Spegillinn - 01.09.1947, Blaðsíða 14

Spegillinn - 01.09.1947, Blaðsíða 14
156 SPEGILUNN orn um, hvernig vinátta megi haldast. Láti ég vin minn tala, líður honum vel. Ég hlusta framan í hann og hug minn fel. Og við erum báðir ánægðir, vinur minn og ég, við þökkum fyrir skemmtunina hvor um sig.1) En hafa skaltu í huga, glatirðu ei góðum vin, að minna ’ann statt og stöðugt á stikkorðin. SVB. Þeir, sem sakna hér nákvæms ríms, geta borið þetta fram á flámælsku. orn utn lögbrot og löghlý'öni. f landi þvísa, hvar lifa og blómgast lögbrotin, milljónir hverfa í skuggamarkað og skattsvikin. En afi Sjálfstæðishúsinu kemur maður klukkan tólf og kemst ekki inn. SVB. Þyngd lambanna telur Vísir mismunandi (hvað vel getur staðið heima), en ekkert er getið um þyngd fólksins. Horfur séu á, að mikið framboð verði á lömbum í haust, vegna þess hve mörgum lömbum verði slátrað. Var töluvert minna fram- boð á lömbum í fyrra og þar af leiðandi færri lömbum slátr- að. Ástæðan fyrir því, hve litlu hafi verið slátrað í fyrra, sé sú, að bændur hafi sett svo mikið á, m. ö. o. „látið lifa undan ám sínum“. Aftur á móti megi búast við því, að bændur eigi minni hey á vetri komanda, vegna þess að þeir hafi litlu get- að bjargað undan óþurrkunum og því geti þeir ekki sett jafn- mörg lömb á og verði því að slátra því fleirum. Afleiðingin af því sé sú, að fjárstofn bænda minnki, en framboð á kjöti aukist. Því eru allar horfur á, að slátrað verði mun meiru í haust en undanfarin ár. (Ef vér mættum leggja orð í belg, myndum vér draga af þessu þá ályktun, að meira flytjist á markaðinn af kjöti í haust en verið hefur undanfarin ár.) Og reykvísk ungmey söng .,. í dag kom Ingólfur Arnar inn, og ég er svo kát. Ég tigna hvern togara landsins og trillu, skip og bát. Ég fór um borð til Bjössa, hann blístraði hvellt og hló. Ó, hve ég fyrirlít alla, sem ekki stunda sjó. Blóðlausar búðar lokur. Blankan stúdenta skríl. Andlausa ístrupjakka. Aula, sem keyra bíl. Fúla ritstjóra ræfla. Rónana barinn við. Bleikar skrifstofu blækur. Ruktandi þjónalið. Hinir, sem koma af hafi, heyra lífinu til. MeS sjávarins seltu í hári og sólskin í augans hyl. Þeir kunna einir að annast og elska hið veika kyn. Ó, sá draumur aS eiga einn þeirra fyrir vin. Kei. KAROL, uppgjafakóngur Rúmena, hefur nú gengið í heilagt hjónaband með maddömu Lupescu, og þótti eldra fólki tími til kominn, þar eð þau voru búin að vera trúlofuð dálítið lengi. Var hlaupið í þetta vegna þess, að maddaman þóttist liggja fyrir dauðanum, enda snarbatnaði henni þegar fógetinn var búinn að lýsa blessun sinni yfir þeim. og nú á meira að segja að halda kirkjubrúðkaup á eftir, til þess að henni batni ennþá betur. Bendir allt þetta tilstand til þess, að Karol gefi ekki eins mikið frat í annan heim eins og hann gaf í þennan, meðan hann bjó þar með maddömunni uppá pólsku. BÆJARSTJÓRNIN hefur nú til meðferðar frumvarp að nýrri heilbrigðissamþykkt fyrir Reykjavík, segja blöðin, og bæta því við, að sú gamla sé orðin 45 ára gömul. Hafa þessar upplýsingar vakið mikla eftirtekt, þar eð mönnum finnst sú gamla nógu ósúnn til þess að geta verið 450 ára gömul. VEÐURSTOFUSTJÓRI, frú Teresía, er farin til Ameríku, og furða margir sig á því, að veðr- ið skuli ekki hafa skánað neitt við það. Þetta er þó ástæðulaust og mega allir hlakka til heimkomu frúarinnar, þar eð vér höfum frétt frá óljúgfróðri heimild, að erindi hennar hafi verið að kaupa nokkra skýja. skafara þar vestra.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.