Spegillinn - 01.01.1953, Side 8

Spegillinn - 01.01.1953, Side 8
4 SPEGILLINN — Sleppum lijáverkunum. Því eruð þér ekki áfram ritstjóri? — Engin brennivínsleyfi lengur til að skrifa um. Bind- indismálin eru úr sögunni. — Þér heitið núna 67. Búninginn fáið þér í deildinni til vinstri. Næsti. — Hafið þér ekki liðsforingjastöðu aflögum? Það var þrekvaxinn maður sem talaði, lieldur við aldur. — Þér eigið eftir að snúa yður nokkrum sinnum í gröf yðar fyrst, sagði ég, að liðsforingjasið. — Hvað er nafnið? — Stefán Jóhann. — Staða? — Ja, ég er sko eiginlega atvinnulaus sem stendur, annars hef ég verið foringi.------ * — Hér er ég foringi. Þér eruð númer 68. Annað þurfið þér ekki að muna og svo að hlýða skipunum. Næsti. — Já, en--------stamaði 68. — Þér fáið vatn og brauð í sólarhring fyrir uppsteyt við yfirmann. Farið! Þegar skráningu var lokið, voru 23 dæmdir í vatn og brauð fyrir uppsteyt við yfirmann. Tveir voru sviptir vatninu og hrauðinu fyrir endurtekin uppsteyt. Annar var 68. Hann kom aftur með kvörtun út af búningnum. Hann var tveimur númerum of lítill. Á eftir lionum trítlaði nr. 69, liann hafði verið samstarfsmaður 68 og sagðist hafa stundað ritstjórn. Þeir þykjast allir liafa verið í fínum stöðum til að reyna að hafa áhrif á foringja sína. — Megum við ekki skipta um föt, sagði 68, mín eru of lítil, en hans of stór. —, Hermannabúningar eru hvorki of litlir eða stórir, sagði ég. Skiljið þér það? — Já, en þér sjáið það sjálfir, sagði þá 69 með gler- augu. Fötin skrölta utan á mér, en föt Stefáns Jóhanns standa honum á beini. — Ég þekki engan Stefán Jóhann. Meinið þér 68? — Nú, já, föt 68 standa 68 á beini. — Fötin passa. Það eruð þér sem eruð of lítill og 68 of stór. Þið eruð báðir sviptir vatni og brauði í sólarhring fyrir uppsteyt. Farið! Og svo byrjaði þjálfun á Islandsher. Það er erfiðasti her í heimi. Sumir sneru sér til hægri, þegar aðrir sneru sér til vinstri. Veitingaþjónar á lokuðum hótelinn voru lang- liprastir að koma að „óvinunum“ óvörum í æfingunum. Þeir voru bara gleymnir á stikkorðin. Þegar þeir áttu að hrópa „gefizt upp“ eða „kastið vopnum“, þá sögðu sumir „livað má bjóða yður“. Bezti skotmaðurinn var nr. 18, venjulega kallaður Jóliannes á Borg af félögum sínum. Hann var aðstoðarmaður minn, þegar ég þurfti að skreppa frá. En þá liafði hann alltaf skotæfingar, sat makindalega sjálfur og skaut í mark og sendi liina til að sækja skotmarkið. Nr. 67, sem hinir kölluðu sálmaskáld, gat aldrei lært að ganga í takt og fékk margar dagsektir fyrir að gagnrýna Islandsherinn eða kalla þjálfunina hégóma. 68, þessi svo- kallaði Stefán Jóhann, sem sagðist hafa verið foringi að atvinnu, hefði verið löngu dauður í venjulegri styrjöld, því að hann var svo stirður og lengi að kasta sér niður í „óvinaárás“. Eftir 3 mánuði áttu þeir að vera sýningarhæfir og efndi yfirhershöfðinginn til hersýningar. Þegar von var á honum og Hermanni höfuðsmanni raðaði ég öllum fyrir utan her- skálann Borg, með fram Austurvelli. Ég varð að reka 67 inn aftur, því að liann kom á óburstuðum stígvélum eins og venjulega. Herliljómsveitin boðaði komu hershöfðingjans og lék hergöngulagið „Yfir kaldan eyði sand“. Númer 85 var hljúmsveitarstjóri, stundum kallaður Aage Lorange. Svo kom vfirhershöfðinginn ásamt höfuðsmanni og stikaði frontinn. Hann var alþýðlegur og tók í liöndina á ýmsum óbreyttum liðsmönnum og spurði þá að heiti eða livað mörg börn þeir ættu. Hann nam einmitt staðar fyrir framan 67, sem var nú kominn aftur á gljáfægðum stígvélum. — Hvað heitið þér? spurði hershöfðinginn. — Halldór Kristjánsson, svaraði 67. — Og hvaðan eruð þér af landinu? spurði hershöfðinginn aftur í vingjarnlegum tón. — Frá Kirkjubóli í Önundarfirði. — Já, þar veiðir maður kúskeljarnar, sagði hershöfðing- inn. — Og þér genguð í lierinn af föðurlandsást?

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.