Spegillinn - 01.09.1947, Blaðsíða 18

Spegillinn - 01.09.1947, Blaðsíða 18
16D SPEGILLINN „Ó, vinir mínir — hvað ég segja? Ég- ekki hafa farseðil. Ég- vera vondur — en fyrir systur mína — bara fyrir systur mína. Hún má ekki deyja — hún er svo ung — lítil stúlka!“ ,,Túfik!“ sagði Tobba harðneskjulega. „Þú segir okkur alla sög- una, og- það strax, og ljúktu þvi nú af!“ „Hún er svo lítil — og líkið af föður mínum — gat ekki látið það rotna í sólinni. O, nei! vinirnir mínir. I dag selja farseðil, senda systur peninga. Hún grafa föður og svo kemur hún til miklu Améríku, í hend- ur góðra vina!“ Nú varð augnabliks þögn. En þá hnerraði Agga! IV. Ég ætla að hlaupa yfir næsta mánuðinn og allar þær hrellingar, sem hann bar i skauti sér, eins og' t. d. þegar Kalli frændi kom eitt kvöldið með svart hálsbindi og sagðist hafa drepið hund undir bílnum sínum. Svo bað hann um peninga til þess að jarða hann fyrir og eins til að fá sér annan í staðinn frá Sýrlandi! Ég verð líka aðeins að minnast á Hönnu, sem sá vel um likamleg þægindi Tobbu og gaf henni nóg að éta, en kvaldi hana líka á sálinni sem því svaraði, og' hafði alltaf sjóðandi ketil tilbúinn, ef Túfik kom í íbúðina. Eins ætla ég að verða fáorð um tilraunir okkar til að útvega honum atvinnu í erlendu deildinni í banka einum, þar sem hann að lokum fékk að þvo glugg- ana, eða um atvinnuna, sem Tobba útvegaði honum sem lyftuverði í sjúkrahúsi, þar sem hann festi einhvernveginn lyftuna og hélt fjórum læknum og þrem hjúkrunarkonum föngnum, ásamt sjúklingnum, sem þau voru með á leiðinni í skurðstofuna. Þessi töf varð nógu löng' til þess, að sjúklingurinn hugsaði sig betur um og þverneitaði að láta skera sig upp. Agga fékk eina ágæta hugmynd, þegar manntalið var tekið : að gera Túfik að teljara í Sýrlendingahverfinu. í þessu skyni tók hún Túfik á námsskeið með þeim árangri, að hann féll með mikilli prýði á próf- inu, svo að ekki varð um villzt hæfileika hans til stöðunnar. Hann dvaldi um þessar mundir í sýrlenzka hverfinu, vegna Hönnu, en öðru- hvoru kom hann með ýms freistandi tilboð til okkar, svo sem ávaxta- sölupall, sem hægt var að fá keyptan fyrir 100 dali, veitingahús, sem íekkst fyrir 50, og skraddarabúð, sem átti ekki að kosta nema 25. En þar eð hann kunni ekkert til rekstrar neins þessara fyrirtækja, neit- uðum við að leggja fram fé til kaupanna. Tobba sagði, að þrátt fyrir tornæmi værum við nú loksins farnar að hafa svolítið vit á verzlun. Við gáfUm drengnum því níu dali á viku og ekki túskilding þar fram yfii', og við harðneituðum að kaupa meira af vefnaðarvörunum hans. Við vorum sem sagt orðnar heldur betur einbeittar. Og nú kem ég' að því, þegar litla systir Túfiks birtist. Ekki að hún .væri svo sérlega lítil — en nánar um það seinna. Túfik hafði loksins ákvarðað, hvað hann vildi vera í okkar miklu Ameríku. Einu sinni eða tvisvar missti hann alveg móðinn, og þá fór Tobba með hann út í bílnum sínum og hann varð hrifinn — raunveru- lega hi ifinn, Hann virtist þó ekki geta lært að snúa bílinn í gang — því að bíll Tobbu er dálítið erfiður, hvað það snertir — en hinsvegar lærði hann að kveikja á ljósunum og korna auga á lögregluþjón ó tveggja húslengda færi. Nokkrum sinnum, þegar við fórum út í sveit, tók Tobba hann með í förina; henni fannst það eins og eitthvað örugg- ara að hafa karlmann okkur til verndai'. Þar eð Túfik var ættaður úr landi, þar sem úlfaldar eru helztu farartælcin, hafði hann enga hugmynd um vélar eða eðli þeirra. Hann hélt að Tobba hreyfði bílinn með því að stíga á tengslið, rétt eins og þegar saumavél er stig'in, og hann var hriíinn og óttasleginn í senn af kröftum hennar. Og einu sinni, þegai' við vorum að dæla lofti í eina slönguna með þrýstiloftsvél og slangan sprakk og lenti í honum, sagði hann, að einhver illur andi væri í þrýstiloftshylkinu og gerði bæn : ína úti á miðjum veginum. En um þessar mundir hafði Tobba heyrt getið um ei))hvern bilstjóraskóla og við urðum ásáttar um að koma honum þangað til læringar og bera kostnaðinn í félag'i. , Eftir þrjá mánuði“, sagði Tobba, „getur hann náð í meirapróíið, svo að hann getur ekið leiguvagni. Það er tilvalið fyrir hann, þar sem hann getur þá setið við vinnuna“. Túfik fór á skólann og stóð og hoi'fði á með eftirtekt, þegar kenn- arinn dró upp myndir af vélarhlutunum á töflu, og tók svo með sér heilan lista af orðum, sem hann síðan þýddi á arabisku í bókasafn- inu, og yfirleitt lærði hann allt iðninni tilheyrandi, nema það, hvers vegna og hvernig vélin í bílnum hreyfist. Eftir tveggja mánaða nám HALLDÓR PÉTURSSON og TRYGGVI MAGNÚSSON Kitiljórn oj (ij jiiióila : Smaragöfu 14 . Reykjavlk Slmi 2702 (kl 12-13 dagl.j. Argangurinn er 12 fölublöð - um 240 bls. ■ Askriffaverð: kr. 30,00 á ári. Einsfök fbl. kr. 4,00 . Áskriílir greiðisf fyrírfram. - Árifun: SPEGILLINN, Póslbólf 594, Reykjavik - Blaðið er prenfað i isaíoldarprenfsmiðiu h.f. í skólanum, hélt hann enn, að ekillinn ýtti bílnum áfram með fætin- um! En það vissum við bara ekki þá. Hann var vanur að koma á kvöldin, þegar Hanna var annaðhvort háttuð eða að heiman, og' upp- lýsa okkur um, hvað segullinn héti á arabisku, og hvernig hann gæti bráðum farið að sjá alveg um vagn Tobbu, og mundi gera það fyrir ekki neitt í tómstundum sínum. Eftir sex vikur keyptum við handa honum bílstjórabúning. Daginn eftir kom systir hans og Túfik kom með hana heim til Ög'gu, þar sem við vorum allar samansafnaðar. Við höfðum alls ekki sag't Hönnu af systurinni, enda hefði hún ekki skilið það. Kalli frændi hringdi meðan við biðurn og spurði, hvort hann mætti koma og hjálpa til að taka móti systurinni. Við áttum að heilsa henni og bjóða hana velkomna til Ameríku; en að því loknu átti hún að fara heim til Sýrlendingsins með skeggið. Kalli kom nú og heilsaði okkur öllum með handabandi og leit vandlega á okkur allar. „Skrítið er þetta!“ tautaði hann. ,,Nei, það er ekkert orð yfir það. Hvað viturn við um leyndardóma geðveikinnar? Þrjár sálir og ein vit- íirring!" sagði hann í meðaumkunarróm. „Þrjár piparmeyjar, sem hafa lifað heiðvirðu lífi lengur en ég get munað — og nú! Ó, Tobba, veslings Tobba frænka!“ Hann greip vasaklútinn sinn og' þurrkaði augun. Tobba var mállaus af vonzku, en ég stóð upp okkur til varnar. „Þú veizt ósköp vel, að þetta kemur ekki til af góðu“, sagði ég og var snefsin. „En þegar Herrann sendir eymdina og neyðina að dyrun- um hjá manni . . .“. ,,Já, neyðina með stór brún augu og hæga rödd“, svaraði hann. , En auðvitað eru það ykkar eigin aurar, sem þið eruð að eyða, konur góðar, og vitanlega mætti eyða miklu rneiru einhvernveginn öðruvísi. En segið þið mér eitt, óforsjálu meyjai', hversvegna ekki að taka að ykkur landa ykkar, sem vill virkilega fá eitthvað að gera? Hversvegna skítugan Asíu-villimann til þess að plata ykkur?“ „Karl!“ sagði Tobba og' reis á fætur, öskuvond. „Ég ætla ekki að hlusta á svona orðbragð í þér. Og þegar Túfik fer að keyra þig i leigu- bílnum . . .“. „Því foi'ði guð!“ sagði Kalli, og svo settumst við niður til að bíða eftir systur Túfiks. Ekki var hún sérlega lík Túfik og þreytt var hún og óhrein eftir fei'ðalagið, en hún hafði stór brún augu og mikið svart hár og kunni ekki orð í málinu. Gleði Túfiks var takmarkalaus, litlu augun tinuðu af æsingu, og Agga, sem er tilfinningasöm, varð að fara út og gleypa í sig hálft glas af vatni, án þess að draga andann, til þess að fara ekki Frh.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.