægri og vinstri? — Hjarta viturs manns stefnir til hægri, en hjarta heimsk- ingjans til vinstri, segir Prédikarinn. — Já, og þér eruð líka formaður Landsbankavaldsins. Menn kvarta um að hann láni lítið. — Óguðlegur tekur lán og borgar eigi, segir heilagur Davíð. — Leyfið mér aðeins eina spurningu til: Haldið þér að Fjárhagsráð sé sú viðreisn fjármálalífsins í landinu, sem koma skal? (Þetta var snjallt til orða tekið, hugsaði ég.) — Aumasti hégómi, segir Prédikarinn, allt er hégómi. Nú stóð prófessorinn upp með þýðingarmikilli bendingu til dyranna, sem ég þóttist skilja að gæfi til kynna, að sam- talinu væri lokið. Ég stend náttúrlega upp líka, annað hefði verið ókurteisi. En þá man ég allt í einu eftir aðalerindinu. Húfupottlokið mitt fer náttúrlega að snúast þarna í hönd- unum á mér eins og bílstýri á bugðóttum vegi. — En erindi mitt var nú eiginlega, segi ég við alvaldinn og horfi frá tánum á honum og upp undir hnéð, — að bróðir minn, sem er prestur austur á landi, segist ekki getað messað jeppalaus og bað mig að biðja yður--------- — Nú, svo hann getur ekki þjónað sínum kirkjum jeppa- laus, þrumaði alvaldurinn. — Hvernig heldurðu þá að Páll postuli hafi kristnað allt Rómaveldi jeppalaus? Ég slapp út, áður en ég heyrði meira. Álfur úr Hól. AKUREYRINGAR fá ekki bæjarklukku, að því er síðustu fregnir herma. Var hún þó fáanleg í Svíþjóð og kostaði ekki nerna 27 þúsund kall, eða eins og vandað vasaúr kostar með viðgerðum í fimm ár. Kann höfuðstaður Norðurlands þessu bölvanlega, sem von er, og ætla nú að heimta ís- landsklukkuna héðan, og væri ekkert úr vegi að ílytja hana norður, þar sem hér kemur hún ekki að gagni nema Rauðarárholtinu og illa það.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.