Spegillinn - 01.05.1965, Side 10

Spegillinn - 01.05.1965, Side 10
JÁ TUN Lag: Vertu hjá mér, Dísa. Eins og flestir vita, sem eitthvað Iíta í blöðin, Þá er vor hjartans sannfæringarregla á þessa leið: Vér fylgjum alltaf stjórninni og vöslum sömu vöðin með virðulegu undirdánugheiti í h'f og deyð. Og allt sem stjórnin gerir er oss að bezta skapi, og allt sem stjórnin drepur, telst þjóðamauðsyn vor, og ef að stjórnin veldur því að einhver Gunnar hrapi, vér undrumst og vér dáum hennar pólitíska spor. Og nú á hverjum degi og nóttu, í gríð og ergi, vér nostrum við að semja vor heitu velkomst-orð, og bjástrum við að temja úr oss tregðu, þráa og kergi, og tigna nýja ráðherra við stjórnarinnar borð. Vér reynum æ að vernda og verja stjórnarmerkið, en vor er styrkur tæpur, en það er huggun oss að finna að stjórnin tekur hjá oss viljan fyrir verkið því viljans sýnd er launaverð og — gæti táknða kross. Með halelúja-skrifum og halelúja-ræðum og halelúja-bænum fyrir vorri rikisstjórn, og halelúja-sálmum og halelúja-kvæðum vér hollustuna SÖNNUM og lífs vors brennifórn. DALAKÚTUR skrifborð, gluggar í skjalabunka og lítur ekki upp, þegar mennirnir ganga inn. Jarlsmenn standa framlágir á miðju gólfi og vöðla höfuðfötum sínum milli handanna. „Góðan daginn, tollgæzlustjóri,“ seg- ir sá, sem helzt hefur orð fyrir þeim. „U-hmm!“ umlar í stjóranum og lítur enn ekki upp. „Góðan daginn, tollgæzlustjóri.” Ekkert svar. „Sælir og blessaðir, herra Beck.“ „Setjizt þið þarna á bekk,“ svaraði yfirvaldið. Samtalið virtist ætla að ganga treg- lega. „Það er bærilegt veðrið í dag,“ sagði formælandinn. „Hef ekki komið út í dag,“ sagði emb- ættismaðurinn. „Hér er enginn tíma til að vera að flandra út um borg og bý í vinnutímanum.“ Nú þóttust skipverjar sjá, að ekki þýddi annað en gánga beint að málinu. „Við erum af Jarlinum.“ Nú leit tollgæzlustjóri upp úr skjöl- um sínum og horfði stingandi augum á mennina eins og þeir væru geimfarar eða kynjadýr. „Aha?“ sagði hann. „Gætum við ekki fengið áfengið okk- ar út úr tollinum, Beck?“ „Humm, látum oss nú sjá,“ segir yfir- valdið og flettir skjölum. „Nei, ómögu- legt núna, en mætti athuga það, þegar skipið kemur hingað til Reykjavíkur næst.“ „En það er óvíst, að það komi til landsins fyrri en eftir marga mánuði." „Þeim mun stærri verður skammtur- inn, sem þið eigið inni þá.“ Örvæntingar- og þjáningarsvipur færð- ist yfir sólbrúnar ásjónur sjómannanna. OSRAM Þeir gripu nú til þess örþrifaráðs að skírskota til mannúðartilfinningar yfir- valdsins. „Við erum helvíti timbraðir í dag, Beck.“ „Slíkt hendir víst margan manninn. Og þið hafið sízt að gera með tolláfengi til að fá helmingi verri timburmenn á rnorgun." „Við erum staurblankir líka, Beck.“ „Ja, hér er engin lánastofnun.“ „Sjússarnir á Röðli og í Klúbbnum eru svo andskoti dýrir.“ „Röðull og Klúbburinn heyra ekki undir þ;tta emlætti," sagði yfirvaldið stuttaralega, „o^ ekki fá þeir áfengi frá okkur.“ „Nei, þið drekkir auðvitað allt ykkar áfengi sjálfir annarra líka,“ sagði sá kjaftforasti, sem var dálítið rykaður enn þá. Svona sví.irðingu gegndi embættis- maðurinn engu. „Það er þá v ilokað, að við fáum toll- inn okkar?“ spurði formælandinn, og titraði í honum röddin. „Já,“ svaraði yfirvaldið eldsnöggt og grúfði sig aftur niðúr í skjöl sín til merk- is um að audiensinum væri lokið. Sjómennirnir stóðu upp og ruku á dyr. Um leið og sá fyrsti rmaug út úr dyr- unum tautaði hann: „Djöfulsins rang- læti!“ Annar fussaði og sagði „Þvuh!“ og sá kjaftfori sagði hátt og skýrt: „Éttu skít!“ um leið og hann skellti hurðinni á hælana á sér og tók til fótanna. Allir mega sjá hversu hróplegt rang- læti hefur hér verið framið á mönnum, sem áður voru búnir að hljóta þung- bæra reynslu úti í Kaupmannahöfn. Út yfir tekur þó, að hér synjar einn emb- ættismaður ríkisins roktimbruðum mönn um um nokkra líkn. En margir þekkja af eigin raun hve hræðilegur sjúkdóm- ur timburmenn geta verið. Þegar „haus- inn er veikur og maginn". Er hér með skorað á Sjómannasam- bandið og Alþý“us .mbandið að láta nú hendur standa fram úr ermum, og líða það ekki, að '"gið sé á áfengisskammti sjómanna von úr viti. Einkum þó þegar svo stendur á, að viðkomandi fardrengir eru grúttimbraðir. 10 Spegillinn

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.