Spegillinn - 01.05.1965, Blaðsíða 4

Spegillinn - 01.05.1965, Blaðsíða 4
BLÓMASALA Á HELSIDÖGUM Það bar til tíðinda í Kópavogi á langa frjádag, að lögreglu- þjónar kaupstaðarins komu askvaðandi í Blómaskálann til Þórð- ar og skikkuðu hann til að „hætta að höndla“ það sem eftir lifði dagsins. Höfðu þeir enda bréf frá Sigurgeiri fógeta upp FUGL MÁNAÐARINS Otvarpið hefur k-..iið með enn eina stórmerkilega nýjung inn 1 dagskrána, en það er fugl dagsins. Fuglinn er kynntur með tilheyrandi tísti, krunki eða kvaki. Dagskráratriði þetta hefir þegar aflað sér geypilegra vinsælda og erum vér svo hrifnir af hugkvæmni Ríkisútvarpsins, að vér munum þegar I stað hefja kynningu á ýmsum fuglum, þó að ómögulegt sé að kynna það sem þeir láta frá sér, enda munum vér gera þetta á myndrænan hátt, og einungis kynna fugla, sem almenn- Ingur velt nokkur deili á. á þetta framtak sitt. Telur fógeti að athæfi Þórðar brjóti f bága við landslög, en Þórður telur sig hafa undanþágu frá lögunum. Oss þykir líklegt, að báðir hafi rétt fyrir sér, og þótt oss finnist nú ekki beinlínis nákvæmlega í anda Krists. að leyfa sölumennsku á stórhátíðum, viljum vér leggja fram sáttatillögu í málinu. Þar sem Þórður hefur lýst því yfir, að helgidaga- verzlun hans sé fremur þjónusta við kúnnana en fjáraflaplan, leggjum vér til að honum sé framvegis frjálst að selja blóm alla daga ársins, en ágóðinn af blómasölunni á langa frjádag páskadag, jóladag og nýársdag renni að þremur fjórðu hlut- um til endurreisnar Skálholtsstaðar, en að einum fjórða til byggingar lögregluvarðskýla í Kópavogi. Sýnist oss að bæði kirkjan og veraldlega valdið mættu vel við þessa sáttagerð una. Trúum vér ekki öðru en a.m.k. herra biskupnum þyki slægur í að fá þarna aur til að byggja myndarlega bókhlöðu yfir „Kárabækurnar“. Lögregluheim- sókn í Blómaskálann Þórður og frúin fóru á stjá á föstudaginn Ianga að selja blómin sólgul og blá, já, svei mér þá! Þungstígar kempur þá inn f skálann ganga. Kominn er Sigurgeir sjálfur hér með sveinstaula á hverjum fingrl, vitandi það, að Þórður er, já, því er nú verr, fjall af kjöti og fjandanum sjálfum þyngri. Vaða þeir inn á valdsmannsskóm veifandi lagasafni, visna unnvörpum óseld blóm f þeirra klóm. Svo læsa þeir öllum dyrum — í drottins nafni. Röggsemin einstæð aldrei sveik ötula lagaþjóna, báru þeir út við illan Ieik óétna steik, ásamt bröndóttum húsketti þeirra hjóna. Bragi. 4 Spegíllinn

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.