Spegillinn - 01.01.1958, Blaðsíða 8

Spegillinn - 01.01.1958, Blaðsíða 8
6 5PEGILLINN ARABAHÖFÐINGI nokkur hefur fyrir nokkru látiS þá ósk sína í Ijós við ábyrg blöð að fá ekkjufrú Roosevelt í kvennabúr sitt. Hefur þetta vakið viðeigandi eftirtekt og kjaftasögur um allan heim og smartir blaðamenn leitt ýmsum getum að þessari girnd höfðingj- ans. Vér teljum ástæðuna einfaldlega vera þá, að honum liefur verið farið að leiðast lambaketið. SOVÉTSTJ ÓRNIN hefur frá og með nýári hækkað allveru- lega vodkaprísana í ríkinu, en þó er tekið fram, að þetta sé alls ekki gert með for- þénustuna fyrir augum, eins og hér tíðk- ast, heldur af siðferðilegum ástæðum, þar eð „nokkur liluti þjóðarinnar“ neyti guða- veiganna í óhófi. Af þessu má álykta: í fyrsta lagi, að æðstaráðinu sé nú loks farið að ofbjóða fylliríið á Krúséff, í öðru lagi, að forsetabrennivín tíðkast ekki í Sovétt- inu og í þriðja lagi, að Krúséff sé svo fá- tækur, að liann muni um verðliækkunina. Eins og af öllu þessu má sjá, er fregnin öll liin lærdómsríkasta. VINSTRISTJ ÓRNIN hefur fengið sjálft Alþingi til að sam- þykkja, að enginn ríkisstyrkur skuli fram- vegis veittur til Kvíabryggju og megi hún nú liætta að kalla sig Föðurtún og aftur fara að kenna sig við kvíarnar, svo sem tíðkaðist í tíð Klásens. Eins og öllum mun kunnugt, hefur undanfarið verið þarna hressingarliæli fyríir bamingsmenn þjóð- arinnar, en þó liafa fleiri flýtt sér að borga meðlagsskuldir sínar, til mikils uppsláttar fyrir bæjarsjóð Reykjavíkur, og er þessu vitanlega stefnt gegn honum. Hafa lands- feðumir nú sent vinstristjóminni þakkar- ávarp og segjast ætla að kjósa Þórð í bæj- arstjóm. í BOMBAY austur í Indlandi hefur fimmtán ára stúlka verið dregin fyrir lög og dóm og fundið það til foráttu, að liún hafi með tilstyrk sex annarra kvensna, drepið kall föður sinn og étið. Gátu þær einhvemveginn lóg- að kallinum, steiktu hann síðan og átu „að viðhöfðum ýmsum helgisiðum“. Þama sést að Indverjar em vestrænum þjóð- um fremri. Á vesturlöndum sýnir fólk ást sína með því að œtla alveg að éta hvort annað, en hinir austrænu stíga skrefið á enda og láta verða úr framkvæmdum. HVERAGERÐI er nú vel á vegi að verða heimsfrægur bað- staður og lieilsulindabær, ef trúa má spá- dómum Gísla Sigurbjörnssonar, sem und- anfarið hefur sent þangað heilar torfur af vísindamönnum, til þess að rannsaka þar hveravatnið og dmlluna. Já, það má segja, að tímarnir breytist. Einhvemtíma hefði því ekki verið mn Ölfusið spáð, að það ætti að verða vettvangur fyrir annarlegt tungutal hversdagslega. í FÆREYJUM em rússneskir síldveiðimenn orjðnir því-i líkir aufúsugestir hjá innfæddum mönnum og konum, að Dönum er farið að ofbjóða og óttast að missa eyjaskeggja austur fyrir járntjald þá og þejgar. Fleimm ofbýður þetta en Dönum og oss. Þannig segir Tím- inn (og eyðir til þess dýrmætu plássi, sem hægt væri að rífa niður heilt mannvirki fyrir íhaldinu á, í sambandi við kosning- arnar): „.... Og nú hafa Rússar meira að segja boðizt til að taka Færeyinga í læjri og kenna þeim rússneskar veiðiað- ferðir“. Finnst oss þetta einkar lymskulega orðað, því að vitanlega er þarna átt við kvenfólkið. DANSKENNARAR í Bretlandi inu mikla hafa gert hálfgerðan aðsúg að Margréti prinsessu fyrir það, að hún hefur látið sig hafa það að rokka og tjútta á dansleikum undanfarið og þannig aukið vinsældir þessara dansa, en þeir hafa þá ónáttúru að lærast á tíu mínútum og þurfa engir kennarar þar nærri að koma. Er því vá fyrir dymm hjá stéttinni. Oss finnst málið vandasamt. Ef prinsessan get- ur rokkað og tjúttað af sér hjartasorgina, sem blöðin liafa svo mjög gert að umræðu- efni, ætti henni að vera það sízt of gott, og vitanlega mundi nú enginn fara að skæla þótt danskennurum fækkaði eitthvað ofurlítið.. Sem sagt, vandamál. • HERMANN lét þess getið í nýársræðu sinni — sem sner- ist mest um efnahagsmál — að verið væri að rannsaka hag ríkisins og svo lands- manna, en ekki nefndi hann, hvenær því verki yrði lokið. Kannske þurfa hagfræð- ingar að lifa eins og aðrir menn, en mörg- um mun samt þykja þetta hin ónauðsyn- legasta ráðstöfun, þar sem nærri muni mega fara um hag ríkis og landsmanna, án þess að nokkur liag^fræðingur komi þair nærri. MARIA CALLAS hin alkunna söngkona hefur látið sig hafa það, þegar hún átti að fara að syngja í einni óperu í Róm og forsetinn var þegar mættur með fleira stórmenni, að missa röddina, eða öllu heldur líklega þykjast liafa misst hana. Varð forsetinn og stór- mennin að gera svo vel að snauta heim við svo búið, en María litla hafði gaman af. Vér hyggjum Maríu litlu þama hafa verið að mótmæla fyrir sitt leyti því snobberíi, sem víða viðgengst, að vera að innlima það í leikhúskrítíkur, hvort forsetinn er við- staddur sýninguna eða ekki, og er hún þá ekki út af eins vitlaus og vér höfum hing- að til lialdið hana vera. ÞÝZKA MYNTSLÁTTAN liefur nýskeð gefið út þrjá peninga með sviðakjamma af Adenáer á. Eru þeir úr gulli og einkum ætlaðir söfnurum, sem þurfa að smúla undan skatti. Þegar þetta fréttist liingað til lands, liljóp ríkisstjóm vor til og birti ýtarlega skýrslu í heimilis- blaðinu Lögbirtingi' um efnasamsetningu íslenzkrar myntar, og era góðmálmamir eir og nikkel þar svo yfirgnæfandi, að lítill vafi getur á því leikið, að vér höfum ein- livem harðasta gjaldeyri í heimi. Á SJÁLFAN JÓLADAGINN vildi svo slysalega til, að eldur varð laus í jólatré einu hér í höfuðstaðnum, er svo grunsamlegur þótti. að lögreglan kvaddi Rafmagnseftirlit Ríkisins, til þess að úr- skurða orsök eldibrandsins. Þaut eftirlitið upp frá jólaketinuu og sá jafnskjótt, að hér var um íkveikju að ræða frá svoköll- uðu englahári, sem hafði leitt straum með áðurnefndum afleiðingum. Verður nú fyr- irskipað, að framvegis skuli ekki koma hingað til lands nema sköllóttir jólaenglar.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.