Spegillinn - 01.02.1957, Síða 16
40
SPEGILLINN
höfðu listfræðinámskeiðin hans
Lúðvígs eftir Johansonskerfinu gef-
ið prýðilega raun, þótt aldrei væri
það fullþakkað, fremur en önnur
menningarviðleitni, meðan skiln-
ingurinn var af skornum skamti.
— Heyrðu Kibbi, sagði drengur-
inn og hnippti í mig. — Þú ert svo
agalega daufur í dálkinn núna.
Ertu kannske að hugsa um gamla
daga og vandamálin, sem þið vor-
uð alltaf að streða við ? Eigum
við að líta hérna inn í aðalbæki-
stöðvar Listamannaklúbbsins, ég
held að rithöfundarnir séu fjöl-
mennir þar núna og ég hef kort
af því að ég ætla að verða lista-
maður. Voru nú rithöfundarnir
ekki ósköp framlágir þegar þú
varst ungur, eins og raunar allir
aðrir, sem kölluðu sig listamenn
í þá daga?
— Þú tekur munninn nokkuð
fullann, drengur minn. En þú ættir
ekki að vera of rogginn yfir allri
menningunni, sem mest er að
þakka óeigingjörnu starfi okkar,
sem nú erum orðin gömul. Víst
áttum við glæsilega rithöfunda,
eins og sjá má í skjölum lista-
mannalaunaskiptanefndarinnar, og
einu sinni höfðu þeir félag, sem
klofnaði í tvennt. En svo þegar þeir
þurftu að mæta á samnorrænu
þingi urðu bæði félögin að senda
fulltrúa, en það þótti frændum vor-
um kynlegt fyrirbrigði, að Islend-
ingar komu tvöfaldir til þings.
Stofnuðu bæði félögin þá samband
og sambandsstjórn, svo að rithöf-
undarnir gætu mætt einfaldir á
komandi þingum og mynduðu
þannig þá einingu út á við, sem
enn er styrkur þeirra. Aftur á móti
fóru myndlistarmenn í svo marga
mola, að ekki komst samband á
aftur. En einu sinni var barón hér
og átti fjós á þessum slóðum og
stígurinn þangað var kallaður Bar-
ónsstígur og þangað erum við nú
komnir.
— Oj bara, að hafa fjós í borg-
inni, sagði drengurinn. — Er þetta
með menninguna í ungdæmi þínu
annars ekki tómt karlagrobb?
— Fjósið er löngu horfið, en
líttu á hvað komið er í staðinn.
— Gútemplarahöllin, sagði dreng-
urinn. og svo horfðum við um
stund frá okkur numdir á þessa
stórglæsilegu byggingu. Gamlir
menn eru alltaf að grúska í fortíð-
inni og nú mundi ég eftir mynd í
blaði fyrir langalöngu af hallar-
teikningu eftir Freymóð. En hér
stóð veruleikinn sjálfur úr steini,
stáli, gleri, kopar og plasti. Það er
gaman að lifa slíkar stundir.
— Segðu mér eitt, Kibbi, sagði
drengurinn og rauf þögula hugleið-
ingu okkar með forvitni sinni. —
Var ekki eitthvað bogið við virð-
inguna og áhugann fyrir leiklist-
inni hjá ykkur, eins og ýmsu öðru,
úr því að Leikfélagið var sett eins
og bílskúr eða útikamar þarna á
bak við höllina?
— Það var nú eitthvað annað,
sagði ég, sem alltaf vil koma auga
á jákvæðu hliðina á hverju menn-
ingarmáli. — Áhuginn var ódrep-
andi. Sá möguleiki er að vísu til,
að gleymst hafði að lóðin var gefin
öðru menningarfyrirtæki við há-
tíðlegt tækifæri, en hitt er þó senni-
legra og í betra samræmi við heil-
brigða hugsun, að skki hafi Leik-
félaginu þótt meiri sómi sýndur á
sextugsafmælinu með öðru, en að
staðsetja það í skjóli þeirrar hallar
er SKT ætti heima í, en það var þá
þegar viðurkennt sem snar þáttur
í menningarlífi borgarinnar.
Drengurinn sagði ekki neitt.
Svo löbbuðum við aftur niður í
Hitt blöskraði mér aftu'r á móti
hvernig maðurinn var til fara.
Hann var í brúnum buxum, mér Ongur og fremur snotur) og
sem sýnilega voru frá því mað- Þar sem hann sat á stólnum og
urinn var um fermingu, þvi að teygði frá sér fæturna, sá ég síð-
þær voru að springa utan af hon- ar nærbuxur slanda niður undan
um, svo að rennilásinn blasti við báðum skálum buxna haHs, utan
mér á nýmynduðum kúluvamba yí'r sokkunum. Maðurinn var ó- V
mannsins (því maðurinn sýndist rakaður, illa greiddur og yfirleitt