Spegillinn - 01.01.1958, Blaðsíða 21

Spegillinn - 01.01.1958, Blaðsíða 21
SPEGILLINN 19 Ég stanzaði og horfði á nafnið, sem stóð á dyrunum að skrifstofunni hans Joima. „JOHN RICHARDS, ráðningarstofa söng- fólks“, stóð þar. Hvað skyldu margir þeirra, sem þetta lásu, vita það, að þessi maður hafði einu- sinni lieitið Jonni Ricardo? hugsaði ég með sjálfum mér. Við Jonni hittumst fyrst, þegar við vor- um báðir í liernum. Það var áður en — þó ekki löngu áður en — hann varð fræg- ur sem tenórsöngvari, sem gat raulað dæg- urlög, svo að enginn komst í hálfkvisti við hann. Og hugurinn reikaði aftur í tímann, þeg- ar umboðsmaður einn — samskonar um- boðsmaður og Jonni var núna — heyrði hann af tilviljun og var búinn að fá nafnið lians undir samning, áður en hægt væri að líta við. Það var orðið langt síðan ég hafði talað við Jonna. En samt fylgdist ég með frægð- arferli hans, álengdar. En velgengni hans —• svo að ekki sé miklu sterkara orð notað — hafði staðið furðu skamma stund. Eg var oft búinn að hugsa um það, hversvegna hann hætti snögglega að koma fram opinberlega og hversvegna hann tók aftur gamla nafnið sitt, John Ricliards. Því að umboðsmaður- inn, sem fyrstur uppgötvaði hann, liafði strax sagt, að þetta nafn væri alltof kulda- legt, og hann yrði að fá annað, sem hæfði betur suðrænu útliti hans — t. d. Jonni Ricardo. Og undir því nafni hafði hann líka orðið frægur — Jonni Ricardo. En nú var hann orðinn atvinnurekandi undir sínu rétta nafni, og uppgötvaði nú fólk með hæfi- leika, engu síðri en hans höfðu verið forð- um, og hjálpaði metorðagjörnum sálum upp á stjörnuhimininn. Og þetta lét honum vel, að því er sagt var. Einnig græddi hann mikið fé, sumir sögðu að tekjur hans væru engu minni — og að minnsta kosti miklu reglulegri — en meðan hann var sjálfur að syngja. Nú ætlaði ég að tala við Jonna, vegna þess að ein ung frænka mín hafði beðið mig hjálpar, en hún hafði rétt laglega rödd og ég var að vona, að þessi gamli kunningi minn gæti liðsinnt mér eitthvað. Ég brosti að nafninu á hurðinni og þar stóð einnig: „Gjörið svo vel að hringja", svo að ég hringdi og bráðlega kom Jonni sjálfur til dyra. Jonni tók mér með kostum og kynjum og leiddi mig inn í skrifstofu sína, sem bar það öll með sér, að atvinnureksturinn stæði í miklum blóma. — Ja, nú verður maður að fá sér einn lítinn, sagði Jonni og opnaði skáp, þar sem sjá mátti mikið úrval af flöskum. Suðræna útlitið á Jonna hafði einskis misst. Það hafði líka gengið í unnendur hans forðum, engu síður en silkimjúk röddin. En nú leit hann bara beinlínis liressilegar út en áður. Það var sýnilegt, að hann undi dável núverandi starfi sínu. Það var aðeins eitt, sem hafði breytzt hjá Jonna. Það var röddin —- og á ég þar við málróminn. Áður liafði hann legið heldur liátt og verið engu að síður liljóm- fagur, en nú var hann einkennilega liás, rétt eins og bann væri með kverkaskít. •—- Ertu kvefaður? spurði ég. Jonni hló og sagði: — Nei, nú orðið er málrómurinn minn alltaf svona. Hefurðu ekki lieyrt það fyrr? — Nei, svaraði ég. -— Ég hef verið er- lendis að miklu leyti nú í nokkur ár. — Það kom nú annars í blöðunum þeg- ar röddin mín fór leiðar sinnar, sagði Jonni. — Og það vakti talsverða eftirtekt P.W.: Raularinn raddlausi um stund og jafnvel vorkun hjá fólki, en svo leið ekki á löngu áður en allir voru búnir að gleyrna mér. — Það var leiðinlegt að heyra, sagði ég. — O, nokkuð svo, sagði Jonni. — Ég er helmingi ánægðari með þessa núver- andi atvinnu rnína. Og svo getur líka verið, að liefði ég ekki misst röddina, þá hefði ég lieldur ekki náð í dásamlegustu konu í heimi. Hann tók mynd, sem stóð á borðinu hjá honum og rétti mér. — Er hún ekki yndis- leg? sagði hann hreykinn. Ég liorfði með ósvikinni aðdáun á mynd- ina af dökkhærðri stúlku, sem horfði aft- ur á mig með stórum, djúpum augum, sem fóru svo vél við hrafnsvart hárið. ■—- Já, en þú sérð ekki nema höfuð og herðar af Elaine, sagði Jonni. — Bíddu þangað til þú sérð hana alla. — Ég ræð mér ekki fyrir óþreyju, sagði ég- — Ef liún liefði ekki verið, væri ég enn- þá með röddina mína, sagði Jonni, blátt áfram. Hann horfði niður í glasið sitt og skríkti ofurlítið. — Kannske þig langi til að lieyra söguna? —■ Já, það langar mig, sagði ég. Og svo sagði Jonni mér alla söguna. Jonni hafði orðið frægur snögglega — of snögglega. Honum var fagnað sem raul- aranum, sem var „öðruvísi“ en hinir. Útlit hans eitt saman liefði getað áunnið honum bóp aðdáenda af kvenkyninu, livort sem liann hefði sungið eða ekki. En Jonni bafði nú dálítið óvenjulega rödd; háan og einkennilegan tenór, og þetta not- aði hann sér til fullnustu. Fyrsta platan hans átti sölumet og síðan bættust fleiri við, sem vom jafnan mjög framarlega í röðinni. Oft kom liann fram í útvarpi og enn- fremur söng hann í beztu söngleikaliúsum af léttara taginu, og naut mikilla vinsælda. Umboðsmaðurinn, sem liafði fyrstur koinið Jonna á framfæri, safnaði saman lieilum klapparaklúbb, og svo var Jonni látinn koma fram opinberlega í hinum og þessum samkvæmum, þar sem einhverjir úr klúbbnum vora staddir til þess að fagna lionum ofsalega, þegar liann kom fram. En meðan á þessu öllu stóð, var ein stúlka, sem beið átekta álengdar. Hún hét Elaine, og liafði þekkt Jonna lengi, þegar liann hét bara John Richards og vami í skrifstofu lijá skipaafgreiðslu eiimi. Elaine líkaði ekki allskostar þetta nýja nafn. Og maðurinn, sem það bar, var líka orðinn breyttur. Einusinni tókst henni að tala við hann, þegar hann var aldrei þessu vant ekki „upptekinn“, og hann bauð henni í nætur- klúbb. Þetta varð engin sérleg skemmti- ferð, því að þá loks gat Elaine komist að og leyst frá skjóðunni við Jonna. — Aðalatriðið er, að þú ert orðinn svo breyttur, Jonni, sagði hún, og stóra svörtu augun hennar voru hvorttveggja í senn, lirygg og reið. — Hvernig breyttur? spurði Jonni. ■— Þú hugsar ekki um annað en sjálfan þig, sagði Elaine. — Allt þitt líf er gervi- tilvera. Það eina, sem þú hugsar um, er að græða peninga. — Já, og eyða þeim aftur, svaraði Jonni önugur. — Ekki eyðir þú þeim í vini þína, svar- aði Elaine. — Ég á við gömlu kunningjana þína. Þú fleygir þeim út í einskisverð sníkjudýr, en kastar gömlu kunningjunum fyrir borð. í þínum augnm er ekkert til nema Jonni Ricardo. — En til livers ertu að segja mér þetta allt? spurði Jonni. -— Af því að ég vil þér vel, sagði Elaine. — Eða að minnsta kosti vildi ég lionum Jolin Ricliards vel. Hann hjálpaði öllum, sem haim gat og liafði alltaf tíma til að hugsa um aðra en sjálfan sig. ‘

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.