Spegillinn - 01.05.1965, Blaðsíða 13
Helgu og hún ljómaði. Og samkvæmt
upplýsingum Róberts um aldur þeirra
beggja, hlýtur manneskjan að vera komi-
in um eða yfir fimmtugt! Skyldi þær
allar vera svona fýrugar á þeim aldri?
Ef svo er, finnst mér að ætti að banna
eiginkonum undir fimmtugu að sjá leik-
ritið.
Svo fór hún hreinlega með hann fram,
og líklega bara upp á loft. Ég gat ekki
á mér setið að spyrja sessunauta mína:
»Hvað ætli þau Helga og Gísli séu að
gera svona lengi frammi? Eru þau
kannski að þvo upp?“
En aftur þrumaði Sigurður: „Silen-
cium,“ og Ólafur hvæsti: „Þegiðu,
skurra!“ (Scurra ku vera latína og þýða
fífl).
Þegar leik'itinu lauk skildi ég hvorki
upp né niður í því c j eftir að ég var
búin nað lesa le.' .dóma þeirra Sigurðar
og Ólafs, ski :i ég ennþá minna. Ég
held bara, þó að það sé kannski ljótt að
segja það, að þeir hafi skilið jafnvel
ennþá minna en ég!
Ég var mætt_r uppi í Stjórnarráði
klukkan 10 daginn eftir. Dómsmála-
ráðherra var nýlega kominn. Hann var
dálítið þrútinn og rauðeygður.
„Jæja, hvernig gekk með blómstur-
pottana, Jóhann minn?‘ ‘spurði ég með
samúð.
„O, minnztu ekki á það!“ hnussaði
ráðherrann reiður. „Bölvaðir gaurarnir,
hann Ingólfur á Hellu og Guðmundur í.,
stóðu allan tímann fyrir framan bezta
blómapottinn og pexuðu upp á grín um
uPPbætur á smjör. Og fjórar spikfeitar
þingmannafrúr úr öllum flokkum
byrgðu þann næstbezta.“
„Svo að þú hefur orðið að skála í
botn fyrir Marx, Lenín og byltingunni?“
„ Já, og Breshnjeff og Kosangas og
einhverjum fleiri Rússafurtum. Helvítis-
helvíti."
„Gáðu að munninum á þér, maður!
Þú ert kirkjumálaráðherra."
„O, étt ’ann sjálfur," svaraði ráðherr-
ann snefsinn.
Svo gáðum við vandlega að þvl, hvort
nokkur lægi á hleri, hölluðum okkur svo
fram á skrifborðið sitt hvorum megin,
°8 ég sagði, í hálfum hljóðum það
mergjaðasta úr stykkinu. Ráðherrann
var strax mjög spenntur og sagði æ á-
kafari: „Og hvað svo?“ Einu sinni
gleymdi hann sér alveg, þegar ég hafði
eftir allkröftug orðaskipti. Hann rak
upp hafsteinskan tröllahlátur og hróp-
aði: „Helvíti var þetta sniðugt!“ En
hann áttaði sig strax, hleypti I brýnnar
og sagði þykkjuþungur: .Bölvaður
skandali er þetta.“
Þegar skýrslu minni var lokið, hugs-
aði ráðherrann sig um stundarkorn, og
sagði svo: „Já, Faraldur, ætli maður
verði ekki að banna þennan óþverra af
siðferðisástæðum . . . Hverjir sagðirðu
annars, að færu með aðalhlutverkin?"
„Hann Róbert Attfinnsson leikur eig-
inmanninn.“
„Já, einmitt. Við eigum ekkert vand-
gert við þann mann.“
,, En kannski er það nú samt hún
Helga Valtýsdóttir, sem fer með aðal-
hlutverkið og dregur ekki af sér.“
„Ha, hvað segirðu?' ‘spurði ráðherr-
ann og varð hálf hvumsa við. „Hún
Helga Valtýsdóttir? ... Humm ... humm
... hum.a .. .£ .n sagt Morgunblaðið og
Árvakur h.f.“
Nú hugsaði ráðherrann sig um stimd-
arkorn. Svo tók hann ákvörðun: „Ætll
við látum það ekki laxera. Lofum þeim
að hunzkast við að sýna svínaríið. Þjóð-
in vill það hvort sem er. En það er nú
samt rétt að líta vel eftir þessum leik-
húsum. Og ég þakka þér fyrir athuganir
þínar, Faraldur minn. Sé það við þlg 1
einhverju seinna.“
Við kvöddumst með virktum, og ég
bakkaði fruktandi út úr ráðherraskrif-
stofunni. Svo fór ég beint í morgunkaffi
á Skálanum til að hressa mig á sam-
ræðum við Hauk Björnsson, Agnar
Þórðarson, Berg Pálsson, Jóa Steina,
Atla Ólafsson og fleiri góða menn. Það
var ólíkt upp’ -gilegra en helvítið hún
Virginía Volf.
Yðar einlægur . ; - E,.
Faraldur.
SPORTVÖRUR
LilKFÖNG
HVERFISGÖTU 59 — SÍMI 18722 — SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT
Spegillinn 13