Spegillinn - 01.01.1958, Blaðsíða 20
1B
SPEGILLINN
Ltankjörstaðakosning
— Það var nú siður hér í gamla
daga á kosningadaginn, að maður átli
einhverja glætu, sagði vinur minn,
Rúnki róni, þegar ég liitti liann á
Kalkofnsveginum liérna um daginn.
— Já, en það er víst allt búið að
vera, sagði ég. — Heyrt hef ég því
fleygt, að í nýju kosningalögunum
standi, að hver sá, sem öldrukkinn
er á kjördegi, skuli liafa fyrirgert kosn-
ingarrétti sínum — og kjörgenginu
með, og það er nú verst fyrir þig,
Rúnki minn. Við megum nógu illa við
að missa atkvæðið þitt, þó að hitt
bættist ekki við.
— Þetta spursmál lief ég einmitt
verið að íliuga á einverustundum á
Grand Hótel, sagði Rúnki. Og veiztu
hvað bísarnir bentu mér á að gera,
til þess að geta verið kjafthýr kosn-
ingadaginn?
-— Nei, hver heldurðu, að geti lóð-
að sálardýpi þeirra, úr því að Ólafur
sálfræðingur Gunnarsson hefur ekki
verið viðstaddur — eða var hann
kannske viðstaddur?
— Nei, hann hafði tilkynnt for-
föll, sagði Rúnki, — en bísarnir bentu
mér á að grípa einhverja sólskins-
stund þegar ég væri edrú en þó
ekki um of, og kjósa bara í pósthús-
kjallaranum, og þá gæti ég verið eins
og ég á að mér á sjálfan kjördaginn,
rétt eins og í gamla daga.
-— Þá ættirðu að ljúka þessu af
strax, sagði ég. — Þú getur ekki betri
verið en þú ert nú.
— Jú, þú segir nokkuð, en ef þú
ætlar að fara að draga mig þangað,
verðurðu að gefa mér fyrir einni.
— Það ætti að vera mín minnsta
kúnst, svaraði ég. -— Hérna er ég með
kosningasjóðinn í vasanum og hann
geturðu fengið eins og hann leggur
sig. Og ég lief það fyrir góðverkið að
þurfa ekki að taka fleiri sálir upp af
götu minni, því að þetta gengur ekki
fyrir sig auralaust, frekar en kristni-
boðið í Konsó. Og ég seilist í kosn-
ingasjóðsvasann og rétti 50-kall að
Rúnka.
— Alltaf eruð þið samir við ykkur,
Rúnki og ætlaði helzt að svífa á mig
og kyssa mig, en ég fékk brugðið mér
undan og fullvissaði hann um, að
liann ætti heldur að kyssa þami, sem
lagt liefði til aurinn, en af því væri
ég saklaus.
— Jæja, við skulum þá flýta okkur
að hrista þetta af, sagði Rúnki. —
Það er eina bótin, að það er ekki
nema snertuspölur úr þessum kjallara
og í apótekið.
— Ertu enn í kogaranum? spurði
<%•
— Ertu bilaður, maður? Snerti
ekki nema glussa, og meira að segja
innvortisglussa, samkvæmt læknisráði.
Við komum nú í kjallarann. Altileg-
ur maður, sem bafði þarna mest að
segja, leit á okkur og spurði, hvort
við ætluðum að kjósa báðir.
— Nei, svaraði ég. — Það er bara
þessi maður hérna.
— Þú hefur gert þér ljósar breyt-
ingar þær, sem orðnar eru á kosninga-
lögunum og þýðingu þeirra? spurði
kjörstjórinn Rúnka.
— Ojæja, ekki lief ég nú lært þær
utanbókar, eða er nokkuð í þeim um
mig?
— já, hér stendur, að sá sem neyta
vill atkvæðaréttar síns utan kjörstað-
ar, skal gera sem nákvæmasta grein
fyrir því, hvar hann muni verða
staddur á kjördegi.
— Já, það var nú það, sagði Rúnki.
— Mér er víst óhætt að fullyrða, að
ég verði annaðhvort í hótelinu eða
kjallaranum, og það er nú ekki nema
stutt bæjarleið á milli, svo að þið
heimtið vonandi ekki meiri nákvæmni
í landafræðinni.
— Eg bóka þá það, sagði stjórinn.
— Á nú að fara að skrifa mig upp?
spurði Rúnki.
— 0, sussunei; óttaztu ekki, sonur
sagði ég. — En það stendur í nýju
lögunum: „Skal kjörstjóri færa upp-
lýsingar þessar í bók, sem yfirkjör-
stjóri löggildir í þessu skyni“. Þú færð
enga sekt fyrir það.
— Jæja, þetta verður víst svo að
vera, en ekki er ég lu-ifinn af að
láta skrifa mig svona upp, sagði Rúnki.
-— Nú kemur að því versta, sagði
kjörstjórinn. Hérna stendur í lögunum:
„Að þessu loknu fær kjósandi afhent
fylgibréf ....
— Fæ ég sjálfur frímerkin af fylgi-
bréfinu, eða rennur það til póstmanna-
sjóðs? spurði Rúnki.
—- Þau eru til vonar og vara höfð
ófrímerkt, sagði stjórinn, „ . . . með
áföstum kjörseðli, og skal hann að-
stoðarlaust, í einrúmi og án þess að
nokkur maður sjái, rita atkvæði sitt á
kjörseðilinn á þann hátt, er að framan
greinir . . . “
— Það greinir ekkert að framan,
greip ég fram í. — Eigum við ekki
að glugga í þetta nýja plagg Alþingis?
Við — kjörstjórinn og ég — förum
nú að glugga í nýju lögin og það
kemur í ljós, sem ég sagði, að það
greindi ekkert að framan.
— Það hlýtur að vera meiningin,
að það greini að framan í gömlu
lögunum, sagði stjórinn.
— Eigum við að fara að lifa undir
einliverjum gömlum og úreltum lög-
um? sagði ég, einbeittur. — Ég heimta
að fá að aðstoða þenna liáttvirta kjós-
anda, sem sökum handskjálfta hefur
ekki getað á penna haldið, svo lengi
sem elztu menn muna.
— Nei, það kemur nú bara ekki til
nokkurra mála, sagði stjórinn. Og svo
var Rúnka ýtt inn í leyniklefann, en
ég varð eftir lijá stjóranum, sem gaf
mér í nefið af mikilli gestrisni, til
þess að hafa mig góðan. Fyrirtaks
maður, stjórinn og líklega ekki hon-
mn sjálfum að kenna, að hann hefur
lent í þessu.
Ég var fljótur að taka Rúnka undir
vængbeinið og draga hann út á götu.
— Viltu láta liann Eystein þéna
Framh. á bls. 13.