Spegillinn - 01.02.1957, Qupperneq 6
30
SPEDIULINN
PRESTUR NOKKUR
í Suður-Frakklandi, sem hafði litla aSsókn
að messum sínum, tók upp á því fyrir
skömmu að lialda dýfingasýningu og seldi
sóknarbörnunum aðganginn, og stóð þá
ekki á þeim að mæta. Meðal annars stakk
það liöfðu tveir menn reynt á undan hon-
um og báðir beðið bana, liinsvegar slapp
klerkur óskaddaður frá tiltækinu. Sáu
sóknarbörnin þá jafnskjótt, að þetta var
ekki andskotalaust, og síðan hefur klerkur
aðsókn, sem er talin vera Suður-Frakk-
landsmet.
1 BANDARÍKJUNUM
er einstaklingsframtakið farið að brugga
nýja tegund landa, er dalalœ&a nefnist og
verður þá væntanlega kallað kellingarvella
liér sunnan lands, þegar farið verður að
smúla því hingað. Er drykkur sá allur hinn
göróttasti og liafa menn fyrir satt, að jafn-
vel forhertir drykkjumenn, vestur þar,
neyðist til að blanda hann saltsýru, áður
en þeir beri við að leggja hann sér til
munns.
REYKJAVÍKURBÆR
efndi til veglegs kokteilpartís mánudaginn
4. þ. m., í tilefni af því, að á þeim degi
töldust vera 10 ár liðin síðan Gunnar Thor-
oddsen tók við borgarstjóraembættinu. —
Jafnframt munu einhverjir liafa minnst
þess, að á sama degi voru liðin jafnmörg
ár frá því að Bjarni liætti.
Á SNÆFELLSNESI
vestur skeði það hinn 18. janúar s.l., að
ær ein grákollótt eignaðist tvö lömb, og
vó livort um sig 4,5 kíló á vogir þær, er
þar gilda. Svona lauslæti liefur áður átt
sér stað í Eyjafirði og það merkilega er,
að þar voru liinar seku líka grákollóttar.
Um svipað leyti lesum vér í blöðum, að
grá kindaskinn séu í afarháu verði á heims-
markaðnum, svo að búfræðingar vorir ættu
nú að gera sitt til að auka þetta lauslæti
lieldur en hitt. Hvað sem ábatanum annars
kann að líða, er hér á ferðinni merkilegt
rannsóknarefni, sem vísindamenn vorir
eiga vonandi eftir að heimska sig á.
MORGUNBLAÐEÐ
er eitthvað úrillt út í það, að íslenzka þjóð-
in skuli senda komma — nánar til tekið
Finnboga Rút — á þing Sameinuðu Þjóð-
anna sem fulltrúa Islands. Oss finnst þetta
ekki vera nema lofsverð hreinskilni. Þetta
er sama og að segja við Sameinuðu Þjóð-
irnar: „Svona erum við nú — og þaðan af
verri“.
LEYNIVlNSALAR
urðu nýskeð fyrir því tjóni, að leynilög-
regla Suðurnesja nappaði fyrir þeim
sprúttbíl, sem var á leið til Keflavíkur,
fullhlaðinn, og var kominn langleiðina
þangað gegnum ófærðina, sem hefur reynzt
mjólkurbílum um megn — en svo er líka
aðgætandi, að sprúttið er eðlisléttara en
mjólkin. Voru gerðar þama upptækar á-
fengisbirgðir, að matsverði 26.000 krónur,
en þar sem þetta skcði rétt á mánaðamót-
unum síðustu, liöfum vér ekki getað grafið
upp, hvort þetta var miðað við nýja eða
gamla verðið.
SUÐUR 1 MILANO
skeði það fyrir nokkru, að lögfræðingar
komu í sína árlegu heimsókn í fangelsi
borgarinnar (því að þar em lögfræðingar
svo almennilegir að heimsækja skjólstæð-
inga sína einu sinni á ári, og hafa þá gjama
fleyg upp á vasann). Notaði þá einn snið-
ugur fangi tækifærið, setti upp falskt yfir-
skegg og svört gleraugu og slóst í hópinn.
Komst liann þannig út, án þess að nokkur
þekkti hann frá lögfræðingunum. Eru lög-
fræöingarnir nú mikið að hugsa um að gera
liann að heiðursmeðlim félags síns, fyrir
sniðugheitin.
FRJÁLS ÞJÓÐ
virðist ekkert vera á þeim buxunum að
deyja drottni sínum, eins og margir vom
að spá lienni eftir alþingiskosningarnar
síðustu. Þvert á móti hefur hún nú lagt sér
til spánnýjan hlaðliaus, þar sem nafn blaðs-
ins er fellt inn í umgjörð af íslandskorti.
Mun þetta vera einskonar myndgáta, sem
lesist: „Frjáls þjóð í blönku landi“.
GALATHEA
heitir eitt merkilegt hafrannsóknaskip í
eigu danskra og hefur undanfarið plægt
heimshöfin með miklum árangri. Nýlega
fann það t. d. merkileg kykvendi, sem sam-
kvæmt kirkjubókum áttu að vera steindauð
fyrir 300 milljónum ára, en gera þá bara
svo vel að lifa enn góðu lífi. Er liér um
að ræða „skilgetna forfeður“ núverandi
snigla og kolkrabba. Rannsóknum þessum
verður haldið áfram, og eru vísindamenn-
irnir nú vongóðir um, að amma skrattans
komi upp á önglinum lijá þeim, einn góð-
an veðurdag.
TOLLST J ÓRASKRIFSTOFAN
í Reykjavík lét eitt kvöldið fyrir nokkru
lesa þrívegis auglýsingu um tryggingar-
gjald „ókvæntra kvenna“. Yirðist liér um
ofnotkun kanselístíls að ræða, og ætti „hið
opinbera“ framvegis að halda sér við tal-
málið, ekki sízt með tilliti til þess, að
venjulegu, dauðlegu fólki mun — að
minnsta kosti í orði kveðnu — vera ætlað
að skilja auglýsingarnar.
ALÞINGI
liefur nú samþykkt krataframbjóðandann
Eggert G. Þorsteinsson, inn á sig. Var þetta
einskonar skemmriskírn, með þingsálykt-
im, því að síðar meir, ef tími vinnst til,
á að ganga betur frá því með nýrri laga-
setningu, ef ekki stjórnarskrárbreytingu.
Auðvitað var fyrst leitað hófanna hjá
Rannveigu, að hún endurskoðaði afstöðu
sína til þingmennskunriar, en kom fyrir
ekki. Verður því Eggert einskonar liænu-
hani í þinginu, og á reyndar vel við, þar
sem hann er þarna sama sem fyrir tvo
flokka.
Þessi árgangur
SPEGILSINS
kostar í lausasölu kr. 120.oo, en
í áskrift kr. 85.00. Áskrift má
panta í síma 2702 (opið allan
daginn) eða skriflega í Pósthólf
594, Reykjavík.
SPEGILLINN