Spegillinn - 01.09.1947, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.09.1947, Blaðsíða 15
om Nýsköpun í framkvœmd I. Þeir leituðu uppi einliverja fúa mýri í henni reistu landsins stærstu höll. Það líktist í fyrstu fögru ævintýri, þá færustu dreymdi ekki um skakkaföll. En listaverkið ei „lengi sér þar undi“ þó lítið og hægt hvern daginn miðaði. Svo kom snjórinn og helmingur þaksins hrundi og helmingur þjóðarbúsins riðaði. II. í sömu mýrina settu þeir lýsisgeyma, er síga og hallast í takt við mjölhúsið. Létu sig ekki um þann fjanda dreyma að undirstaðan sé fyrsta skilyrðið. Þó lýsisflóðið taki um stræti að streyma standa þeir fast um gerfisjónarmið. Svo fer þeim, er góðu ráði gleyma og gamla reynslu kannast ekki við. Jföö* nánar tiltekiS órímaS IjóS nm náttfatavandamál (feimnismál). Það er einkennilegt að koma heim um nótt og vera farinn úr frakkanum. Hátta sig og liéyra ekkert í krakkanum. Finna ekki buxnalindann í náttfötunum og uppgötva að maður var alltaf að leita í — iakkanum. SVB. orn um ódauöleg IjóS (stœling á SVB). III. Mannlegl er þótt margir vilji stjórna en minna gefnir fyrir reikningsskil. Sumir telja, að öllu eigi að fórna einka-fyrir-tækjunum í vil. Það er mikil þögn yfir því böli er þykir stærst í síldarfaginu: 500 tonn af 15% mjöli fjandinn hirti með gamla laginu. IV. Því má lýsið ekki renna og renna, reynslan sýnir að upp það verður fleytt. Látum allar birgðir mjölsins brenna bændurnir það fá — sem númer eitt. Hlustum ekki á liarða sleggjudóma, hér er flest á blómaskeiði enn. Allt er þetta þjóðinni til sóma, þar eru að verki okkar beztu menn. Kalli. MORGUNBLAÐIÐ skýrir frá því, að belgisk hjón séu komin til jarðfræðilegra í’ann- sókna hér á landi. Ekki er enn vitað, að hvaða niðurstöðu vísindamenn- irnir hafa komizt um hjón þessi, en ekki kæmi oss á óvart, þótt þau reyndust af jörðu komin, eins og fleiri. SAMA BLAÐ segir um þéttbýlið í Ruhr, í undii'fyrirsögn: „Hver maður verk þriggja“. Ýmsir hafa misskilið þetta, og má geta þess, að meiningin er sú, að kvenfólk sé þrisvar sinnum fleira en karlar. Ég yrki eða yrki ekki ódauðleg ljóð allt eftir því, hvort ódauðleg ljóð eru í móð. SVB. ÝMS VERKFÆRI og munir, sem voru á Landbúnaðarsýningunni, verða geymd sem safngripir, þótt ekki sé enn vitað í hvaða safni. Mun hér aðallega um að ræða ísskápa, strauvélar og hin og þessi landbúnaðartæki, sem menn hafa gert tilraunir til að kaupa, en hafa reynzt ófáanleg. Munu bændur eiga að hafa aðgang að safninu í hvert sinn sem þeir þurfa að nota áhöld þessi. SÍLDARMERKINGAR þær, er hefjast áttu í .sumar hér við land, hafa farizt fyrir sökum skorts á farkosti, en hefjast i Noregi í vetur i staðinn. Oss finnst þetta vai'la hafa mikla hernaðarlega þýðingu, þar eð frændur vorir munu eigna sér heiðurinn af þeim, hvort sem er — ef einhver verður. BLÖÐ HERMA, að verið sé að reyna að selja Pólverjum 15 þúsund hross, og sum blöðin taka meira að segja þannig til orða, að hrossin séu þegar seld. Taka þau sýnilega ekki Gromykov og neitunarvaldið hans með í reikn- inginn. RÍKISSTJÓRN SPEGILSINS hefur ákveðið, að niðurgreiðslum á íslenzku sméri skuli hætt, og hefur þessari ráðstöfun verið almennt fag'nað, ekki sízt af bændum, sem jafnan hafa talið þessar niðurgreiðslur móðgun við vöru þeirra. Eru því horfur á, að mjólkurbúin fari að safna sméri til næsta stríðs — því að þótt það verði ekki ætt um það leyti, má kannske nota það í skósvertu.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.