Spegillinn - 01.01.1958, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.01.1958, Blaðsíða 7
1. TÖLUBLAÐ JANCAR 1958 33. ÁRGANGUR RAFMAGNSLAUST varð í liöfuðborginni nokkru fyrir jól og var um kennt sjávarseltu, sem um alllangt skeið hefur átt merku hlutverki að gegna í rafmagnsmálum vorum. Það vakti þó at- hygli margra þennan dag, að meðan borg- in var að öðru leyti formyrkvuð, skein Ijós út úr hverjum glugga í Stjónarráðinu. Olli þetta mörgum heilabrotum, allt þar til einn sannfróður og getspakur maður upp- lýsti, að ráðið myndi hafa fengið straum frá Grímsárvirkjuninni. STRANDARKIRKJA hefur um langan aldur verið fyrirmynd þjóðarinnar um kristilegan kapítalÍ6ma, og er nú svo komið, að bún á meira til en allar aðrar kirkjur landsins samanlagðar, enda skulda þær henni flestar meira eða minna. Nú liefur slegið óhug á unnendur þessarar merku kirkju, er menn óttast, að hún sé ein þeirra aðila, sem Hermann sagði á gamlárskvöld, að skyldu ekki hlakka alltof mikið til nýársins. Yér óttumst ekki svo mjög aðsúg að kirkjunni af hálfu vinstristjórnarinnar. Hún veit áreiðanlega, ekki síður en allir aðrir landsmenn, að kirkjan stéinhættir að verða við áheitum undir eins og guð kemst að því, að aurinn rennur til Eysteins. RÚNARISTUR nokkrar allfornar hafa fyrir skemmstu fundizt nálægt Björgvinjarkaupstað í Nor- egi og þykja svo klæmnar, að vísindamenn þeir, er urn þær hafa fjallað, eru í V*afa um, livort tiltækilegt sé að gefa þær út, eftir útreiðina, sem Rúbíninn fékk fyrir skemmstu hjá dómstólum landsins. Vilja sumir kasta fornminjum þessum á sæ út, en aðrir vilja lofa þeim að fokka á prent, segjandi sem svo, að þær séu fjandann ekki verri en sumir kaflar í Biblírmni. MINNESOTARIKI, sem á þessu ári á aldarafmæli, hefur boðið Hermanni að koma og vera viðstaddur há- tíðahöldin af því tilefni og þiggja góðgerð- ir. Hefur Hermann þakkað boðið og segist mæta „að forfallalausu“ (gæsalappir Tím- ans). Finnst oss þetta hógværlega mælt hjá Hermanni, að gera ráð fyrir að forföll geti komið fyrir annan ei|ns mann. Kannsjke meinar liann, að hann verði ekki lengur forsætisráðherra? Vér viljum skjóta því að Hermanni, að það getur vel verið til í dæm- inu að honum liafi verið boðið persónu- lega uppá sitt góða andlit, og er þá alveg óþarfi að taka sér nokkum fyTÍrvara. GAMLÁRSKV ÖLD var með kyrrlátara móti í höfuðstaðnum, hvað snerti fylliríið, en hinsvegar munu innbrot hafa verið í góðu meðallagi. Ber hvorttveggja að þakka vinstristjóminni, þar eð enginn gerir það að gamni sínu að drekka sig fullan á gamlársdag, þegar eng- in von er um strammara að morgni á kostnað ríkisins, og í öðm lagi þurfa menn eitthvað að hafa í nýju skattana eftir ára- mótin, og hvað liggur þá beinna við en afla þeás með tfellukkuðu bmbr'oti? I WASHINGTON var fyrir nokkm gefin út fregn af blaða- fulltrúa Æks, að er hinn síðarnefndi kom liér við á Keflavíkurflugvelli á heimleið og á næturþeli og reif upp forseta vom til þess að gefa sér kampavín og láta afmynda sig ásamt uppvartingspíunni, hafi þeir kol- legarnir rætt um efnahagsmál, og þá auð- vitað fyrst og fremst um armóð Islendinga á því sviði. Nú hefur skrifstofa forseta vors kveðið niður þessa lygafregn og fær sízt skilið, að nokkurt tilefni hafi til henn- ar gefizt. Vér þykjumst strax skilja, að blaðamaðurinn liafi verið illa að sér í ís- lenzkunni og þá ekki skilið orðatiltækið: „Feginn vildi ég eiga þig að“, sem þjóðlegt þykir að segja, er menn kveðjast. SÉRA HILARÍUS liefur nú uimið það afrek.í viðbót við sín fyrri, að fara landveg til Suðurpólsins, en það hefur ekki verið gert síðan 1912. Em því allar horfur á, að Elízabet drottning verði af með lávarðstitil í þetta sinn. Og Valfells með aðra úlpu. Á BÆJARSTJ ÓRNARFUNDI í höfuðstaðnum, skömmu fyrir nýár, upp- lýsti Guðmundur Vigfússon (og þá ætti því að vera óliætt), að dularfullir og lymskulegir menn hefðu undanfarið verið að mæla upp lim nýju strætóbiðskýli, sem upp hafa veriö sett í borginni undanfarið og vakið nokkrar umræður, hvað verð snertir. Þótti bæjarfulltrúum fregn þessi öll liin ískyggilegasta, og sízt láandi, ef liin illræmda uppmæling á að bætast ofan á hitt verðið, sem flestum þótti nóg vun.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.