Spegillinn - 01.02.1957, Qupperneq 22

Spegillinn - 01.02.1957, Qupperneq 22
46 SPEGILLINN Hann gæti ekki einusinni farið inn í krá og fengið sér einn lítinn. Áður en mínúta væri liðin, væri kvennagerið komið í kring- um hann og reyndi að slíta af honum rauðu hnappana, til þess að eiga til minja. Og nú fékk Smith sína miklu liugdettu. Hann setti upp yfirskeggið og gleraugun og labbaði að leiksviðsdyrunum þar sem Goggi átti að koma fram þetta kvöld. Auð- vitað varð hann að ryðja frá sér fimm þús- und kvenpersónum, til þess að komast leið- ar sinnar. Loks hitti hann Gogga í búningsherbergi hans, og Goggi var forvitinn að vita erindi hans. — Ég kem til þess að útvega þér ein- hvern stundarfrið og forða þér frá því, að kvenfólkið rífi þig á hol. — Það er vonlaust verk, sagði Goggi. — Um leið og ég sýni á mér andlitið .... — Þar komum við einmitt að kjarna málsins, sagði Smith. — Ég ætla að lána þér mitt andlit til að sýna í staðinn. — Hvað áttu við? Smith tók af sér falska yfirskeggið og gleraugun. — Almáttugur minn! æpti Goggi. -— Þetta er eins og að líta í spegil. Við erum bara alveg eins! — Það er nú aðalatriðið, svaraði Smitli. —- Nú geturðu loksins haft einhverja von. Ég skal koma í leikhúsið og kvenfólkið ræðst á mig. Þú kemur seinna, eins og ekk- ert sé um að vera, og sleppur leiðar þinn- ar. Svo fer ég á undan út úr leikhúsinu aftur og sagan endurtekur sig, og kven- fólkið verður farið á eftir mér þegar þú kemur út, og þú getur komizt heim til þín í ró og næði. — Já, þetta er svei mér athugandi, sagði Goggi. — Fimmliundruðkall á viku, sagði Smith. — Allt í lagi. Það er vel borgandi. Og við byrjum fetrax? — Auðvitað, svaraði Smitli. Þegar sýningunni var lokið, fór Smith í föt Gogga. Hundruð kvenpersóna hengdu sig utan um hann, klórandi og öskrandi og reynandi að kyssa hann. Hann komst með naumindum í bílinn, og þegar þangað kom, var hann alveg uppgefinn. — Mér þætti gaman að vita, hvað hún segir núna. Hann var að hugsa um konuna sína blessaða. — Henni hefur aldrei þótt mikið varið í andlitið á mér, en þegar liún heyrir um kaupið, sem það hefur á ári, vona ég, að verði upplit á lienni. Þegar Smith kom heim til þess að segja tíðindin, var konan ekki heima. Hinsvegar lá blað á píanóinu, sem á var letrað: „Elsk- an! Maturinn þinn er í bakaraofninum. Ég er búin að bíða og bíða. Ég hélt við ætluðum að fara í leikhúsið, til þess að sjá hvort þessi Goggi er eins líkur þér og við höldum. En svo komst þú ekki, og ég varð að fara ein. Smith gat ekki stillt sig um að hlæja. Hann át mat sinn og æfði með sjálfum sér það, sem hann ætlaði að segja við hana. Hún kom lieim hálftíma seinna. — Svo þú ert þá komitin, sagði hún. — Þú lézt mig samt fara eina í leikliúsið. — Segðu mér, sagði Smith. — Er ég líkur honum? —- Já, í andlitinu, en .... — Hlustaðu nú á mig, sagði Smith. En konan var farin út og hann var að tala við sjálfan sig. Hann reis upp til að elta hana, en velti þá liandtöskunni hennar af litla borðinu, þar sem liún hafði lagt hana. Og allt það safn, sem út úr henni valt! Þar á meðal rauður linappur. Árum saman vissi ég aldrei, hvar rnaður- inn minn var á kvöldin, og svo eitt kvöldið kom ég snemma heim, og þá var hann þar. —o— — Elskan, sagði nýgifta Hollívúddbrúð- in, — en livað íbúðin okkar er yndisleg. Mér finnst ég bara hálfkannast við liana .... Við höfum þó víst ekki verið gift áður? —o— — Hversvegna gafstu fatageymslustúlk- unni svona mikð? — Sérðu ekki hattinn og frakkann, sem ég fékk hjá henni? -—o— — Ég hef aldrei liaft þá ánægju að sjá konuna^yðar. — Hver segir, að það sé ánægja? —o— — Nonni sagði við mig, að ég væri átt- unda undur veraldar. — Og hvað sagðir þú? — Ég sagði, að hann skyldi vara sig á að láta mig sjá sig með hinum sjö. Ritstjóri: Páll Skúlason — Teiknari: Halldór Pétursson — Ritstjórn og afgreiðsla: Smára- götu 14, Reykjavík — Sími 2702 — Árgangur- inn er 12 blöS; um 220 bls., efni — Áskriftai- verS kr. 85.00 — erlendis kr. 95.00; greiðist fyrirfram — Áritun SPEGILLINN, Pósthólf 594, Reykjavík — BlaSið er prentað I Isafoldar- prentsmiðju h.f. onrrrTvrvinx 1 birgðarstöð vorri er jafnan fyrirlyggjandi: Smíðajárn í plötum og stöngum Stálbjálkar — Steypustyrktarjárn SMURNINGSOLÍUR á allar vélar til sjós og lands Pípur, svartar og galvaniseraðar og margar aðrar vörur fyrir járn- og byggingarvöruiðnaðinn OLÍUSALAN H.F. mhh Hafnarstræti 10—12 — Reykjavík MiiiK

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.