Spegillinn - 01.02.1957, Qupperneq 9

Spegillinn - 01.02.1957, Qupperneq 9
SPEGILLINN 33 Almælt tíðindi Margri húsmóðurinni íslenzkri mun fara að þykja þröngt fyrir dyrum, morguninn sem hún vakn- ar við það, að straujarinn er kom- inn upp í fimmkall, ekki sízt ef hún hefur haft á prjónunum áform stór um að baka sér eitthvað með kaffinu, og margur húsbóndinn mun verða að láta sér nægja mola- kaffi í staðinn fyrir að fá sætt kaffi og með því nema þá molasykur- inn fari sömu leiðina, svo að hann verði að láta sér nægja hundheið- ið kaffi — þangað til þeir dobla kaffiverðið. Margir kjósendur vinstri flokkanna munu hugsa með trega til þeirra tíma, þegar íhaldið sat að völdum og straujarinn kost- aði ekki nema þrjár og sextíu, þrátt fyrir óhórlega álagningu heildsalanna. Nú hefur þessi álagn- ing verið skorin niður úr pllu valdi, en samt hækkar varan um þrjátíu og átta komma eitthvað prósent. Sem betur fer, lagast vonandi stat- usinn hjá sárþjáðum ríkissjóði eitt- hvað, að minnsta kosti sem svarar einni nefnd. Stjórnin okkar núverandi hafði þá góðu sérstöðu, að því er hún sjálf segir, að hafa verkalýðinn á sínu bandi, svo að halda mætti, að bráðum myndu ekki aðrir en elztu menn og fornfræðingar kannast við strækur og þessháttar vesen. Einhvernveginn er það samt svo, að þrír aðilar hafa strækað á stjórnina, venjulega skammstafaðir F. F. F., sem útleggst: Fiskur, Flug- menn, Farmenn. Þessir þrír urðu að minnsta kosti fyrstir til, hvort sem nokkrir koma á eftir. Fiskinn mun verða að telja ráðstöfun guðs; ýmist hefur hann enginn verið eða gæftaleysi hefur orðið honum til lífs og útgerðinni til dauða, og leggja gamlir menn og grandvarir þetta þannig út, að guð sé íhalds- guð, sem sé ekkert hrifinn af að hafa kommana í stjórn, svoleiðis bölvaða heiðingja, sem tilbiðja Stalín, að minnsta kosti alla þá daga, sem þeim sé leyft það, og þó hafi þeir verið verstir upp á síð- kastið, þegar þeir tilbiðja hann annan daginn og vita ekki hvað þeir eigi að tilbiðja hinn daginn. Sem sagt vont, og ekki von á betra fiskiríi, meðan svo til geng- ur. Hvað snertir flugmennina og far- mennina, væri vitanlega einfald- ast að hækka við þá kaupið og lækka krónuna um leið, en það virðist ekki mundi duga, hvað flug- mennina snertir, því að þeir vilja vera á norskum taxta og sýnir þetta skyldugt vinarþel til frænd- þjóðanna. Ennfremur munu þeir hafa komið sér upp sérstakri geng- „Gestapó“-a5ferðir á leiðinni? Bannar stjórnin utanferðir nema með sérstöku leyfi ? Sú frétl gengur nú staflaust í bænum, að Gylfi i». Gisla- son iiafi lagt fram þá tillögu í ríkisstjórninni, að setja það fólk undir rannsókn, sem fór til útlanda á síðasta ári. Sagt er, að hann hafi fengið tillöguna samþykkta með fulltingi kommúnista

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.