Spegillinn - 01.09.1947, Blaðsíða 12

Spegillinn - 01.09.1947, Blaðsíða 12
154 SPEGILLINN Ævintýri á ökuför Fordinn minn hefur fögur hljóð í fyrsta gír uppi á heiðum, og konan mín ekur, ökumóð, — og alveg hljóð — kipp eftir krókaleiðum. Ó, ó, þar varð mér ekki um sel, ægilegt gljúfur. Og brattinn! En áin er brúuð og allt fór vel, — svo ekki ég tel — þótt beyglaðist brúarskrattinn. — Hemlaðu, kona, liátt ég hað, hemlaðu fast og gír-ðu. Híll er í miðri brekku, ég kvað, —- á bölvuðum stað — flautaðu, stýrðu-stýrðu! Kögur og borðar og kaskeiti. — Var krónprinsinn enn í landi? Nei, Blöndal! 0, hvert í helvíti — með háðsglotti — að veiða mig, vel-lyktandi. Setti þá að mér sveitakóf, samt hélt konan uin stýrið. — Tja, konan mín hefur pungapróf — er prófuð, jú nóv — og kann því á koplið og gírið. Mýktist liann, karlinn, mjög og tér. — Megið aka brott héðan. ()g Fordinn okkar í burtu ber. — Eg byrla inér sjálfum einn sjúss á meðan, Heflaður vegur, hármjótt strik, en hraðinn, — æ, si-si-sona. Og það komu bílar, og það var ryk — og þrotlaus vik. — Nú keyri ég sjálfur, kona. Og Fordinn minn liratt á fjórum rann. —----Fram úr Humber og Austin, Oldsmó og Skóda ekur liann — sá Amríkan — og fleiri bílum, sem fást inn. Far-Fuglinn. MÖRG HANDRIT, sem hinn frægi brezki leynilög- 5 iníiiiitiia ljoð Ég sit ineð nýjan sjálfblekung og sallafína blökk og bíð þín aðeins, andagift. Sé almáttugum þökk, ég lield nú syngi í huga mér eitt heljarmikið Ijóð. Nei, inni þar er ekki neitt, en aðeins tómahljóð. Að a^tla sér að yrkja vel er ógnar hasl og stím. Því ljóðið þarf að liafa hljóm og helzt af öllu rím. Og frumlegt efni, fínan liátt, og fyndni skal það prýtt. En allt er jaskað. allt er þvælt, og ekkert framar nýtt, Og héðan búast verð ég víst, í vör með léttan skut. Þó mr. Steinarr yrki enn um ekki nokkurn hlut, mun þetta kallast lélegt Ijóð. — Því legg ég frá mér blað. — Hann Kristinn E. mun einusnni ekki birta það. Kei.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.