Spegillinn - 01.05.1965, Side 27
allt bærilegt, þegar ég leit inn til hans,
til að fá páskasnyrtinguna á höfuðið.
— Er ekki mikið að gera fyrir hátíð-
ina? sagði ég og reyndi að hræsna upp
í mér áhuga á rakarastarfinu.
— Biddu fyrir þér, maður, það er búin
að vera stanzlaus ös hjá mér alla vikuna;
þú hittir svei mér vel á; ef þú hefðir ver-
ið svo sem hálftíma seinna á ferðinni,
hefði allt verið orðið fullt, ef að vanda
lætur - - -
- Og ég mátti þakka fyrir, ef ég hefði
sloppið út fyrir páskana, skaut ég inn í.
- Já, ég skal segja þér, að þótt það
sé náttúrlega gott að hafa nóg að gera,
þá liggur við að ég vorkenni stundum
þeim, sem þurfa að bíða lengst, kannski
allt að hálfum öðrum tíma; þeim er sum-
um farið að hundleiðast svo, að þeir
reyna jafnvel að drepa tímann með því
að glugga í rifrildin af Samtíðinni síðan
í hittiðfyrra og fjölskyldujornúalinum
frá því í haust.
— Það kemur sér vel, að kúnnarnir
þínir hafa ekki alltof mikið að gera, sum-
ir hverjir, sagði ég.
— Það segirðu satt ,og eiginlega veit
ég ekki ennþá, hvað sumir þeirra gera,
þótt ég sé búinn að klippa þá í mörg ár.
En beztu kúnnana á maður nú í hópi al-
þekktra athafnamanna, verzlunarmanna,
sjómanna og iðnaðarmanna, já og al-
þingismanna, það eru stabílir og góðir
kúnnar. Til dæmis klippti ég flutnings-
ruenn minkafrumvarpsins áður en þeir
*rúru það fram á þingi. Jónas minn Pét-
Ursson var orðinn ansi loðinn, enda ekki
rakarar á hverju strái austur í Héraði;
nafni hans, Rafnar, og Pétur minn seil-
or, komu nú, held ég, mest til mála-
mynda. Sennilega hafa þeir viljað halda
hópinn vegna frumvarpsins.
- Þeir hafa auðvitað ekki viljað líta
út eins og loðdýr sjálfir, þegar þeir lögðu
frumvarpið fram, sagði ég.
- Trúlega ekki; en varla held ég nú,
að borgaði sig að fást við loðdýrarækt,
ef hvert dýr skilaði ekki meiri hagnaði
tiltölulega í þjóðarbúið en þingmennirnir
okkar svona yfirleitt, þótt þeir séu hins
vegar góðir kúnnar. Annars kvíði ég
hálft í hvoru fyrir því að fá Stóriðju-
nefndina hingað, eftir að hún fer að vas-
ast í kísilgúrnum, það kvað vera svodd-
an fýla af honum.
- O, þú úðar hana bara með þeim
mun kraftmeira ilmvatni og þakkar fyrir,
ef hún verður ekki alumineruð líka, sagði
ég.
- Rétt segirðu; verst hvað ilmvötnin
eru dýr; mann óar stundum við að sulla
þeim í hvaða lubbatrúss sem er, auk þess
verð ég að leggja höfuðáherzlu á ódýran
og hagkvæman rekstur á næstunni, til
að rétta mig við.
— Þú hefur náttúrlega fengið óþyrmi-
lega að kenna á skattpíningunni, umlaði
ég, án þess að þora að opna munninn
neitt að ráði; ég vidli ógjarnan fá upp í
mig hár af mínu eigin höfði.
- Ja, bæði er það nú, og svo álpaðist
ég á málverkauppboð hjá honum Sigurði
Ben um daginn og keypti þrjátíu ára
gamla Kjarvalsmynd á fjörutíu þúsund
krónur. Það kemur við pyngjuna að
snara út þó ekki sé nema fjörutíu þús-
und kalli. Kjarval er náttúrlega alltaf
Kjarval og hraunmosi er alltaf hraun-
mosi, en hitt er öllu verra, að ég kem
myndinni hvergi fyrir í íbúðinni.
— Er hún svona stór? skaut ég inn í.
- Ekki vil ég segja það, að myndin
sé of stór, hún mun vera eins og hún á
að vera; hins vegar misminnti mig um
veggjastærðina í stofunni hjá mér, en
það er auðvitað ekki myndarinnar sök.
— Þú færð þér bara stærri íbúð, taut-
aði ég.
- Fimmtíu krónur, takk, sagði rak-
arinn minn og tók hvíta lakið af mér
með æfðum handtökum.
LAUSIR STÓLAR
Enn hefur ekki tekizt að ráða í stól bankastjóra við Seðlabanka
Islands. Er því enn ítrekuð auglýsing vor og skorað hér með á
alla viðreisnarunnendur að gefa kost á sér.
Æskilegt er, að væntanlegt bankastjóraefni sé ekki ráðríkur
(vegna hinna, sem fyrir eru).
Nýlega keypt myntsafn myndi heyra undir hinn þriðja banka-
stjórastól, svo að auk annarra mannkosta þyrfti væntanlegur
umsækjandi að hafa vit og lag á að fara með peninga, og ekki
sízt gamla peninga. Fornleifafræðingar og brotajámskaupmenn
koma því fyllilega til greina sem bankastjórar, í þessu tilfelli.
Ennfremur skal athygli vakin á því, að hér er um hentuga at-
vinnu að ræða fyrir húsmóður, sem vantar hæga vinnu úti hálf-
an daginn.
Landvættir
LÉTT RENNUR CEREBOS SALT