Spegillinn - 01.01.1953, Page 7

Spegillinn - 01.01.1953, Page 7
SPEGILLINN 3 Bjarni var svo dularfullur og ínefkveðinn í símanum, að stórtíSindi hlutu aS vera í nánd. Hann vildi ekki segja mér erindiS. Bara koma niSur í stjórnarráS. Ég bar tóliS upp aS hinu eyranu. Alveg sama. Bara koma niSur í stjórnarráS. En þaS versta kom síSast. Skilja eftir töskuna og tannburstann. Þá vissi ég aS þaS var livorki Kína né Washington, París eSa Strassburg. Ég eins og faraldur niSur í stjórnarráS, en var svo taugaóstyrkur, aS þaS leiS tvisvar yfir mig á leiSinni, svo aS bílstjórinn varS aS sprauta á mig frostlegi til aS ég rankaSi viS. — Til þjónustu, sagSi ég og bar höndina upp aS bindinu í staSinn fyrir aS húfunni, af spenningi. — Setjast, sagSi Bjarni. Ég ætlaSi aS setjast þar sem ég stóS, en þar var bara gólfiS fyrir. Bjarni hjálpaSi mér á fætur aftur. — Þú hefur hegningarvottorð í lagi, sagði Bjarni. — Ég hegningarvottorð? Nei, ég hef ekkert gert af mér. — Ágætt, sagði Bjarni. Þá gefur lögreglustjóri þér liegn- ingarvottorð. — Já, en ég var ekki einn af þessmn 24 á gamlárskvöld, og ég brauzt ekki inn í Sögina — — og ég er ekki frá Raufarhöfn. — Ágætt, sagði Bjarni. Þá færðu þér hegningarvottorð. Ég skipa þig hér með liðþjálfa yfir íslandsher. — Ha? — Fyrsta skylda hermanns er: aldrei að spyrja, bara hlýða skipunum. Þú ert fyrsti hermaður íslands. — Ég — ég þakka. — HermaSur á ekki að segja „ég þakka“. Hann á að Faraldur þjálfar >> Islandsher segja: „Skal gert, herra yfirhershöfðingi, þ. e. a. s. þegar liann talar við mig. ViS byrjum bara með þrjá yfirmenn. Ég er hæstráðandi, Hermann er höfuðsmaður, þú liðþjálfi. — En herinn? — Herinn kemur af sjálfum sér. Sko, við tökum fyrst sjálfboðaliða. Aðalbækistöð Hótel Borg. Jóhannes er búinn að loka. Nú fór ég smám saman að skilja. Harðræði til lands og sjávar. Einu atvinnmnöguleikar varnir landsins. Bjarni var búinn að fá ameríska hermannabúninga, sem ekki þóttu nothæfir hjá guðs eigin þjóð, kínverska rifla frá Kóreu og vörubíla frá Þrótti fyrir skriðdreka. Fyrsta dagskipun Bjarna var að skrá nýliða niðri á Hótel Borg og útbýta hermannabúningum. Hermannalífið byrjaði daginn eftir. Sjálfboðaliðarnir þyrptust að. Allir vegna atvinnuleysis. Sumir vegna fisk- leysis, aðrir vegna brennivínsleysis, þriðju vegna allsleysis. Ég sat á skrifstofunni og fyllti út eyðublöðin. Um 11 leytið kom skuggalegur náungi með frakka á handleggnum. — Nafnið, sagði ég. — Halldór Kristjánsson. — Atvinna? — Bóndi og ritstjóri, sálmaskáld í hjáverkum.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.