Spegillinn - 01.01.1958, Blaðsíða 10

Spegillinn - 01.01.1958, Blaðsíða 10
B SPEGILLINN. því að segja, hvern maður væri búinn að kjósa. En svo ku þeir ætla að láta þetta ákvæði verka aftur á bak, til allra kosninga, sem elztu menn muna eftir. — Jæja, þú mátt að minnsta kosti hafa það eftir mér, að ég ætla ekki að kjósa Framsókn. Til þess er mér í of fersku minni þetta kvef, sem ég fékk á vegum þeirra Tímagemsa. En þar út yfir skaltu ekkert hafa eftir mér, ef það gildir þetta, sem þú varst að segja. En ég hef orðið þess var, síðustu dag- ana, að hingað hafa komið alveg nýir menn, sem ég hef aldrei séð áður, en svo þegar myndirnar komu í blöðunum, sá ég, að þeir voru allir á einhverjum lista. Sér- staklega var þetta áberandi með Þjóðvörn; ég er viss um, að ég er búinn að klippa þeirra lista alla leið niður í varamenn. Einn vara- maður brá meira að segja fyrir sig léttri vittíhið og sagði, að það væri nú líklega ekki mikið að klippa, þar sem Eysteinn væri bú- inn að rýja. Svona var hann gam- ansamur. — Já, það veitir ekki af að vera bjartsýnn á svona dögum. Það var hann Lúðvík líka í útvarpinu um daginn, þegar hann þóttist vera búinn að semja um allt við alla, en svo stræka þeir jafnharð- an í Mogganum og þverneita að fara á sjóinn. — Mér finnst nú ekki von að vel fari, ef þeir fá lakari kjör en Færeyingar. Það gæti beinlínis valdið milliríkjaríg milli frænd- þjóðanna, og það er ekki heppilegt fyrir okkur að lenda á kanti við einustu þjóðina, sem hefur litið upp til okkar. — Já, vel á minnzt. Eg var að heyra það um daginn, að Færey- ingar væru búnir að auka og end- urbæta gamla spakmælið sitt og segi nú „íslendingar geta allt — nema borgað“. — Við vorum þó að minnsta kosti búnir að borga Gerpi út, þeg- ar síðast fréttist, hvort sem það nú hefur verið kommunum á Aust- fjörðum eða L. í. Ú. að þakka. — Þeir þakka sér það, hvor aðil- inn um sig, og þá geta allir verið ánægðir, finnst mér. En hefurðu ekkert klippt hann Hermann ný- lega? — Nei, hann ku ætla að láta Parísarklippinguna duga fram yfir bæjarstjórnarkosningar. Auk þess mun hann hafa læst sig inni með- an hann er að semja svarið til Búlganíns. Og nú ku hann vera orðinn alveg áttavilltur, eftir að hann fékk seinna bréfið áður en hann hafði svarað því fyrsta. Ekki svo að skilja, að seinna bréfið hafði gert neinar efnisbreytingar, því að þau eru bæði jafn óskiljanleg og hafa þá einu verkun að svæfa hvern sem les, nema sanntrúaða komma af því að þeir eru þegar sofnaðir. Já, hann ku hafa haft stór orð um að láta eigi skera sér mön fyrr en grenið sé unnið, og sögumaður minn sagði, að hann hefði í því sambandi farið með eitt eða tvö kvæði úr dánarbúum góð- skáldanna, svo sem til þess að veita þessum orðum sínum áhrezlu; þar á meðal þetta: „Skotmaður spyr: Er skolli heima“. Nú, hvur andskotinn! Þetta síðasta sagði rakarinn minn í hvíslingum. — Er Hermann að koma? spurði ég og hvíslaði líka. — Sama sem, hvíslaði rakarinn minn á móti. — Það er hann Hjálmtýr. Og svo bætti hann við, fullum rómi eftir því sem muster- iskvefið leyfði: — Tuttugu og tvær krónur, takk. -------00O00—------- Gömul kona fór yfir landamæri írska fríríkisins og var spurð, hvort liún hefði nokkrar tollskyldar vörur meðferðis. Hún neitaði því. Tollvörðurinn tók þá flösku upp úr tösku hennar. — Hvað er í þessari flösku? — Heilagt vatn frá Lourdes. Tollvörðurinn sýpur á flöskuimi. — Ég finn ekki betur en þetta sé alveg fyrirtaks viskí, frú mín. — Guð minn almáttugur! æpti gamla konan. — Hér hefur gerzt kraftaverk! i. Heirnur versnan4l t^íx\ rrNú sesl enginn öfvað- ur á alþingi" JÓN PÁLiVIASON sagói í! uinræðunum á alþingj í gæ-r' um lilloguna um afnám á-' íengisveitinga ríkisins, að vmsir iiéldu, að lillaga |>essi — væri fram komin legna þess, að draga þyrl'li ur dr.ykkjn- skap þingmanna Kvað hann þetta liinn mesta misskiluing þvi, að enda þótt það hefði ol't komið fyrir hér áður, að þingmenn væru undir álirif- iim áfengis á alþingi væri það með öllu óþekkt fyrir- liæri nú orðið. Nú sæist aldr- .•i dlvaður uiaður á alþing.i.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.