Spegillinn - 01.01.1958, Blaðsíða 13
SPEGILLINN
11
— Það var mikið, að þú getur drull-
alz á fætur!
Svona fær enginn að ávarpa mig
nema Hermann, enda var það hann,
sem talaði, þótt röddin væri svo tor-
kennileg, að ég liefði í fljótu bragði
getað svarið fyrir, að það væri liann.
— Ertu með kverkaskít? spurði ég
rétt si sona.
— Þú hefðir bæði þann og annan
skít, ef þú liefðir staðið í því, sem
ég hef átt við að stríða undanfarið.
Þú mannst, livernig fór þegar ég ætl-
aði að fara að kvitta fyrir heimsókn
horgarafundarins fyrir nokkru; síðan
hef ég verið í París og loks varð ég
samkvæmt læknisráði að doka við í
London.
— Og ekkert hefur dugað?
— Eins og þú heyrir. En hvern
andskotann hefurðu verið að drolla?
— Ég er nú þeirri ónáttúru gæddur
að geta ekki verið nema á einum stað
í einu, sagði ég, — og frjósemisgyðjan
er bráðlát. Lestu Thnann þinn á morg-
un, og þú munt sjá, að þetta sinn eru
kynferðissíðurnar tvær í stað einnar,
og liöndla að þessu sinni mn sauð-
skepnuna, svo sem til tilbreytingar frá
kvikmyndaskepnunmn.
— Eg hef fyrir löngu harðbannað
honum Halldóri mínum sauðadoktor
að vera að hrúka þig til ánna.
— Nú, ég var nú náttúrlega ekki
notaður í vandasamasta verkið, enda
kæri ég mig ekki um, að annarhvor
lambkettlingur fari að jarma „Pabbi!“
á mig, þegar ég fer að njóta 6veitasæl-
unnar í sumarfríinu mínu — sem ég
aldrei fæ lijá þér — og hver lirútur
setji undir sig hausinn, þegar hann
sér mig birtast í landslaginu. Nei, ég
var bara notaður til þess að halda á
hitabrúsanum.
i bréfaskriftura
— Eru þeir farnir að nota hita-
brúsa við þetta?
— Sæll ókunnugur! Veiztu ekki,
að án liitabrúsa væri frjósemisgyðjan
komin á Elliheimilið í Hveragerði til
Gísla, á meðgjöf frá Eysteini, og land-
búnaður vor kominn í auðn. Kaup-
félag Árnesinga gerir rokbisniss í liita-
brúsum við fyrirmyndarbúið í Laug-
ardælum, enda kemur enginn brúsi
aftur, því að þeir eru liirtir og síðan
notaðir til að færa í kaffi á engjarnar.
— Þú ert þá víst ekki farinn að
skrifa mikið og sízt að gagni, un-aði
Hermann.
— Læt ég það allt vera, sagði ég.
-—- Það er ekki víst nema ég liafi notað
tímann meðan Björn var að svipast
xun eftir hestunum á Grímstungna-
lieiði. Ég er liérna með dálítið upp-
kast, en vitanlega gerum við á því
breytingar ef þurfa þykir. Að sjálf-
sögðu verð ég ekki eins langorður og
Búlganín, en ég vona, að miningen sé
gií nokk, eins og danskurinn segir
— Skítt og helvíti! Láttu mig lieyra!
Eg dreg blaðavöndul einn allmik-
inn upp úr vasanum, set mig í upp-
lestrarstellingar og hef lesturinn.
Elsku Lási minn!
— Hvern djöfulinn meinarðu, mað-
ur?
— Þú ættir að vita það með alla
þína lesningu, að Búlganín heitir
Nikulás að skírnarnafni — ef svoleið-
is heiðingi hefur þá nokkurntíma ver-
ið skírður — og svo mikil kynni hef-
urðu af kommunum, að þú veizt, að
liann er alþýðumaður og á því að
ávarpast sem félagi og bróðir.
-— Skítt! Haltu áfram!
Þakka þér innvir'Sulega fyrir til-
skrifi'S þitt, sajnstundis meStekiS ÞaS
er ekki aldeilis ónýtt aS fá svona
langt og gott bréf hingaS í fásinnið,
og aS minnsta kosti göð tilbreyting
Hermann fvlorjv Dulles
Því eftirtektarverðara er, að i
útvarpsviðtali sinu a aðfangadai;
sagði llermann Jónasson um
Parisarfundinn:
„Fundurinn er þvi að mínu
áliti veruleRt skref i friðar
■ átt“: —