Spegillinn - 01.01.1953, Page 12
B
SPEGILLINN
NÝTT FÉLAG
myndlistamanna hefur nýskeð
verið stofnað hér í höfuðstaðn-
um, mestmegnis af gömlum og
íhaldssömum málurum, en þó er
Jón Engilberts þar með, sem ann-
ars hefur getað brugðið því fyrir
sig að vera byltingagjárn og bal-
stýrugur. Dettur oss í hug, hvort
eigi að nota hann sem einskonar
missing link, ef þeir gömlu þurfa
eitthvað að tala við september-
kommana.
GRIKKIR
hafa snögglega fengið mikinn áhuga á því að þreyta knattspyrnu
við Islendinga, og munu hugsa sem svo, að þar sem vér ekki tókum þátt
í síðustu Olympíuknattspyrnu, ættum vér að vera viðráðanlegir. Er
það meistaraflokkur Makedóníu, sem horfur eru á að hingað komi, og
leggja blöðin mikið upp úr landkynningu þeirri, er af þessu geti leitt.
Ojæja, það er nú svo. Ekki erum vér nú neitt hárvissir um, að það yrði
oss sérlega gagnlegt, ef Grikkir færu að dæma saltfiskinn okkar eftir
knattspyrnumönnunum.
SUÐURAMERÍKUMENN
hafa, fyrir milligöngu matvælastofnunar SÞ, farið þess á leit að fá
lár.aðan héðan fiskiskipstjóra, til þess að kenna innfæddum nýtízku fisk-
MORGUNBLAÐIÐ
getur þess, eftir fregnum í dönsku blaði, að kommarnir séu búnir að
slá eign sinni á Hanníbal, með húð og hári, og er kollega hálffúll yfir
þessu. Það má hann líka gjarna vera eftir að hafa árum saman japlað
á ásælni kommanna, og svo reynast þeir svona hógværir í ágirndinni,
þegar til kastanna kemur. (Annars virðist ráð Hanníbals svo á reiki
um þessar mundir, að hann gæti alveg eins vel vaknað hjá íhaldinu,
einn góðan veðurdag.)
ALÞINGI
hefur nú fellt tillögu þess efnis að fjölga prófessorum við Háskóla
vcrn í lögum og læknisfræði. Hinsvegar er haft eftir því, að þessar
deildir megi gjarna hirða það, sem guðfræðideildin hefur af óþarfa
vinnukrafti, síðan dósentastríðið geisaði, hérna á árunum.
DAGSBRÚNARMENN,
sem voru að koma af félagsfundi, meðan á verkfallinu stóð, löbbuðu
sig niður að Alþingishúsi og hrópuðu niður með stjórnina. Þetta þótti
stjórninni hinn mesti uppsláttur, er sjálfir hennar römmustu andstæð-
ingar viðurkenndu þannig, að hún gæti komizt neðar en þegar var orðið.
FJÁRANSRÁÐ
flutti sig um set í byrjun þessa nýja árs, og er nú til húsa — ásamt
KRON og Ríkinu — við Skólavörðustíg; beint á móti Steininum. Mun
það gert vegna þeirra, sem sækja um byggingarleyfi, til þess að gsta
bent þeim á, hvert þeir fari, ef þeir byggja í trássi við ákvæðí ráðsins.
Munu á komandi tímum margir óska ráðinu yfir götuna.
veiðar, og hefur skipstjórinn þegar verið valinn — ef úr þessu kynni
að verða. Sá er aðeins hængur á, að sunnan Mexikóflóa fyrirfinnst
ekkert almennilegt fiskiskip, heldur er fiskað á manndrápsskeljum og
doríum. Af þeim ástæðum var hætt við að senda þeim kjarnorkumann-
inn, sem var á ferðinni í laxám vorum sl. sumar, þar eð það þótti ein-
sætt, að fiskiskipin þar syðra myndu ekki þola sprengingarnar.
BIBLÍUFÉLAGIÐ
í Washington hefur nýskeð afhent sendinefnd Rússa á þingi SÞ hel-
víta mikla biblíu að gjöf til Stalíns. Er þetta talið vera gert að undir-
lagi einhverra lævísra gyðingahatara, því að Stalín ku ekki vera neitt
oflirifinn af þeirri þjóð, þó að hann fari ekki að kynnast henni enn
betur með því að lesa bibliuna, ofan á allt annað.
MORGUNBLAÐIÐ
getur þess, að Churchill hafi
fyrir skömmu farið véstur um haf
á QUEEN MARY, og hafi hreppt
hið versta veður, en staðið sig
með ágætum og verið að skrifa
ævisögu sína á leiðinni. Nú vitum
vér, hversvegna margar sjálfs-
ævisögur eru eins og þær eru.
Vitanlega hafa þær verið skrif-
aðar í veltingi.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
(sem nú hefur endurreist sinn gamla haus, undir regímenti Hanní-
bals) er eitthvað forvitið að vita, hvað ferðalag Hlíðdals til Suður-
Ameríku, sem tók tvo mánuði, hafi kostað. Er blaðið eitthvað að nefna
sparnað á nafn í þessu sambandi. Oss þætti nú fróðlegra — eða að
minnsta kosti grínagtugra — að heyra eitthvað um gagnið af för
þessari.
SVISSNESK
úrasmiðja hefur fundið upp nýtt úr, sem hún fullyrðir, að geti gengið
öldum saman, án allrar upptrekkingar, og sé það rakinn í loftinu, sem
dregur upp verkið. Vér höfum átt tal um þessa nýjung við Sigurþór
og skilist á honum, að stéttin láti sér fátt um finnast. Hinsvegar munu
nokkrar stúkur hafa pantað úr, til þess að komast að raun um, hvort
þar sé nokkur raki í lofti, sem ekki á þar að vera. Eins mun eiga að
setja svona úr upp á sjálfu Alþingi, og skal það haft til marks, að ef
það getur gengið þar, svo teljandi sé, séu ræðurnar ekki eins rakalaus-
ar og hingað til hefur verið haldið fram.
ÞYNGSTI MAÐUR
heimsins er nýlega látinn suður í Indlandi, og léttist mannkynið á
þeim degi um 30Q kíló, en sú var vigt þess framliðna. Segja blöð, að
25 fíleflda karlmenn hafi þurft til að tosa honum til grafar, en það
verður nú samt aldrei nema 12 kíló á mann, og þætti ekki mikið, norður
hér. Ennfremur er það tekið fram, að hinn framliðni hafi verið þing-
maður og mjög vinsæll. Út úr öllum þessum upplýsingum þykjumst vér
geta lesið, að þetta hafi verið ístrukrati, sem hafi ekki getað lifað af
meðferðina á Stefáni Jóhanni.